Upptakturinn 2019 - Birgir, Birna og Ólöf
Listen now
Description
Upptakturinn eru tónsköpunarverðlaun barna og ungmenna þar sem þau fá tækifæri til þess að senda inn hugmyndir að tónverkum, fullvinna þau með aðstoð tónskálda og heyra þau svo flutt af atvinnutónlistarfólki í Hörpu. Í þessum þáttum kynnumst við öllum þrettán tónskáldunum sem tóku þátt í Upptaktinum árið 2019, fylgjum verkum þeirra frá innsendri hugmynd að frumflutningi og hitum þannig upp fyrir Upptaktinn árið 2020. Verkin sem heyrast í þættinum voru flutt af hljómsveit Upptaktsins í Silfurbergi, þriðjudaginn 9. apríl 2019. Hljómsveit Upptaktsins skipa þau Gróa Margrét Valdimarsdóttir á fiðlu, Herdís Anna Jónsdóttir á víólu, Bryndís Björgvinsdóttir á selló, Gunnlaugur Torfi Stefánsson á bassa, Grímur Helgason á klarinett, Kristján Hrannar Pálsson á píanó, Sigurlaug Björnsdóttir á flautu og Sigurður Ingi Einarsson á slagverk. GDRN syngur í verkinu „I'm taking it back". Þriðji þáttur: Birgir Bragi Gunnþórsson (14 ára) og verkið hans „In a trance" Birna Berg og Birgir Bragi Gunnþórsson (15 og 14 ára) og verkið þeirra „I'm taking it back" Ólöf Kristín Árnadóttir (12 ára) og verkið hennar „Hugljúfur tregi" Umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir
More Episodes
Published 05/28/20
Published 05/28/20
Saga og Birta segja okkur allt um hljómsveitina One Direction
Published 05/21/20