Episodes
Í fréttum vikunnar er fjallað um draumórakenndar ráðleggingar fyrrverandi þingmanns til hins svonefnda nýja vinstris (loftslagsmál, femínismi og alþjóðahyggja koma þar við sögu), fjallað er um mótmæli gegn Ísrael vestanhafs, áskoranir kjarnafjölskyldunnar, forsetaframbjóðanda Morgunblaðsins og minnkandi lífslíkur á Íslandi.
Fréttir vikunnar eru í samstarfi við Reykjavík Foto, Þ. Þorgrímsson og Myntkaup.
Published 05/10/24
David D. Friedman er eðlisfræðingur að mennt en hefur lagt stund á lögfræði og hagfræði með áherslu á frjálsa markaði og anarkókapítalískt kerfi. Hans framlag til anarkókapítalískrar hugmyndafræði er þýðingarmikið. Faðir David var Milton Friedman, Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði. Í þessu viðtali fer David yfir siðferði og löggæslu í Íslendingasögunum, sem hann hefur rannsakað sérstaklega út frá hagfræðilegu sjónarhorni, við fjöllum líka um peninga, um opin og lokuð landamæri, um...
Published 05/03/24
Fréttir vikunnar að þessu sinni fjalla um verðlaun Byggðastofnunar fyrir stjórnsýslu á ensku, hörð viðbrögð við að gagnrýna þau verðlaun, innflytjendastefnu Samfylkingarinnar, loftslagsmál, stórhættulegar upplýsingar og skoðanir Prettyboitjokko á hefðbundnum kynjahlutverkum.
Fréttir vikunnar eru í samstarfi við Reykjavík Foto, Myntkaup og Þ. Þorgrímsson.
Published 04/26/24
Farið er yfir „þjóðarhöll“ í fjármálaáætlun og henni att saman við íslenska tungu, Bitcoin-helmingun er tekin fyrir og ummæli bardagakappa um austurríska hagfræði, niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu, Jón Gnarr og Katrín Jakobsdóttir, ráðstefnu National Conservatism í Brussel, Ólympíuleika án lyfjaprófa og loks deilur á milli Drake og Rick Ross.
Fréttir vikunnar eru í samstarfi við Þ. Þorgrímsson, Reykjavík Foto og Myntkaup.
Published 04/19/24
Ríkisstjórn, forseti, ofbeldi Bjarna Benediktssonar, orkuöflun, nýtt kalt stríð og þjóðmenning Íslendinga án þess að menn biðjist afsökunar á henni.
Published 04/12/24
Í fréttum vikunnar að þessu sinni er fjallað um frammistöðu forsetaframbjóðendanna hingað til, gerð athugasemd við ræðuhöld þeirra, farið yfir hugmyndir Viðreisnar um aukna dánaraðstoð, nýja hatursorðræðulöggjöf í Skotlandi, séreignastefnu á undanhaldi og stríðsrekstrarmaskínuna í Bandaríkjunum.
Fréttir vikunnar eru í samstarfi við Reykjavík Foto, Myntkaup og Þ. Þorgrímsson.
Published 04/05/24
Í fréttum vikunnar er fjallað um kynjamál sem nú er kennt í grunnskóla í Reykjavík sem réttlætismál, vikið er að horfnum færslum Felix Bergssonar og ummælum hans um þjóðtunguna, farið er yfir femínískar vopnasendingar, fjármál sveitarfélaga og hægrisveiflu í háskólanum.
Fréttir vikunnar eru í samstarfi við Reykjavík Foto, Þ. Þorgrímsson og Myntkaup.
Published 03/29/24
Það er andi í Kjartani Þórissyni, sem er á meðal fremstu frumkvöðla sinnar kynslóðar í íslensku atvinnulífi. Hann er aðeins tuttugu og átta ára gamall en er framkvæmdastjóri og stofnandi Noona, fyrirtækis með viðskiptavini í yfir tuttugu löndum og samtals vel á fimmta tug starfsmanna.
Í þættinum er farið um afar víðan völl, allt frá umræðum um heimsmál og gervigreind til spádóma um annaðhvort heimsendi eða paradís á jörðu. Hlaðvarpsviðtöl Snorra Mássonar ritstjóra eru unnin í samstarfi við...
Published 03/27/24
Í fréttum vikunnar er gagnrýni sósíalistaforingja svarað, farið er yfir kaup Landsbankans á Tryggingarmiðstöðinni, farið er í saumana á breyttum viðhorfum í samfélaginu til kynjafræði sem fræðigreinar (Karlmennskan að leggja upp laupana) og svo er rætt um jafnréttishugsjónina í skólakerfinu, ásamt nýstárlegri lausn Breta við leikskólavandanum.
Fréttir vikunnar eru í samstarfi við Reykjavík Foto, Þ. Þorgrímsson og Myntkaup.
Published 03/22/24
Í fréttum vikunnar er fjallað um þá útbreiddu afstöðu að eðlilegt sé að gefast einfaldlega upp fyrir hruninni fæðingartíðni í landinu (og að það sé „hægripopúlismi“ að gera það ekki), svo er rætt um þá reglulegu stækkun ríkisvalds sem fylgir hverjum kjarasamningi sem gerður er á almennum vinnumarkaði, epískt nýtt vélmenni sem gæti breytt heiminum, nýtt skilti Reykjavíkurborgar í Breiðholti, TikTok-bann í Bandaríkjunum og sitthvað fleira.
Fréttir vikunnar eru í samstarfi við Reykjavík Foto,...
