#16- Grétar Þór Eyþórsson
Listen now
Description
Út á rúmsjó um borð í einum flottasta togara íslenska skipaflotans, Sigurði VE nýtur lífsins Bikaróður Eyjamaður. Hornamaður sem spilaði allan sinn feril með bandalaginu, fann lykt af titlum og safnaði þeim að sér í massavís. Upplifði hæðir og lægðir með ÍBV og tók stóra slagi sem formaður deildarinnar eftir að ferlinum lauk. Einstaklega skemmtilegar sögur frá þessum mikla meistara, fyrirgefðu ferðin til Kanarí, Aron Pálmarsson og Duranona til Eyja og margt margt fleira... Bikaróður Eyjamaður, alltaf hress og alltaf glaður... Grétar Þór Eyþórsson Í BOÐI NETGÍRÓ og RAG umboðsins á Íslandi rag.is
More Episodes
Published 11/23/22
Hreinræktaður Eyjamaður í húð og hár! Hann blæðir fyrir bandalagið og vill hvergi annarstaðar vera en á Eyjunni fögru. Hann spilaði allan sinn feril með ÍBV fyrir utan eitt tímabil og steig ölduna með félaginu sínu í miklum brotsjó þegar stóð jafnvel til að leggja handboltadeildina niður. Hann er...
Published 11/15/22
Einn sá allra skemmtilegasti, vinsælasti og einn sá allra skotfastasti leikmaður sem við Íslendingar höfum átt. Þróttari eins og þeir gerast bestir og fór m.a. með þeim í undanúrslit í evrópukeppni. Goðsögn á Selfossi og kallaður Kóngurinn í Lemgo. Sannkallaður gleðigjafi innan og utan vallar og...
Published 10/24/22