Episodes
Annar þáttur Lögguhornsins en hér halda Ragnar og Tómas áfram spjalli sínu um lífið, bíólifið, safnaradellu og skaðann við það að festast í gefnu formi. Efnisyfirlit: 00:00 - ,,Sloppy” vinnubrögð 03:40 - Nærandi að vera í teyminu 40:50 - Að rýna öðruvísi í hlutina 41:40 - Ókindin og meistararnir 49:08 - Sumt á haldast í minningunni 52:30 - Lífið hjá krónískum safnara 55:20 - Að festast ekki í forminu 58:07 - ,,Hvert ertu að fara með þessu?”
Published 11/20/24
Published 11/20/24
Allt er sett í hágír og löggufaktorinn er settur í forgang sem aldrei fyrr. Yfirheyrslur, svör og sársauki eru í brennidepli áður en líður að lokalendingunni. Gústi, Fríða og jafnvel Jonna díla við þungar tilfinningar og ljósara er orðið hvert hlutirnir stefna hjá Anítu og Erlu. Þarna er líka miklu ljósi varpað á hvernig þær Auður, Ragnheiður og Hildur raunverulega díla við hlutina. Erlendur leikstjóri (en hann er vissulega íslenskur) leiðir okkur í gegnum umfang þáttarins og...
Published 11/17/24
Kolbeinn Arnbjörnsson er engum líkur og óhætt er að segja að líf hans hafi gjörbreyst með tilkomu Svörtu sanda. Skuggar Salómons Höllusonar hafa mikið geisað yfir Glerársöndum í seríu tvö og fær Kolbeinn jafnvel að skjóta upp kollinum í nokkur skipti. Þeir Kolbeinn og Tómas velta fyrir sér aðdráttarafl leiklistarinnar, söguform, úrvinnslu áfalla og mörgu lög Salómons. Efnisyfirlit: 00:00 - Hver var aðdrátturinn? 04:13 - Áföll endurspeglast í öllu 06:01 - Metall leikhús 12:36 -...
Published 11/12/24
Þá er komið að stóra ‘flashback-þættinum’ og við bökkum um 40 ár í okkar narratífu. Rætur Helgu ömmu, Davíðs og fóstursystranna eru skoðaðar í þaula með örlagaríkum degi í lífi þeirra allra. Við skyggnumst á bak við tilurð ljósmyndarinnar frægu og Baldvin kafar út í tilurð þessa þáttar og hvernig hann er gerólíkur öðrum þáttum syrpanna beggja. Má heldur ekki gleyma því að kafli þessi varpar ljósi á mjög raunbundin vandamál sem áður voru tíð í íslensku samfélagi.  Búið ykkur undir algjöran...
Published 11/10/24
Lengi vel er hægt að spekúlera um hvað lætur persónu eins og Anítu Elínardóttur tikka, en þá er auðvitað best að leita beint til einstaklingsins sem stendur hvað næst þessari persónu og á óneitanlega allra mest í henni. Aldís Amah Hamilton er múltítaskari mikill með skýr gildi í lífinu, mikla útgeislun, ómælanlega ást á dýrum og heilbrigða lyst fyrir alls konar list.  Í þætti þessum er kafað út í allt hið mögulega í sögu Svörtu sanda fram að og út fimmta þátt. Við skoðum mengi...
Published 11/05/24
Núansar og stórar ósagðar tilfinningar koma til tals á meðan sögur fara að spyrjast út af nýjum likfundi á abstrakt litla sveitabænum. Álfheiður og Tómas greina ástandið á Anítu að sinni, mýktina í loftinu og tensjónana hjá unglingunum og hvað það er við Steffí sem gerir hana að tærum senuþjófi þáttarins.  Fimmti/Þrettándi þáttur leyfir heildarsögunni að taka hlutina rólega eða leyfa hlutunum svolítið “að malla”, að sögn leikstjórans. Álfheiður ræðir allar þær lúmsku, léttu og þyngri...
Published 11/03/24
Margt og mikið hefur breyst hjá íslensku lögreglunni um síðustu áratugina. Ragnar Jónsson, bíódellukarl með meiru, er fulltrúi tæknideildar lögreglunnar og hefur sinnt allmörgum hlutverkum frá því að störf hans hófust árið 1990. Ragnar hef­ur lært að fresta aldrei hlut­um því eng­inn veit hvað morg­undag­ur­inn beri í skauti sér. Hann er einn hand­rits­höf­unda Svörtu sanda sem eru nú að gera það gott úti í heimi. Ragn­ar er ný­kom­inn heim frá viðburðarríkri ferð til Bandaríkjanna þegar...
