Episodes
Lady Gaga hefur átt alveg magnaðan feril, ekki bara sem tónlistarkona og trendsetter heldur líka sem leikkona. Hún fór frá því að vinna sem gogo dansari á sveittum rokk klúbbum í New York yfir í að verða ein áhrifamesta tónlistarkona seinustu 15 ára og syngja bæði danstónlist, ofurballöður og jazz og gera það allt frábærlega vel.
Published 11/29/23
Glaðværð og litadýrð einkenndi auglýsingamyndir hinnar finnsku Claire Aho sem myndaði Marimekko fatnað við fæðingu þess fræga vörumerkis.  Claire fæddist inn í bransann og var ekki há í loftinu þegar hún fékk að fara með pabba sínum og frænda í kvikmyndaleiðangra til Lapplands. Seinna varð hún hluti af hinu þekkta kvikmyndafyrirtæki fjölskyldunnar, Aho&Soldan og varð svo fræg fyrir að vera  eina konan sem kvikmyndaði Ólympíuleikana í Finnlandi árið 1952.  Hún var þrælsnjöll kona með...
Published 11/22/23
Katy Perry átti frekar óhefðbundið uppeldi þar sem báðir foreldrar hennar voru ofsatrúaðir predikarar. Hún feta þó ekki í fótspor þeirra heldur eltir tónlistardraumana þó það gangi mjög brösuglega til að byrja með og hefðu einhverjir örugglega bara gefist upp og farið heim. Og þolinmæðin borgaði sig því á endanum fær hún bæði konungsríkið og prinsinn sjálfan
Published 11/15/23
Sem barn lærði hún að nöfnin á öllum stjörnunum og átti froska og slöngur sem gæludýr. Þegar hún fullorðnast sást hún gjarnan utan á háhýsum stórborga með myndavélina með sér.   Þetta var hin bandaríska Margaret Bourke-White sem varð stríðsfréttaljósmyndari í seinni heimstyrjöldinni og vann fyrir tímaritin „Fortune“  og „Life“. Hún varð heimsfræg fyrir bæði frábærar myndir og einstakt hugrekki og heppni.
Published 11/08/23
Dolly Parton er goðsögn í lifanda lífi.  Hún braust ung úr sárri fátækt í Tennessee og varð ekki bara ein af ríkustu konum Hollywood á tímabili heldur stórstjarna í heimi tónlistar og gríðarlega afkastamikill lagahöfundur. Og þrátt fyrir að vera orðin rúmlega sjötug þá lætur hún engan bilbug á sér finna og hennar 49. sólóplata er væntanleg næuna í þessum mánuði þar sem fjöldinn allur af heimsþekktum tónlistarmönnum er þess heiðurs aðnjótandi að fá að syngja eða spila með henni.
Published 11/01/23
Karimeh Abbud fangaði í ljósmyndum sínum Palestínu fyrir seinni heimstyrjöld og samfélagið sem leystist upp í kjölfar Nakba - hörmunganna miklu.  Hún var fyrsti kvenkyns ljósmyndari Palestínu og mögulega fyrsta palestínska konan til að keyra sinn eigin bíl. Í dag eru myndir hennar mikilvæg söguleg heimild um horfinn tíma.
Published 10/25/23
Kim Gordon ætlaði sér aldrei að verða tónlistarkona.  Hún fór í listaháskóla og stefndi á feril í myndlist eða sviðslistum en örlögin höguðu því þannig að fólk sem hún hittir á námsárunum og stuttu eftir það var margt í einhverju tónlistar- og hljómsveitastússi og áður en hún veit af er hún bæði farin að syngja og spila á bassa í mjög framúrstefnulegu rokkbandi.
Published 10/18/23
Ljósmyndararnir Þórdís Erla Ágústsdóttir og Sigríður Marrow unnu saman að því í þrjú sumur að ljósmynda veröld frístundaíbúa í hjólhýsabyggðinni á Laugarvatni.  Lífið þar virðist hverfast um samveru og notalegheit í  sólríku umhverfi með garðálfum og blómum. Þessi paradís er horfin í dag,  því stuttu eftir að verkefninu lauk var öllum hjólhýsaeigindum tilkynnt að byggðin yrði aflögð.  Í Þjóðminjasafni er nú sýning á þessu verki þeirra og fær sýningin að heita „Ef garðálfar gætu talað“ … og...
Published 10/11/23
Diana Ross er búin að eiga sleitulausan feril frá árinu 1959 til dagsins í dag og er hvergi nærri hætt. Hún var aðal rödd  The Supremes, eins vinsælasta söngtríós allra tíma, hún leikur í kvikmyndum og nær að gefa út gríðarlega vinsæla discoplötu þegar disco tímabilinu var eiginlega lokið. Og hún stendur alveg undir því að vera kölluð díva eins og við heyrum í þættinum.
