Episodes
Illugi Jökulsson minnist þess að fyrir rúmum hundrað árum síðan voru manndráp fyrri heimsstyrjaldar komin í fullan gang.
Published 10/18/22
Illugi Jökulsson hafði á táningsaldri mikinn áhuga á sjóorrustum og las af áfergju um þær stærstu þeirra. Löngu seinna komst hann að því að lítt þekkt orrusta skipti kannski meira máli en þær flestar.
Published 10/07/22
Illugi Jökulsson býr hér til sögu um það sem hefði getað gerst ef vísindamenn á tímum Rómaveldis hefðu fylgt eftir uppfinningu sem búið var að gera– en enginn vissi til hvers átti að nota.
Published 10/04/22
Illugi Jökulsson heldur áfram að rekja sögu Herúla og þeirrar kenningar að þessi dularfulla þjóð hafi endað hér uppi á Íslandi.
Published 09/27/22
Illugi Jökulsson var spurður í Bónus einu sinni, og síðan á Facebook, hvenær hann ætlaði að skrifa um Herúlakenninguna. Ekki seinna en núna!
Published 09/23/22
Illugi Jökulsson furðar sig á því að venjulegur embættismaður í Rómaveldi hinu forna skuli lentur í trúarjátningu okkar. Og reynir að sjá fyrir sér íslenskan embættismann í sömu stöðu.
Published 09/20/22
Illugi Jökulsson velti því fyrir sér af hverju höfuðborg Íslands skyldi endilega rísa á sama stað og fyrsti landnámsmaðurinn byggði sinn bæ. En komst svo að því að spurningin var á misskilningi byggð.
Published 09/16/22
Illugi Jökulsson segir frá afdrifaríkri loftárás á þýska orrustuskipið Tirpitz sem metsöluhöfundurinn Alistair MacLean tók þátt í. MacLean var á sínum tíma einn vinsælasti spennusagnahöfundur í heimi og alltént hér á Íslandi.
Published 09/13/22
Illugi Jökulsson rekur hér eitt af sárafáum dæmum sem sagan kann að greina frá um að öflugir leiðtogar óttist ekki að velja öfluga eftirmenn, ólíkt til dæmis Alex Ferguson!
Published 09/09/22
Illugi Jökulsson reynir ekki einu sinni að draga fjöður yfir hvað honum finnst Úkraínumálið núna svipað haustinu 1938 þegar Adolf Hitler þóttist þurfa að „vernda“ þýska íbúa Súdetalanda.
Published 09/06/22
Illugi Jökulsson rifjar upp vel þekktan atburð frá árinu 1920, en þá var framtíð Tyrklands mjög óráðin eftir fyrri heimsstyrjöldina. Það munaði furðulega litlu að þetta stóra land yrði limað alveg sundur.
Published 09/02/22
Illugi Jökulsson segir gamla sögu um líklega fyrstu alþýðubyltingu sem gerð hefur verið í veröldinni.
Published 08/30/22
Illugi Jökulsson lítur svo á að hann hafi sloppið naumlega við að verða því hugarfari Íslendingasagnanna að bráð, sem heltók Snæbjörn í Hergilsey og allt hans fólk.
Published 08/26/22
Illugi Jökulsson "hélt alltaf" með Karþagómönnum í styrjöldum þeirra við Rómverja, þótt stuðningurinn hafi komið meira en 2.000 árum of seint. Og hann hefur alltaf fussað yfir áróðri Rómverja um grimmilegar mannfórnir fjenda þeirra.
Published 08/23/22
Illugi Jökulsson fór að skoða hverjir væru fyrirmyndirnar að uppáhaldspersónu hans í uppáhaldsskáldsögu hans, Hundrað ára einsemd eftir García Márquez.
Published 08/19/22
Ill­ugi Jök­uls­son hef­ur í und­an­förn­um flækj­u­sög­um ver­ið að kanna hvað hæft sér í þeirri þjóð­sögu, sem Rúss­ar og stuðn­ings­menn þeirra halda gjarn­an fram, að Rúss­ar hafi sí­fellt og ein­lægt mátt þola grimm­ar inn­rás­ir úr vestri og Vest­ur­lönd hafi alltaf vilj­að þeim illt.
Published 06/03/22
Í síðasta þætti hóf Illugi Jökulsson að kanna styrjaldarsögu Rússlands til að vita hvað sé hæft í þeirri trú margra Rússa að land þeirra hafi sífellt sætt grimmum árásum frá erlendum ríkjum, ekki síst Vesturlöndum. Því sé eðlilegt að þeir fái að hafa Úkraínu sem „stuðpúða“ gegn hinni miskunnarlausu ásælni vestrænna stórvelda. Í síðasta þætti höfðu ekki fundist slík dæmi, því oftar en ekki voru það Rússar sem sóttu fram en vörðust ei. En í frásögninni var komið fram á 19. öld.
Published 05/27/22
Stuðningsmenn Rússa halda því gjarnan fram að eðlilegt sé að Rússar vilji hafa „stuðpúða“ í vestri — það er að segja Úkraínu — því svo margoft hafi rússneska ríkið og rússneska þjóðin verið nánast á heljarþröm eftir grimmar innrásir úr vestri.
Published 05/20/22
Illugi Jökulsson játar fúslega að hafa sérkennilegt gaman af herskipum og hefur jafnvel sést lesa um sjóorrustur sér til skemmtunar. En hér fagnar hann því að ekki varð af einum slíkum slag.
Published 04/22/22
Það hefði sennilega orðið niðurstaðan ef Neville Chamberlain hefði ekki látið Hitler blekkja sig upp úr skónum í München. Og heimurinn hefði orðið óþekkjanlegur.
Published 04/15/22
Illugi Jökulsson rifjar hér upp dramatíska ævi ungversks fræðimanns af Gyðingaættum, sem dýpkaði mjög skilning okkar á Jesú frá Nasaret.
Published 04/08/22
Barbara F. Walter er sér­fræð­ing­ur í að­drag­anda borg­ara­stríð­anna í fyrr­um Júgó­slav­íu. Hún kveðst sjá flest merki þess sem þá gerð­ist nú að verki í Banda­ríkj­un­um.
Published 04/01/22
Ill­ugi Jök­uls­son held­ur áfram að rekja hina lit­ríku sögu Úkraínu. Þeg­ar hér er kom­ið sögu hef­ur Úkraína (oft­ast) ver­ið máls­met­andi ríki í þús­und­ir ára, en Rúss­land er enn ekki orð­ið til.
Published 03/28/22