5. Ýmis þekkt dómsmál
Listen now
Description
5. þáttur. Ýmis þekkt dómsmál. Farið er yfir ýmis þekkt dómsmál, þar sem Jón Steinar hefur verið málflytjandi. T.d. mál vegna brottvikningar forseta Hæstaréttar úr embætti og frelsi til tjáningar um þann dóm. Í því samhengi er vikið að kærleiksævintýri Jóns við Sigurð Líndal lagaprófessor sem hafði verið einn af stofnendum Málfrelsissjóðs nokkrum árum áður. Þá er rætt um sérkennilega atburði í tengslum við breytingar á lagareglum um bætur fyrir gæsluvarðhald að ósekju. Vikið er að svonefndu prófessorsmáli og eftirmálum þess og loks að máli þar sem Hæstiréttur braut gegn málsmeðferðarreglum í því skyni að sýkna íslenska ríkið af bótakröfum barns vegna mistaka við fæðingu þess. Loks er talað um sönnunarfærslu í erfiðum sakamálum, svo sem málum vegna kynferðisbrota.
More Episodes
Published 09/27/21
6. þáttur. Leiðir til úrbóta. Einstök mál fari aldrei á þrjú dómsstig. Fækka beri dómurum í Hæstarétti og e.t.v. líka í Landsrétti. Gagnsæi er lausnarorðið. Alþingi yfirheyri dómaraefni í heyranda hljóði. Einstakir dómarar í fjölskipuðum dómum skrifi atkvæði sín sjálfir.
Published 09/27/21
4. þáttur. Vanhæfir dæmdu þeir. Hér er m.a. sagt frá því að fimm dómarar í Hæstarétti svöruðu ekki í maí 2010 spurningum frá fréttamönnum um fjármálatengsl sín við bankana fyrir hrun. Tekið var fram að spurt væri til að unnt væri að meta hæfi dómaranna til að dæma í málunum. Þeir settust svo í...
Published 09/13/21