Episodes
Published 02/17/24
Published 02/17/24
Í þessum síðasta þætti ársins 2023 horfa Heimskviður til framtíðar, nánar tiltekið til ársins 2024 sem er handan við hornið. Við förum yfir sviðið með góðkunningjum þáttarins, Birni Malmquist, Dagnýju Huldu Erlendsdóttur, Hallgrími Indriðasyni, Oddi Þórðarsyni og Ólöfu Ragnarsdóttur og skoðum flestar heimsálfurnar. Hvernig þróast átökin sem geisa í heiminum og hvaða áhrif hafa þau utan átakasvæða? Hvað verður efst á baugi á Norðurlöndunum og í Afríku? Verður tekist á um þátttöku Ísrael í...
Published 12/16/23
Heimskviður hefja leika í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, í Dubai þar sem COP28 stendur nú sem hæst. Og hún á að verða ráðstefna aðgerða, svo að þau markmið sem sett hafa verið í loftslagsmálum síðustu ár náist. En er það yfir höfuð hægt? Erum við ef til vill orðin of sein að grípa í taumana? Þau sem eru við samningaborðið í Dubai telja að svo sé ekki. Og eru reyndar mörg hver á því að lokasamþykktin gæti orðið söguleg, takist að koma inn ákvæði um framtíð jarðefnaeldsneytis - olíu og gass....
Published 12/09/23
Heimskviður hefja leika í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, í Dubai þar sem COP28 stendur nú sem hæst. Og hún á að verða ráðstefna aðgerða, svo að þau markmið sem sett hafa verið í loftslagsmálum síðustu ár náist. En er það yfir höfuð hægt? Erum við ef til vill orðin of sein að grípa í taumana? Þau sem eru við samningaborðið í Dubai telja að svo sé ekki. Og eru reyndar mörg hver á því að lokasamþykktin gæti orðið söguleg, takist að koma inn ákvæði um framtíð jarðefnaeldsneytis - olíu og gass....
Published 12/09/23
Ein helsta sérstaða fríríkisins Kristjaníu í Kaupmannahöfn er gatan Pusherstræti, þar sem lengi fór fram sala á hassi fyrir opnum tjöldum án verulegra afskipta yfirvalda. Undanfarin ár hafa yfirvöld haft sífellt meiri afskipti af Pusherstræti og nú bendir allt til þess að þessi kannbissala hætti alfarið. Hallgrímur Indriðason skoðar hvað skýrir þessa breytingu og hvaða áhrif hún hefur á þróun og tilvist fríríkisins. Eins og staðan er núna er líklegast að tvö afar kunnugleg nöfn standi á...
Published 12/02/23
Svíar vonast til að glæpahrina haustsins sé á enda. Dregið hefur úr skot- og sprengjuárásum nærri sænsku höfuðborginni frá því mest var í september og október. Aðferðir glæpagengjanna sænsku og árásir eru óvenju hrottalegar. Börn og ungmenni eru fengin til að fremja voðaverkin og æðstu kónarnir hundelta hver annan um alla Evrópu eins og í mafíumyndum eða glæpasögum frá Hollywood. Sænsk yfirvöld eiga erfitt með að bregðast við og stjórnmálamenn að koma sér saman um leiðir. En hvers vegna er...
Published 11/25/23
Stjórnarkreppan sem hefur verið á Spáni síðan í júlí leystist á fimmtudaginn þegar 179 þingmenn á spænska þinginu greiddu atkvæði með tillögu Pedros Sanchez, leiðtoga sósíalista, um meirihlutastjórn. Sanchez er þannig búinn að púsla saman átta flokka meirihluta og verður áfram forsætisráðherra Spánar - eftir umdeilt samkomulag við flokka aðskilnaðarsinna í Katalóníu. Það samkomulag snýst meðal annars um sakaruppgjöf fyrir þrjú til fjögur hundruð manns sem komu að atkvæðagreiðslu um sjálfstæði...
Published 11/18/23
Published 11/11/23
Fyrir fáeinum dögum loguðu fjölmiðlar á Spáni, vegna skýrslu sem leiddi í ljós umfang kynferðisbrota kaþólsku kirkjunnar þar í landi. Þolendur kirkjunnar manna frá því um miðbik síðustu aldra skipta hundruðum þúsunda. Kaþólska kirkjan hefur um áratugaskeið varist ásökunum um að hafa leyft ofbeldinu að þrífast innan veggja hennar, jafnvel þótt stöðugt væri kvartað. Hagur gerendanna, var nær alltaf tekinn framfyrir hag þolenda. Það er ljóst af þessari skýrslu og fleiri slíkum sem gefnar hafa...
Published 11/11/23
Sama hvort fylgst er með fréttum af menningu, viðskiptum eða öðru, nafn Taylor Swift kemur mjög víða við. Heimskviður gera hér tilraun til að kortleggja þessar um margt ótrúlegu fréttir af velgengni hennar og vinsældum. Það duga ekkert minna en þrír viðmælendur til að hjálpa til við að meta áhrif og stöðu stórstjörnunnar. Sérfræðingarnir í líkja henni við Lionel Messi eða við rúllandi snjóbolta sem sífellt hleður utan á sig. Segja hana venjulega stelpu sem mörg geti samsvarað sér við, stelpu...
Published 11/04/23
Kína er að verða öflugasta heimsveldið og átök þeirra við Bandaríkin um völd eiga sér margar birtingarmyndir, stríðsátökin á Gaza og spennan þar í kring gæti hæglega verið ein þeirra. Margir óttast líka sókn Kínverja á Norðurslóðum, sérstaklega Bandaríkjamenn. Við ræðum þær ógnir við Lisu Murkowski, öldungadeildarþingmann frá Alaska, og skoðum fleiri birtingarmyndir átaka Bandaríkjanna og Kína með Hilmari Hilmarssyni, prófessor við háskólann á Akureyri. Og hvort það sé ástæða til að óttast...
Published 10/28/23
Kína er að verða öflugasta heimsveldið og átök þeirra við Bandaríkin um völd eiga sér margar birtingarmyndir, stríðsátökin á Gaza og spennan þar í kring gæti hæglega verið ein þeirra. Margir óttast líka sókn Kínverja á Norðurslóðum, sérstaklega Bandaríkjamenn. Við ræðum þær ógnir við Lisu Murkowski, öldungadeildarþingmann frá Alaska, og skoðum fleiri birtingarmyndir átaka Bandaríkjanna og Kína með Hilmari Hilmarssyni, prófessor við háskólann á Akureyri. Og hvort það sé ástæða til að óttast...
Published 10/28/23