Published 10/04/23
Hún var þrettán ár gömul þegar faðir hennar deyr í sprengjuárás Bandaríkjahers og seinna þetta sama ár, 1945 falla kjarnorkusprengjur á Hiroshima og Nagasaki.  Þegar Toyoko Tokiwa verður seinna ljósmyndari beinir hún linsunni að óvininum, bandarískum hermönnum í rauða hverfinu í Yokohama, heimaborg hennar. Frægastu myndirnar sýna nöturlegar aðstæður vændiskvenna í samskiptum við hermenn og  hún skapar sér frægð með ljósmyndabókinni „Kiken na Adaba“ (Dangerous Poisonous Flowers) sem kom út...
Published 09/27/23
Þó Marie Fredriksson sé þekktust sem annar helmingur dúettsins Roxetta þá er hún líka ein af ástsælustu söngkonum Svíþjóðar þar sem hún gaf út 8 sólóplötur sem allar náðu miklum vinsældum þar í landi. Hún var orðin mjög þekkt tónlistarkona í heimalandinu þegar þau Per Gessle stofna Roxette sem fyrir ótrúlega tilviljun slær í gegn í Bandaríkjunum án þess þó plöturnar þeirra, sem á þeim tíma voru tvær hefðu nokkurntíma verið gefnar þar út.
Published 09/20/23
Lynn Goldsmith er töffari frá Detroit borg sem fékk snemma titillinn rock 'n' roll ljósmyndarinn.  Hún hefur myndað allar stjörnur í rokkheiminum frá hippatímanum fram til okkar daga. Grand Funk Railroad hefur strippað fyrir hana, mamma hans Gene Simmons í Kiss hefur rekið út úr sér tunguna í myndavélina hennar og Patti Smith er besta vinkona hennar. Lynn er ótrúlega fjölhæf og sló meira að segja í gegn árið 1983 með plötu sem hún gerði í flippi með vinum sínum.
Published 09/13/23
Þó Taylor Swift sé ekki nema 33 ára gömul þá er hún fyrir löngu orðin ein allra vinsælasta tónlistarkonan í heiminum í dag og þarf að fara alla leið í Bítlana, Elvis, Michael Jackson, Elton John og aðra slíka tónlistarmenn sem eru búnir að gefa út tónlist áratugum samna til að skáka henni í sölutölum. Hún er á listum hjá Time Magazine og Forbes yfir áhrifamestu konur samtímans og New York magazine segir um  hana "the one bending the music industry to her will".
Published 09/06/23
Frægustu ljósmyndir Eve Arnold voru óvenjulegar myndir af leikkonunni Marilyn Monroe.  Eve var líka önnur af tveimur til að verða fyrstu kvenkyns ljósmyndarar Magnum og tók eftirminnilegar myndir af Malcom X þrátt fyrir mikið mótlæti við það verkefni. Hún var þekkt fyrir þolinmæð og ósérhlífni og þessi spræka kona hafnaði ekki spennandi ljósmyndaverkefni fyrr en 84 ára gömul.
Published 08/30/23
Skin, söngkona Skunk Anansie  er fædd og uppalin í Brixton hverfinu í Suður-London en í stað þess að fara út í r&b, hip hop eða reggea tónlist eins og mörgum hefði þótt eðlilegast þá dembir hún sér á kaf í kraftmikið gítarrokk.  En hún hefur líka gert allskonar annað eins og að vera plötusnúður, X-Factor dómari og tísku icon.
Published 08/23/23
Systurnar Luisita og Chela Escarria opnuðu ljósmyndastofu á frægasta breiðstræti Buenos Aires höfuðborgar Argentínu árið 1958.  Næturdrottningar, gamanleikarar, dansarar og tónlistarfólk mætti í myndatöku í stássstofu þeirra systra sem breyttist í stúdíó dag hvern. Myndir þessara samhentu systra hefðu mögulega fallið í gleymsku ef þær hefðu ekki eignast sinn bjargvætt. Nú veit öll Argentína af tilvist þeirra og við dreifum gleðinni í þessum þætti.
