Episodes
Það er góð upphitun fyrir Skaupið á gamlársdag að horfa á annálin. Ólöf Ragnarsdóttir og Alma Ómarsdóttir hafa umsjón með honum í ár og þær reyna að fara yfir það helsta á sjö mínútum. Umsjón hefur Freyr Gígja Gunnarsson.
Published 12/22/23
Þótt byrjað sé að gjósa þarf samt að hugsa um jólamatinn. Þar eru soðið, kjarnhitamælirinn og tíminn bestu vinir kokksins. Ægir Friðriksson, deildarstjóri matreiðslu við MK, fer yfir bestu trixin í bókinni. Umsjón hefur Freyr Gígja Gunnarsson.
Published 12/20/23
Eldgos hófst á Reykjanesskaga klukkan 22:17 í gærkvöld. Heiðar Örn Sigurfinnsson, Ingunn Lára Kristjánsdóttir, Birgir Þór Harðarson og Hallgrímur Indriðason segja frá. Umsjón hefur Freyr Gígja Gunnarsson.
Published 12/19/23
Eru ekki allir að hugsa um bækur á þessum árstíma? En hvernig er að fjalla um bækur og rithöfunda í jólabókaflóðinu? Jakob Bjarnar Grétarsson, blaðamaður á Vísi, og Sunna Dís Másdóttir, gagnrýnandi í Kiljunni, segja frá. Umsjón hefur Freyr Gígja Gunnarsson.
Published 12/18/23
Er lögreglan á höfuðborgarsvæðinu á leiðinni í ímyndarkrísu eftir fréttir af strippurum og áreitni háttsettra yfirmanna? Kolbeinn Tumi Daðason, fréttastjóri Vísis, og Sigríður Dögg Auðunsdóttir, velta þessu fyrir sér. Umsjón hefur Freyr Gígja Gunnarsson.
Published 12/15/23
Heimsbyggðin hafði áhuga á stríðinu á Gaza, Oppenheimer og Barbie en líka Jeremy Renner. Norðmenn veltu fyrir sér hvað væri Woke, Hamas og gjörunnin matvæli. Svíar vildu vita hvað þeir fengju í orkustyrk og Bretar hvenær næsti Love Island yrði sýndur. Umsjón hefur Freyr Gígja Gunnarsson.
Published 12/13/23
Í dag hefjast réttarhöld í sérstöku morðmáli sem kom upp á Ólafsfirði fyrir meira en ári síðan. Og fjórar konur hafa sakað Sean Combs, betur þekktan sem P Diddy, um gróf kynferðisbrot. Ólöf Erlendsdóttir og Atli Már Steinarsson segja frá. Umsjón hefur Freyr Gígja Gunnarsson.
Published 12/11/23
Hvernig varð Laufey að þessari stjörnu sem hún er orðin? Hversu slæmur staður er Litla Hraun? Ingunn Lára Kristjánsdóttir og Sveinn Andri Sveinsson segja frá. Umsjón hefur Freyr Gígja Gunnarsson.
Published 12/08/23
Hvernig vita þingmenn að jólin eru að koma? Hvað er svona merkilegt við stiklu úr sjöttu útgáfunni af GTA? Höskuldur Kári Schram og Ólafur Þór Jóelsson segja frá. Umsjón hefur Freyr Gígja Gunnarsson.
Published 12/06/23
Kolbrún Benediktsdóttir hefur verið varahéraðssaksóknari í átta ár. Á næsta ári flytur hún hins vegar til Haag og verður saksóknari hjá Eurojust næstu þrjú árin, eitthvað sem hún telur að eigi eftir að breyta miklu í baráttunni gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Umsjón hefur Freyr Gígja Gunnarsson.
Published 12/04/23
Hvað vill Ísland gera á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna? Hvernig líður Eyjamönnum með skemmdu vatnslögnina? Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir og Linda Blöndal segja frá. Umsjón hefur Freyr Gígja Gunnarsson.
Published 12/01/23
Af hverju þurfti þingmaður Pírata að senda frá sér tvær yfirlýsingar um eigið næturbrölt? Og hvernig á íslenska kvennalandsliðinu í handbolta eftir að ganga á HM? Höskuldur Kári Schram og Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson segja frá. Umsjón hefur Freyr Gígja Gunnarsson.
Published 11/29/23
Af hverju fær Hussein Hussein að vera á Íslandi en ekki fjölskyldan hans? Eru Grindvíkingar farnir að eygja von um endurkomu? Haukur Holm og Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir segja frá. Umsjón hefur Freyr Gígja Gunnarsson.
Published 11/27/23
Af hverju skiptu bankarnir um kúrs gagnvart Grindavík? Hvers vegna er Katar að semja við Hamas um lausn gísla? Höskuldur Kári Schram og Bjarni Pétur Jónsson segja frá. Umsjón hefur Freyr Gígja Gunnarsson.
Published 11/24/23
Hversu lengi verður dómari að lesa upp dómsorðið í Bankastræti Club-málinu? Af hverju er það stórfrétt að Sam Altman hafi verið rekinn? Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir og Þorgils Jónsson segja frá. Umsjón hefur Freyr Gígja Gunnarsson.
Published 11/22/23
Hafa jarðhræringarnar í Grindavík áhrif á hvort stýrivextir hækki eða lækka? Og hvað þýðir nýtt landris við Svartsengi? Magnús Geir Eyjólfsson og Ragnhildur Thorlacius segja frá. Umsjón hefur Freyr Gígja Gunnarsson
Published 11/20/23
?Þetta er nútímalegt stríð sem byggir á ákveðnum atburðum 20. aldar og tengjast hugmyndum um þjóðerni og sjálfsmynd, ákveðinni nýlendustefnu og afskiptasemi alþjóðastofnana,? segir Magnús Þorkell Bernharðsson, prófessor í sögu Mið-Austurlanda. Hann ræðir við fréttastofu í hlaðvarpsþættinum Sjö mínútur með fréttastofu RÚV. Umsjón hefur Freyr Gígja Gunnarsson
Published 11/17/23