Jón Ólafsson 60
Listen now
Description
Gestur Rokklands í dag er Jón Ólafsson sem fagnaði sextugsafmæli sínu með stjörnum prýddum risa-tónleikum í Eldborg um síðustu helgi. Jón á ótrúlegan feril að baki sem alhliða tónlistarmaður, laga og textahöfundur, sem hluti af Nýdönsk, sem hljómsveitarstjóri og upptökustjóri ótal platna með hinum og þessum ? hann gerði síðustu plöturnar með Ragga Bjarna og fyrstu 3 plöturnar með Emiliönu Torrini svo dæmi séu tekin. Hann hefur tekið þátt í ótal söngleikjum og tónleikum og sjónvarpsþáttum sem hljómsveitarstjóri auk þess að hafa gert eigin útvarps og sjónvarpsþætti í 40 ár. Hann hefur samið, útsett, stjórnað, spilað diskó og pönk og gert ambientmúsík með Futuregrapher. Hann stofnaði líka Sálina hans Jóns míns og svo margt margt fleira. Ég og Jón ætlum að spjalla saman í Rokklandi í dag og hlusta á pínulítinn hlut af því sem hann hefur samið eða komið nálægt á löngum og farsælum ferli. Ég held að mörgum gæti þótt þetta skemmtilegt prógramm. Þátturinn er númer 1313 í röðinni. Ætli það þýði eitthvað?
More Episodes
Published 05/05/24
Published 04/28/24