DAGÁLL LÆKNANEMANS // Klínísk rökleiðsla: Hinn mikli medisínski slappleiki
Listen now
Description
"Dagáll læknanemans" er hlaðvarp fyrir læknanema og annað áhugasamt fólk um hvaðeina sem viðkemur klínik og læknisfræði. Stjórnendur eru Sólveig Bjarnadóttir og Teitur Ari Theodórsson. Í þessum þætti leiða þær Berglind Bergmann sérnámslæknir í lyflækningum og Hildur Jónsdóttir sérfræðingur í almennum lyflækningum hlustendur gegnum tilfelli með klínískri rökleiðslu (e. clinical reasoning). Berglind kynnir tilfelli í nokkrum bútum og eftir hvern bút eru umræður. Sólveig, Teitur og Hildur eru blinduð á tilfellið og hjálpast að við að leysa það í rauntíma. Hlustandi getur þannig tekið þátt og spreytt sig á tilfellinu. Áhersla er lögð á að hugsa vítt, koma með mismunagreiningar og læra af ferlinu. Hvað leiðir okkur í rétta átt og hvað villir sýn? Rétt greining er afhjúpuð í lok þáttarins. Þátturinn er sá fyrsti í syrpu af klínískri rökleiðslu. Þess má geta að þátturinn byggir á raunverulegu tilfelli. Upplýsingum hefur verið breytt til að gera þær ópersónugreinanlegar og gæta trúnaðar. Fengið var leyfi sjúklings fyrir því að nota tilfellið við gerð þáttarins.
More Episodes
Ljósmæðurnar Stefanía Ósk og Sunna María ræða um ljósmæðratengd málefni líðandi stundar í Legvarpinu. Þátturinn er hluti af syrpunni “Ljósmæður líta um öxl” sem er unnin í samstarfi við Ljósmæðrafélag Íslands, þar sem rætt er við reynslubolta við starfslok. Gestur dagsins er Áslaug Hauksdóttir,...
Published 04/18/24
Published 04/18/24
Ljósmæðurnar Stefanía Ósk og Sunna María ræða um ljósmæðratengd málefni líðandi stundar í Legavarpinu. Þátturinn er hluti af syrpunni “Ljósmæður líta um öxl” sem er unnin í samstarfi við Ljósmæðrafélag Íslands, þar sem rætt er við reynslubolta við starfslok. Gestir dagsins eru hið órjúfanlega...
Published 03/25/24