Jethro Tull og Willie Nelson
Listen now
Description
Hljómsveitin Jethro Tull er í aðalhlutverki í Rokklandi í dag en Jethro Tull heldur tónleika í Eldborg í Hörpu 4. maí nk ? þrettándu tónleikana sína á Íslandi. Hljómsveitin spilaði fyrst í íþróttahúsinu á Akranesi 1992 og hefur svo spilað í Háskólabíói, Laugardalshöll og Hörpu, en síðast þegar Jethro Tull spilaði á Íslandi var það fyrir jólin 2016 í Hallgrímskirkju tvö kvöld í röð? og þá voru sérstakir gestir Marc Almond, KK, Unnur Birna Björnsdóttir, Gunnar Gunnars organisti, og Egill Ólafs og Guðni Már Hennings sem lásu ljóð sitthvort kvöldið. Jethro Tull var að senda frá sér nýja plötu á föstudaginn: RökFlöte, sem er byggð í kringum Norræna Goðafræði ? Völuspá og Ragnarök. Ég spjallað við Ian Anderson forsprakka Jethro Tull í vikunni um nýju plötuna, ferðalög, Akranes, dauðann, Händel, Morrisey ofl. En mann -og dýravinurinn, kántrísöngvarinn og vandræðagemsinn Willie Nelson kemur líka við sögu. Hann verður nefnilega 90 ára á miðvikudaginn og ætlar að fagna því með tvennum tónleikum í Hollywood Bowl í Los Angeles þar sem vinir hans ætla að syngja og spila með honum, fólk eins og Chris Stapleton, Edie Birckell, Kacey Musgraves, Leon Bridges, Lukas Nelson, Lyle Lovett, Margo Price, Miranda Lambert, Nathaniel Rateliff, Neil Young, Nora Jones, Orville Peck, Rosanne Cash, Sheryl Crow, Snoop Dogg, Sturgill Simpson, The Avett Brothers, The Chicks, The Lumineers, Tom Jones, Warren Haynes, Ziggy Marley og fleiri. Við rifjum upp brot úr viðtali við Willie frá á Glastonbury festival árið 2000 þegar ég og Magnús R. Einarsson heimsóttum Willie í rútuna hans eftir vel heppnaða tónleika á Pýramídasviðinu þar. Nýjasta platan hans Willie, I Don't Know a Thing About Love sem kom út í mars er sólóplata númer 73. Hann var tilnefndur í ár til fernra Gramy-verðlauna fyrir þrjár mismunandi plötur.
More Episodes
Published 05/05/24
Published 04/28/24