Uppáhalds lög hlustenda Rásar 2 í 40 ár og Kiss
Listen now
Description
Rás 2 varð 40 ára 1. desember 2023. Eitt af því sem Rás 2 gerði í tilefni af afmælinu var að fá hlustendur til að velja uppáhalds lögin sín frá þessum 40 árum. Það voru gerðar nýjar útgáfur af þessum fjórum lögum í RÚV og þær frumfluttar í Popplandi á afmælisdaginn. Við heyrum þær aftur, viðtöl við höfundana og einnig hvað fólkið á götunni hefur að segja um þessi lög sem eru: Fjöllin hafa vakað (EGO), Vegbúi (KK), Murr Murr (Mugison) og París norðursins (Prins Póló). Hulda Geirsdóttir fór með hljóðnema á samkomu þar sem hópur af aðdáendum hljómveitarinnar Kiss fylgdist með í streymi frá lokatónleikum hljómsveitarinnar frá Madison square Garden í New York. Við kveðjum Kiss í Rokklandi.
More Episodes
Published 05/05/24
Published 04/28/24