Episodes
Sigríður Þóra stýrir þættinum og spyr hún Andreu og Þorleif út í daglegu raunir í lífi og starfi. Þau ræða næsta verkefni Kviknar í seinni hluta þáttarins og því spennandi hlustun fyrir Kviknar áhugafólk.
Published 10/29/20
Sigga Dögg og Andrea ræða um allt sem viðkemur píkunni í kringum barneignarferlið. Þátturinn er styrktur af Florealis.
Published 10/07/20
Karitas Harpa Davíðsdóttir og Andrea Eyland ræða lífið með börn, að missa vinnuna í fæðingarorlofinu, sambandið, áfallaúrvinnslu og blæðingar. Gott mix og vert að hlusta.
Published 09/30/20
TW þessi þáttur fjallar um áhrif kynferðisofbeldis á barneignir. Við fáum að heyra sögu Guðlaugar Marínar og ræðum við Hafdísi ljósmóður um áhrif þess að vera þolandi í fæðingu. Þáttastjórnandi hlaðvarpsins Kviknar er Andrea Eyland.
Published 09/16/20
Nýjasti þáttur hlaðvarpsins Kviknar með Andreu Eyland.
Published 09/01/20
Andrea og Salka Sól halda áfram þar sem frá var horfið og ræða nú um fæðinguna og Raunina með barn. Þátturinn er í boði Barnaloppunnar.
Published 08/12/20
Þessi þáttur er bæði fyndin og fróðlegur. Þríeykið Andrea, Íris Tanja og Arnrún gera létt grín að foreldrahlutverkinu og svo eru mikilvæg mál um jafnrétti og naglalökkun rædd við Steina hjá Karlmennskunni. Þátturinn er í boði HIPP.
Published 06/23/20
Það er svo margt sem gerist þegar barnið er fætt og breytingin á lífinu mikil. Andrea ræðir við Huldu og Elvu Björk mæður og sálfræðinga um fyrstu dagana og breytingar á líkamanum auk Siggu Daggar kynfræðings um nánd með snertingu. Þátturinn er í boði Lyfju.
Published 05/07/20
Í þættinum ræðir Andrea við Hönnu Lilju sérnámslækni um keisarafæðingu.
Published 04/29/20
Í þessum fyrri hluta af þættinum talar Andrea um val á fæðingarstað við Hafdísi ljósmóður og við Hildi Rós um hvernig var að fæða þar barn. Auður hjá Jógasetrinu talar um hvernig sé best að undirbúa sig fyrir fæðinguna og Vignir segir sögu sína og Örn u af því að fæða barn í Björkinni.
Published 04/23/20
Þessi þáttur fjallar um vellíðan á meðgöngu. Andrea spjallar um sínar fimm meðgöngur ásamt því að tala við Auði hjá Jógasetrinu og Vigni hjá Líf kírópraktík. Þátturinn er í boði Angan Skincare.
Published 04/07/20
Extra langur og spennandi þáttur sem er kjörinn til hlustunar í tveimur pörtum nema þú hafir góðan tíma. Fyrst er rætt við Írisi Tönju leikkonu og Hildi Rós kennaranema sem segja frá erfiðri og auðveldri meðgöngu. Í seinni hluta talar Elve Björk sálfræðingur um líkamsímynd og virðingu á meðgöngu og í kjölfarið fræðir Sigga Dögg kynfræðingur okkur um kynlíf á þessu tímabili og mikilvægi sjálfsfróunar. Ég hvet ykkur til að heyra í þeim og þeirra mikilvægu skilaboðum.
Published 03/18/20
Söng- og leikkonan Salka Sól talar af einlægni um erfiðleika sína og Arnars eiginmanns hennar við að geta barn og hvaða áhrif það hafði á hana og sambandið. Umfjöllunarefnið tengist síðasta þætti Kviknar, þar sem meðal annars var fjallað um frjósemi, ófrjósemi og getnað.
Published 03/11/20
Í hlaðvarpinu Kviknar fjallar Andrea Eyland um barneignarferlið frá ýmsum sjónarhornum, fær gesti í hljóðverið sem deila reynslusögum og talar við sérfræðinga.
Published 03/04/20
Í hlaðvarpinu Kviknar fjallar Andrea Eyland um barneignarferlið frá ýmsum sjónarhornum, fær gesti í hljóðverið sem deila reynslusögum og talar við sérfræðinga.
Published 02/20/20