Published 03/15/24
Í fréttum vikunnar er fjallað um stríðshauka tilneydda í forsetaframboð, stöðu Íslands ef Bandaríkin glata áhrifum sínum, „hatursatkvæði“ Í Eurovision, rasisma á íslenskum samfélagsmiðlum og nýja skýrslu upp úr gögnum sem lekið var frá alþjóðlegum transmeðferðarsamtökum.
Fréttir vikunnar eru í samstarfi við Reykjavík Foto, Þ. Þorgrímsson og Myntkaup.
Published 03/08/24
Grein á www.ritstjori.is: „Upphafið að endalokunum“ var fyrirsögn Viðskiptablaðsins um stöðu Bitcoin fyrir tæpu ári. Staðan núna: Bitcoin hefur aldrei í sögunni verið verðmætara gagnvart krónu.
Published 03/04/24
Í fréttum vikunnar er farið yfir nauðsyn þess að koma ríkisfjármálunum í lag, farið er yfir rafmyntir og vantraust í garð Seðlabankans, styttingu framhaldsskólanna, skaðsemi nikótínpúða, skattahækkanir Sjálfstæðisflokksins og svo misheppnaðar tilraunir þess sama flokks til að „leggja niður jafnlaunavottun.“
Fréttir vikunnar eru í samstarfi við Reykjavík Foto, Þ. Þorgrímsson, Hringdu og Myntkaup.
Published 03/01/24
Það er bitastæð svört pilla að hætta að treysta Google. Grein af ritstjóri.is.
Published 02/26/24
Í fréttum vikunnar er farið yfir tvískinnung manna í afstöðu til Rússa og Bandaríkjamanna þegar kemur að ofsóknum stjórnarandstæðinga, farið er yfir kostnað í hugsanalögregluátaki forsætisráðherra, heildarsýn ríkisstjórnar í útlendingamálum er skoðuð og vöngum velt yfir glóbalískri frjálslyndri verkalýðshreyfingu og loks lýsir ritstjórinn yfir áhyggjum af endurskrifun sögunnar á vegum Google.
Fréttir vikunnar eru í samstarfi við Reykjavík Foto, Þ. Þorgrímsson, Hringdu og Myntkaup.
Published 02/23/24
Í fréttum vikunnar er farið yfir „taktlaust“ grínmyndband frá Ungum sjálfstæðismönnum, viðbrögð við stefnubreytingu Samfylkingarinnar í flóttamannamálum, hinseginvottun og „fjölbreytileikavegferð“ Ölgerðarinnar, leikskólamál í Reykjavík, árangur Kanye West þrátt fyrir allt og allt og sitthvað fleira.
Fréttir vikunnar eru í samstarfi við Reykjavík Foto, Þ. Þorgrímsson, Hringdu og Myntkaup.
Published 02/16/24
Einar Þorsteinsson borgarstjóri sækir í sig veðrið eftir embættistöku og skaut föstum skotum á utanríkisráðherra á Viðskiptaþingi... Hljóðbrot af Viðskiptaþingi.
Meira um málið á www.ritstjori.is.
Published 02/13/24
Í fréttum vikunnar er farið yfir nýtt rétthugsunarátak forsætisráðuneytisins, endurkjör forseta El Salvador, kostnað skattgreiðenda við fyrirspurnafár, bólusetningar gegn mislingum og margt fleira sérlega forvitnilegt.
Fréttir vikunnar eru í samstarfi við Reykjavík Foto, Þ. Þorgrímsson, Hringdu og Myntkaup.
Published 02/09/24
Varðhundar klassískrar menntunar hafa alltaf áhyggjur þegar þeir lesa slíkar fyrirsagnir. Hér má þó halda því fram að málið sé ekki endilega grafalvarlegt, þótt sporin hræði... (lat. vestigia terrent!)
Published 02/05/24
Í fréttum vikunnar er fjallað um bændamótmæli, vanþakkláta þingmenn í nýju húsnæði, pólitíska gjá á milli ungra karla og ungra kvenna, kúgunartilburði í Evrópusambandinu og loks líkurnar á að loftslagsprestar taki yfir biskupsembættið.
Fréttir vikunnar eru í samstarfi við Reykjavík Foto, Þ. Þorgrímsson og Hringdu.
Published 02/02/24
„Jafnrétti“ lætur engan ósnortinn.
Grein af www.ritstjori.is
Published 02/01/24
Er vegan trúleysingjapírati virkilega trúlaus – eða getur verið að hann sé raunar margfalt trúaðri en andlausi „kristni“ meðaljóninn í næsta raðhúsi?
Grein í heild sinni á www.ritstjori.is.
Published 01/31/24
Í fréttum vikunnar er farið yfir flóttamannamál, ákvörðun RÚV um mögulega þátttöku í Eurovision, landamæri í nýjum skilningi Samfylkingarinnar, Grindavík og Vestmannaeyjar og svo fræga Photoshop-mynd frá því í vikunni.
Samstarfsaðilar ritstjórans í fréttum vikunnar eru Reykjavík Foto, Þ. Þorgrímsson og Hringdu.
Published 01/26/24
Fæstir spyrja sig þessarar spurningar áður en þeir stinga niður penna, en freistast þó til að klaga í lögguna þegar önnur úrræði þrjóta.
Grein: www.ritstjori.is
Published 01/23/24
Okkur leyfist sem betur fer að tjá okkur um útlendingamál, en það er grátlegt að formaður Sjálfstæðisflokksins reyni að saka „þingið“ um að bregðast.
Grein á vef ritstjórans: https://www.ritstjori.is/p/bjarni-sjalfur-hefur-brugist
Published 01/22/24