LEGVARPIÐ - LJÓSMÆÐRALÍF // Anna Rut Sverrisdóttir spjallar við Sunnu Maríu og Stefaníu Ósk
Listen now
Description
"Legvarpið" er sjálfstæð þáttasyrpa ljósmæðra innan Hlaðvarps Landspítala. Stjórnendur syrpunnar eru hjúkrunarfræðingarnir og ljósmæðurnar Sunna María Helgadóttir og Stefanía Ósk Margeirsdóttir. Í þessum fimmta þætti Legvarpsins hjá Hlaðvarpi Landspítala er komið að mjög áhugaverðu spjalli við hina léttu, ljúfu og kátu ljósmóður Önnu Rut Sverrisdóttur. Hún deilir reynslu sinni af ljósmæðrastörfum í Bethlehem og segir ótrúlegar sögur af aðbúnaði palestínskra ljósmæðra og fæðandi kvenna. Anna Rut dregur upp magnaða mynd af ljósmæðralífinu, allt frá ferð sinni til vinnu frá Jerúsalem í gegnum varðstöðvar Ísraelshers, að frumlegum aðferðum við að laga rótsterkt arabískt kaffið sem var ómissandi á kaffistofu ljósmæðranna. Þátturinn hefur yfirskriftina "Ljósmæðralíf" og er einn af nokkrum, sem Legvarpið vinnur í samstarfi við Ljósmæðrafélag Íslands.
More Episodes
Ljósmæðurnar Stefanía Ósk og Sunna María ræða um ljósmæðratengd málefni líðandi stundar í Legvarpinu. Þátturinn er hluti af syrpunni “Ljósmæður líta um öxl” sem er unnin í samstarfi við Ljósmæðrafélag Íslands, þar sem rætt er við reynslubolta við starfslok. Gestur dagsins er Áslaug Hauksdóttir,...
Published 04/18/24
Published 04/18/24
Ljósmæðurnar Stefanía Ósk og Sunna María ræða um ljósmæðratengd málefni líðandi stundar í Legavarpinu. Þátturinn er hluti af syrpunni “Ljósmæður líta um öxl” sem er unnin í samstarfi við Ljósmæðrafélag Íslands, þar sem rætt er við reynslubolta við starfslok. Gestir dagsins eru hið órjúfanlega...
Published 03/25/24