Published 11/02/24
Álfheiður Marta Kjartansdóttir, leikstjóri fjórða/tólfta þáttar, hefur aldeilis skemmtilega og persónulega tengingu við atburðarásina á Glerársöndum. Þegar Baldvin bauð henni tækifærið að gerast stærri þátttakandi í seríu tvö var Álfheiður ófrísk og orðin nýbökuð móðir þegar leið að tökunum. Barnsburður kemur akkúrat sterkt til umræðu í þessum kafla ásamt fáeinum senum sem draga hjartað í gegnum alls konar ósköp. Álfheiður og Tómas stúdera undirliggjandi kraumið hjá karakterum í þessari...
Published 10/27/24
Óvænt áföll geta breytt tilverunni á örlagastundu og missirinn gagnvart nýlátnum einstaklingi er fljótur að taka sinn toll á nánustu aðstandendur. Mörk vinnulífs og fjölskyldulífs eru komin að frostmarki og er lítið annað en létt kaos í stöðunni þegar allir þekkjast í litlu bæjarsamfélagi og gegna nokkrum hlutverkum í einu. Má vissulega deila um hvort þetta sé besti tíminn fyrir Davíð til að varpa sannleikssprengju sem gæti haft grafalvarleg áhrif á útkomuna framundan. Annars eru stöllurnar...
Published 10/20/24
Aníta þarf nauðsynlega að komast út úr húsi í langþráð mömmufrí, en þá helst með ólíku móti en þar sem frá var horfið í þættinum áður. Gústi og Fríða standa frammi fyrir dularfullu máli sem er mögulega of persónulegt fyrir suma innan lögreglustöðvarinnar. Jonna er þó ekki lengi að dragast inn í nýjan vinahring þar sem örlög Salómons hafa verið mikið í brenndepli. Hvert það leiðir gæti haft í för með sér yfirnáttúrulega dularfullar afleiðingar. Baldvin er fjarri gamninu góða að sinni*...
Published 10/13/24
Þá er komið að seríu tvö. Baldvin og Tómas hafa sum sé framlengt ferðalag sitt um að djúpgreina helstu leyndarmál Glerársanda og framvinduna sem um ræðir í þetta sinn. Heill heljarinnar haugur af góðgætum bíður krufninga og má búast við alls konar sögum af framleiðslunni og meiru tengdu kvikmyndagerð. Tæplega þrjú ár hafa liðið síðan Svörtu sandar litu fyrst dagsins ljós en í heimi sögunnar eru fimmtán mánuðir liðnir frá örlagaríkri og átakanlegri viku þar sem áhorfendur skildu síðast...
Published 10/06/24
Er ævintýrum Svörtu sanda lokið? Gæti verið að það sé pláss fyrir framhald og þar af leiðandi aðra seríu?  Í þessum hátíðlega aukaþætti Sandkorna taka þeir Tómas og Baldvin á móti helstu leikendum syrpunnar. Þau deila á milli sín sögum, fróðleiksmolum og nýtíðindum, allt sem að baki var og það sem bíður í nálægri (sem fjarlægri) framtíð.  Berlinale, sería tvö, leiktækni, undanþágur vegna Covid og væntingar og viðtökur áhorfenda eru á meðal umræðuefna, ásamt því hvort til séu náriðlar með...
Published 02/12/22
Móðurhjarta í rústum, dauðsföllum fjölgar, mömmustrákur með magnandi berserksgang og allar byssur komnar á loft. Nú er engin æfing, allt komið í há(drama)gír og má vont síður versna hjá Anítu á þessu stigi, en neyðin kennir naktri konu að spinna á meðan allt er á suðupunkti og ómögulegt er að aðskilja starfið frá persónulega lífinu. Tómas og Baldvin hafa margt að ræða, gera upp, endurskoða, spekúlera og skella upp úr yfir á meðan horft er yfir fjörið í alvörunni. Baldvin lítur yfir stærra...
