Wilco á Íslandi og Tommy Emmanuel í std. 12
Listen now
Description
Bandaríska hljómsveitin Wilco var stödd á íslandi um páskana og spilaði fjórum sinnum á þremur dögum. Þrisvar í eldborg í Hörpu og einu sinni rétt hjá Selfossi. Tónleikagestirnir voru mestmegnis frá útlöndum ? aðdáendur Wilco héðan og þaðan úr heiminum en flestir frá Bandaríkjunum. Rokkland tók þátt í þessu ævintýri af lífi og sál. Við heyrum í Wilco, hluta af þeim 1250 aðdáendum sveitarinnar sem komu til Íslands til að sjá hljómsveitina spila þrjú kvöld í röð í Hörpu. Þetta fólk er frá Oslo, Boston, Alaska, Texas, New York og Reykjavík t.d. Heyrum líka í Ethan Schwartz sem stóð að komu Wilco til Íslands. Svo er það gítarleikarinn Tommy Emmanuel. Hann er staddur á landinu og er með tónleika í Silfurbergi í Hörpu í kvöld og Rás 2 ætlar að taka tónleikana upp. Tommy er einn fremsti gítarleikari Heims, spilar eins og það sé spilað á 2 eða jafnvel 3 gítara í einu. Hann er Ástrali fæddur 1955 og búinn að spila síðan hann var barn. Tónleikarnir í kvöld eru lokahnykkur á Tommy Emmanuel guitar camp, gítar masterclass námskeiði sem 200 gítarleikarar allstaðar að úr heiminum hafa tekið þátt í hér á Íslandu undanfarna daga. Bjössi Thor er að spila með Tommy í kvöld og Bjössi hafði milligöngu um Tommy kæmi í heimsókn í Efstaleitið í stúdíó 12 síðasta fimmtudag og Tommy spilaði og svo spiluðu þeir saman.
More Episodes
Published 05/05/24
Published 04/28/24