Haukur Hauksson, fréttaritari Útvarps Sögu er nýkominn frá Donbass í Úkraínu
Listen now
Description
Haukur Hauksson, fréttaritari útvarps Sögu er nýkominn frá Donbass, þar sem stríð hefur nú geisað í næstum því tvö ár á milli rússneskra aðskilnaðarsinna og úkraínska stjórnarhersins. Pétur Gunnlaugsson ræddi við Hauk um ferðina og annað í þættinum Heimsmálin. Meðal annars kom fram að það sé nánast útilokað að Vladimir Pútín forseti Rússlands vilji ræða við Joe Biden forseta Bandaríkjanna og Olaf Scholtz kanslara Þýskalands um frið í Úkraínu og því eru áætlanir kanslarans og Biden um að vilja binda enda á stríðið í Úkraínu andvana fæddar.  Haukur segir það að sú staðreynd að Vesturlönd og Bandaríkin hafi vopnað Úkraínu gera það að verkum að þau lönd hafi í raun útilokað sig frá því að geta komið að því að reyna að miðla málum og koma á friði í Úkraínu og ekki bæti úr skák að Zelensky forseti Úkraínu hafi sjálfur látið setja lög í Úkraínu sem bannað að rætt sé við Rússa um vopnahlé eða frið. Staðan sé alls ekki góð fyrir Úkraínu enda hafi þeim fækkað mjög sem séu tilbúnir til þess að styðja áframhaldandi stríðsrekstur Úkraínumanna með vopnasendingum því ekki sé sýnilegur árangur af þeim vopnasendingum. Staðan er því sú að gagnsókn Úkraínumanna hefur mistekist. Það hefur einnig mistekist að hrekja her Rússa til baka eins og ráðamenn þeirra landa sem stunduðu vopnasendingar héldu fram að vop þeirra gætu komið til leiðar. Hefði átt að semja útaf NATO í upphafi Haukur segir að ráðamenn í Bandaríkjunum og á Vesturlöndum hefðu mátt vita að slíkar áætlanir myndu ekki heppnast enda sé her Rússa mun stærri en her Úkraínumanna auk þess sem þjóðin sjálf sé margfalt fjölmennari og því hafi staðan í raun alveg vonlaus fyrir Úkraínu frá upphafi. Í stað þess að semja við Rússa í upphafi vegna kröfu þeirra um að NATO myndi ekki breiða sig út lengra í austur sé staðan nú orðin mun erfiðari og flóknari en hún hefði þurft að verða. Enn sé pattstaða í stríðinu og enn séu herir beggja landa í skotgrafarhernaði.
More Episodes
Heimsmálin: Haukur Hauksson fréttamaður og Bjarni Hauksson þjóðfélagsrýnir ræða um nýjust atburði á erlendum vettvangi. Kosningum til Evrópuþingsins lauk í gær og úrslitin sýna að það verður talsverð breyting á Evrópuþinginu. Hægri flokkar unnu stórsigur í mörgum löndum og fleiri mál rædd. Macron...
Published 06/10/24
Published 06/10/24