Published 01/31/22
Oft er nauðsynlegt að stíga til baka að geta komist lengra áfram. Í sjöunda þætti Svörtu sanda er horft aftur til fortíðar og hrært vandlega í tímalínum til að varpa nánara ljósi á ógnina sem herjar á Anítu, fjölskyldu hennar og teymi innan bæjarins. Í kjölfar uppákomunnar með Helgu hefur hinn dularfulli og margumtalaði Davíð skotið loksins upp kollinum eftir margra ára fjarveru. Davíð kemur þó ekki án farangurs sjálfur á meðan dauðinn er yfirvofandi þessa dagana á Glerársandi, auk...
Published 01/30/22
Rauðsíldarflaggið er úr sögunni en rauðir fánar alls staðar í lífi Anítu og félaga, enda púslin hægt og bítandi farin að smella saman á meðan fleiri spurningar raðast upp. Grímur falla, kúli er tapað og verða ‘mömmukomplexar’ allsráðandi en á þessu stigi í sögunni verður ekki aftur snúið. Til að bæta gráu ofan á svart er ömurlegasta pizzukvöld allra tíma í vændum á heimili Elínar. Nú eru það eitraðir sjarmörar og vafasamir mömmustrákar sem koma rakleiðis til umræðu hjá Tómasi og Baldvini,...
Published 01/23/22
Veganréttir og makamál eru áberandi í fókus í fimmta hluta Svörtu sanda. Hér að sinni er varpað ljósi á klassíska klisju í morðsögugeiranum sem hér byrjar að laumast inn í Svörtu sanda, þegar tengingar við hundgamalt, dularfullt sakamál fara að birtast úr óvæntum áttum. Þá er aldeilis kannaður púlsinn á ástarmálum okkar fólks. Nú sitja allir helstu karakterar í súpunni, með salt í sári á meðan nokkrir þeirra slást um betri hamborgarann. Velkomin í 'Stóra sambandsþáttinn'. Á rammpökkuðum...
Published 01/16/22
Í fjórða þætti er meira lagt á Anítu og vinnuálagið þegar lögreglan á Glerársandi neyðist til að taka á móti „hot-shottanum“ að sunnan og þungum farangri hans. Gústi er loksins kominn úr felum en óþægindin magnast þegar erfiðara verður að aðskilja starfið og einkalífið á meðan hitnar í kolunum hjá fleirum en bara makanum hans Gústa. Tómas og Baldvin hafa nóg til að stúdera enda markar fjórði kafli mikla gírskiptingu fyrir seríuna eins og hún leggur sig; þar sem speglanir, spíralar, fiðrildi...
Published 01/10/22
Leikstjórinn kallar þetta ‘Stóra lögguþáttinn’ og lýsir þessu sem brúarþætti. Hér eru eftirmálar teitisins, saga Lenu, kærastinn Stephen og óvæntur stjúpi í brennidepli, en dökkir baugar og fortíðardraugar eru allsráðandi í óvissunni framundan og að baki. Ýmist kraumar enn undir yfirborðinu enda skiptast helstu persónur nú á að fá sér kríu á meðan beðið er eftir óhjákvæmilegum suðupunkti í sakamáli og einkamálum. Þáttastjórnendur gramsa enn fremur í glundroðanum á Glerársandi og í hvað...
Published 01/03/22
Í öðrum þætti Sandkorna eru rauðsíldarpælingar teknar á næsta stig á meðan andrúmsloftið á Glerársandi kraumar enn fremur með partíhaldi í nánd. Baksögur fara hægt og bítandi að skýrast en þó eru merki um að aðalsöguþráðurinn eigi enn eftir að skýrast.  Tómas og Baldvin velta fyrir sér partísenur, svokallað „exposition“ í handritsgerð og gildrur slíkra reglna. Einnig bregða fyrir umræður um óséðar tæknibrellur, litamótíf, gegnumgangandi þemu og fleira sem gæti eða gæti ekki reynst...
Published 12/28/21
Kvikmyndagerðarmaðurinn Baldvin Z og bíófíkillinn Tómas Valgeirsson grandskoða sjónvarpsseríuna Svörtu sanda í sameiningu, í 8 hlutum, í gegnum hlaðvarpsþættina Sandkorn. Tómas skoðar hvern þátt út frá sjónarmiði neytandans og spyr leikstjórann spjörunum úr og spyr leikstjórann spjörunum úr; stúdering beint frá áhorfanda til skaparans.  Sýningar á þáttunum hófust á Stöð 2 á jóladag, 25. desember. Baldvin Z leikstýrir fyrir Glassriver, en auk hans skrifa Aldís Amah Hamilton og Ragnar Jónsson...
Published 12/27/21