Sóttkví, Píslarsaga Krists og list í opinberu rými.
Listen now
Description
Í Lestarklefanum, föstudaginn 9. apríl kl. 17:03, verður spjallað um sjónvarpsmyndina Sóttkví í leikstjórn Reynis Líndal sem var á dagskrá RÚV um páskana, gestir þáttarins lásu líka píslarsögu Krists eins og hún kemur fyrir í Nýja testamentinu og þeir viðra sig líka í vorinu og skoða list í opinberu rými, velja verk til að rabba út frá. Gestir í Lestarklefanum að þessu sinni eru Ása Helga Hjörleifsdóttir kvikmyndagerðarkona, Harpa Árnadóttir myndlistarkona og útvarpsmaðurinn Ævar Kjartansson. Umsjón Lestarklefans að þessu sinni hefur Guðni Tómasson
More Episodes
Published 12/17/21
Published 12/17/21
Published 12/17/21