Magnús Þór, JFDR, Selló Stína, Rebekka Blöndal
Listen now
Description
Í Rokklandi dagsins ætla ég að koma við ansi víða og tónlistin sem við heyrum í dag er ansi fjölbreytt. 50?s bíópopp, rafdrifinn rímnakveðskapur, rokkkóramúsík, draumapopp á þjóðlagagrunni og allt mögulegt. Kristín Lárusdóttir segir okkur frá nýju plötunni sinni sem heitir Kría. Þar er selló í aðalhlutverki en líka raf-græjur ýmiskonar og rímnakveðskapur um menn með sverð og morðingja. Rebekka Blöndal ætlar að syngja lög sem Marilyn Monroe söng á sínum tíma á tónleikum á Múlanum í Björtu loftum í Hörpu miðvikudaginn 10. Maí. Við heyrum í Marilyn og Rebekka segir okkur frá. Tónlistarkonan Jófríður Ákadóttir eða JFDR var að senda frá sér sína þriðju sólóplötu - gullfallega plötu sem heitir Museum. Hún er að leggja upp í tónleikaferðalag um Evrópu og heldur svo útgáfutónleika í Fríkirkjunni í Reykjavík 8. Júní. Jófríður er gestur Rokklands í dag. Og svo er það Magnús Þór Sigmundsson sem ég heimsótti í Hveragerði um daginn.
More Episodes
Published 05/05/24
Published 04/28/24