Episodes
Gestur vikunnar í Seinni níu er Birgir Leifur Hafþórsson sem er sigursælasti kylfingur Íslands. Biggi hefur alls sjö sinnum orðið Íslandsmeistari í golfi.
Hann er nú að mestu búin að leggja keppniskylfurnar á hilluna og spilar meira sér til ánægju í dag ásamt því að ráðleggja ungum og efnilegum kylfingum.
Í þættinum fer Birgir Leifur yfir glæsilegan feril, veikleika og styrkleika í golfinu, lífið sem atvinnumaður og rifjar upp skemmtilegar sögur af ferlinum.
Jafnframt hitum við upp fyrir...
Published 06/12/24
Gestur þáttarins er körfuboltagoðsögnin Teitur Örlygsson. Hann hefði viljað byrja fyrr í golfi og er í dag með um 16 í forgjöf.
Teitur elskar að horfa á golf og missir varla af móti á PGA. Hann hefur brotið dræverinn sinn eftir mislukkað högg í Leirunni og fékk dræv frá Keflvíking í lærið af stuttu færi.
Teitur ræddi við okkur um golfið, körfuboltann og margt fleira. Spurning vikunnar og Powerrank.
Þátturinn er í boði:
ECCO - Lindin - Unbroken - Ölgerðin - Eagle Golfferðir
Published 06/05/24
Kormákur Geirharðsson, vertinn á Ölstofunni, tónlistamaður og fatabúðareigandi, er gestur Seinni níu þessa vikuna. Kormákur er fínasti kylfingur með um 15 í forgjöf en forgjöfin var talsvert lægri á árum áður.
Kormákur fékk ungur mikla golfdellu og vann nokkur sumar sem golfvallastarfsmaður á Grafarholtsvelli.
Í spjalli sínu við Jón & Loga segir Kormákur meðal annars frá því þegar hann fór holu í höggi í Kúala Lúmpur en var svo heppinn að geta fullnýtt golftryggingu á barnum að leik...
Published 05/28/24
Gestur vikunnar í Seinni níu er enginn annar en Eyjapeyjinn Þorsteinn Hallgrímsson. Steini varð Norðurlandameistari árið 1992 og svo Íslandsmeistari árið 1993. Vinnuslys gerði svo út um atvinnumannaferil og tilraunir með hestasterasprautur dugðu ekki til.
Þorsteinn er íslenskum golfáhugamönnum að góðu kunnur enda hefur hann helgað lífi sínu golfi undanfarna áratugi sem keppniskylfingur, eigandi á golfverslun, golflýsandi og fararstjóri.
Nú glímir Steini við nýtt verkefni en hann er að jafna...
Published 05/22/24
Sjónvarpsmaðurinn Gunnar Birgisson er nýjasti gestur okkar í Seinni níu. Þátturinn átti upphaflega að vera einhvers konar upphitunarþáttur fyrir PGA Meistaramótið en endaði í umræðu um Eurovison, golf í Ásbyrgi, leit af samstarfsaðilum og meiri fyrirgefningu á golfvellinum.
Njótið vel!
ECCO - Ölgerðin - Unbroken - Lindin
Published 05/15/24
Fjölmiðlamaðurinn Jakob Bjarnar er nýjasti gestur okkar í Seinni níu. Jakob er kylfingur með um 16,6 í forgjöf og er virkur þátttakandi í golfíþróttinni á Íslandi.
Meðal umræðuefna eru:
- Íslenskar golflýsingar
- Bakmeiðsli
- Glæpsamlega gott golfmót á Spáni
- Kátir piltar
- Sóli Hólm sem Jakob Bjarnar
ECCO - Unbroken - Lindin
Published 05/14/24
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er gestur Seinni níu þessa vikuna. Þorgerður er kylfingur með um 11 í forgjöf og fór holu í höggi árið 2014.
Við tókum mjög skemmtilegt spjall um golfið, smá um pólitík og svo var powerrank á topp5 klúbbhúsin á Íslandi.
ECCO - Unbroken - Lindin bílaþvottastöð
Published 05/07/24
Vilhjálmur Birgisson er gestur Seinni níu þessa vikuna. Verkalýðsleiðtogi frá Akranesi sem þolir ekki óréttlæti.
Óttast mest í golfi að sjanka.
Spilar 9 holur á 50 mínútum upp á Skaga eldsnemma á morgnanna.
Kjarabarátta er eins og erfið par5 hola.
Golf er besta lyfið við andlegum kvillum.
ECCO - Unbroken - Lindin
Published 05/01/24
Seinni níu fékk í heimsókn að þessu sinni leikarann Hallgrím Ólafsson eða Halla Melló eins og hann er jafnan kallaður.
Halli Melló er leikari í Þjóðleikhúsinu en einnig kylfingur með um 10 í forgjöf. Hann er stöðugur á drævernum og hefur fengið albatross.
ECCO - Lindin - Unbroken
Published 04/18/24
Uppgjör á sigri Scottie Scheffler á Masters. Logi Bergmann & Jón Júlíus fara yfir stóru sögulínurnar á Masters mótinu í ár. Shawarmahlíð kemur við sögu.
- Er Scottie Scheffler nægilega skemmtilegur?
- Er Tiger búinn?
- Powerrank á helstu ósiðum á golfvellinum
ECCO - Lindin - Unbroken
Published 04/15/24
Fyrsti þáttur af Seinni níu GolfPodcast er kominn í loftið. Logi Bergmann og Jón Júlíus fara yfir allt það helsta í golfinu.
- Farið yfir Masters
- Powerrank
- Viltu kaupa pútter af Silfurdreng?
ECCO - UNBROKEN - LINDIN
Published 04/10/24