Published 08/16/23
Þegar við hugsum um soul tónlist dettur eflaust flestum okkar Aretha Franklin í hug enda hafði hún mjög verðskuldað titilinn The Queen of Soul. Hún átti feril sem spannaði næstum 70 ár og gaf út 39 sólóplötur. Hún fékk 18 sinnum Grammy verðlaun og var fyrsta konan til að vera vígð inn í Rock´n´roll hall of fame. Rolling Stone kallaði hana stórkostlegustu söngkonu sinnar kynslóðar og hún fékk sérstök heiðursverðlaun Pulitzer Prize fyrir framlag sitt til tónlistar og menningar í Bandaríkjunum
Published 08/09/23
Það má sannarlega kalla franska ljósmyndarann og listamanninn Doru Maar drottningu súríalistanna. Ljósmyndir hennar voru eins og úr annarri veröld, hönd skríður úr skel, skrímsli situr á bæn og mannslíkamar taka á sig dýrslega mynd.  Þessi dulúðlega kona var ein örfárra kvenna í innsta hring súríalsita í París á millistríðsárunum.  Stjarna hennar skein skært sem listljósmyndari þegar hún tók þá örlagaríka ákvörðun að þræða líf sitt saman við listamanninn Picasso. Verk hennar eru í dag hluti...
Published 08/02/23
Í þessum lauflétta þætti rennum við í gegn um nokkra sumarsmelli sem eru ómissandi á sumarplaylistann. Hvort sem fólk er að grilla, skella sér í roadtrip, stússast í garðinum eða bara súpa freyðivín á svölunum hjá sér í þeim landshlutum þar sem sést til sólar þá gerir tónlist réttu stemminguna.
Published 06/28/23
Patti Smith ætlaði sér aldrei að verða tónlistarkona. Hún var ljóðskáld og hafði fengið gefnar út nokkrar ljóðabækur og ætlaði bara að halda áfram á þeirri braut. En svo þegar Sam Shepard vinur hennar stakk upp á því að hún væri með undirspil við ljóðaupplesturinn þá breyttist það allt. Það eru engar íkjur að segja að hún sé goðsögn í lifanda lífi þrátt fyrir að hafa tekið sér langar pásur til að sinna kallinum og börnunum. Linda heldur því fram að ég sé bitur yfir því að hann hafi látið hana...
Published 06/21/23
Hou Bo var munaðarlaus sveitastelpa í Kína sem lærði ljósmyndun af japönskum stríðsföngum og reis til metorða sem einn mikilvægasti ljósmyndari í hirð Mao Zedong leiðtoga Kína.  Ljósmyndir hennar sýndu gríðarlega glansmynd af leiðtoganum meðan þjóðin dó úr hungri. Hún var harður kommúnisti og mikill aðdáandi Maós þrátt fyrir að lenda sjálf í þrælkunarbúðum í Menningarbyltingunni.
Published 06/14/23
Hún elst upp hjá einstæðri móður í hinu alræmda Hells Kitchen hverfi í New York þar sem vændiskonur voru á hverju götuhorni og glæpir og ofbeldi daglegt brauð. Hún eyðir löngum stundum við píanóið þar sem Chopin og Nina Simone eru í miklu uppáhaldi og það skilaði sér í því að hún var komin með plötusamning fyrir tvítugt. Hún kemst líka að því að það borgar sig að þekkja Opruh Winfrey og svo kemur hún fyrir í taxta lags hjá einum frægasta og áhrifamesta tónlistarmanni samtímans án þess þó að...
Published 06/07/23
Gáskafull erótík og geislandi kabarettandrúm er einkennandi fyrir tískuljósmyndir þessarar konu. Ellen von Unwerths er frá Þýskalandi og sló í geng með sexý gallabuxnamyndum af Claudiu Schiffer á níunda áratuginum. Sirkus, karnival, ofurfyrirsætur og poppdívur var veröld Ellenar og henni finnst ekkert skemmtilegra en að lokka fyrirsætur og frægt fólk úr fötunum fyrir framan myndavélina.
Published 05/31/23
Alanis Morissette fór frá því að vera gleymd unglingastjarna frá Kanada í það að verða frægasta, reiða kona heimsins.  Hún talaði beint til milljóna ungra kvenna á plötunni sinni Jagged little pill sem fundu sjálfar sig í textunum hennar og hún varð súperstjarna aðeins 21 árs gömul.
Published 05/24/23
Bóndakonur með skóflur og reistan hnefa, byltingakonur með riffla eða keyrandi traktor, reykspúandi verksmiðjur, risastórir akrar, múgurinn og leiðtoginn. Áróðursveggspjöldin sem hin rússneska  Valentina Kulagina skapaði voru fullar af slíkum ljósmyndum. Maðurinn hennar Gustav Klutsis var stjarna í þessu fagi og fyrir þessi kommúnísku hjón átti lífið í Sovétríkjunum, hinu nýja ríki jafnræðis að vera dans á rósum. En í staðin var það stöðug barátta við ritskoðun og tortryggni undir ægivaldi...
Published 05/17/23