12. Með allt í óreiðu
Listen now
Description
Álfheiður Marta Kjartansdóttir, leikstjóri fjórða/tólfta þáttar, hefur aldeilis skemmtilega og persónulega tengingu við atburðarásina á Glerársöndum. Þegar Baldvin bauð henni tækifærið að gerast stærri þátttakandi í seríu tvö var Álfheiður ófrísk og orðin nýbökuð móðir þegar leið að tökunum. Barnsburður kemur akkúrat sterkt til umræðu í þessum kafla ásamt fáeinum senum sem draga hjartað í gegnum alls konar ósköp. Álfheiður og Tómas stúdera undirliggjandi kraumið hjá karakterum í þessari lotu og ekki síst óvænt gestahlutverk þar sem leikstjórinn varð ögn ‘starstruck’, en í senn er útskýrt kostina við það að vera með allt á hreinu í kvikmyndagerð. Efnisyfirlit: 00:00 - Með allt á hreinu, Benjamín dúfa og pylsumyndir 03:13 - Að leikstýra goðsögninni 04:22 - Fortíðardraugar og erfidrykkja 07:37 - Móðurhlutverkið 09:55 - Viðtengjanleg ólétta 13:05 - Sameining í sorgarferlum 15:33 - Trúnó og tráma  18:30 - Bogi Gústa 21:20 - Pálmi Gests í nærmynd 25:12 - Æfingar vs. handrit 28:22 - Mikið lagt í rammana 30:10 - Annar í andaglasi 33:30 - Leikmynd fortíðaruppgjörs 36:04 - Hvernig líður öllum? 38:50 - Beint í klæmaxinn 41:21 - Falin klipp og langar tökur 43:20 - Sögur um unglinga 44:36 - Að taka við leikstjórakeflinu 48:10 - Kríurnar tvær 13. Páskaegg handa nördum
More Episodes
Annar þáttur Lögguhornsins en hér halda Ragnar og Tómas áfram spjalli sínu um lífið, bíólifið, safnaradellu og skaðann við það að festast í gefnu formi. Efnisyfirlit: 00:00 - ,,Sloppy” vinnubrögð 03:40 - Nærandi að vera í teyminu 40:50 - Að rýna öðruvísi í hlutina 41:40 - Ókindin...
Published 11/20/24
Published 11/20/24
Allt er sett í hágír og löggufaktorinn er settur í forgang sem aldrei fyrr. Yfirheyrslur, svör og sársauki eru í brennidepli áður en líður að lokalendingunni. Gústi, Fríða og jafnvel Jonna díla við þungar tilfinningar og ljósara er orðið hvert hlutirnir stefna hjá Anítu og Erlu. Þarna er líka...
Published 11/17/24