Samsæriskenningar
Listen now
Description
Í þessum fyrsta þætti af Álhattinum ræða Guðjón, Haukur Ísbjörn og Ómar conceptið fyrir hlaðvarpið Álhattinn, almennt um samsæriskenningar, þeirra fyrstu upplifun af þeim og uppáhalds kenningarnar þeirra. Sérstakur málsmetandi gestur þáttarins er Gnúsi Yones sem gefur sitt take á samsæriskenningar. Elvis lifir, Paul McCartney er dauður, Courtney drap Kurt Cobain, lentum við á tunglinu, hver byggði pýramídina, X-Files, hver stjórnar heiminum, var 9/11 samsæri, er eðlufólk til, var Covid tilraun fyrir New World Order? Þetta og margt margt fleira. Það er beinlínis hættulegt að missa af þessum þætti því eins og allir vita eru álhattar nauðsynlegur verndarbúnaður í nútíma samfélagi. Þeir vernda gagnvart hugsanalestri og heilaþvætti yfirvalda ásamt því að vera mikilvægur partur af tískuvitund unga fólksins.   Að lokum gefa strákarnir einkunn á skalanum 1-10 um hvar þeir standa almennt gagnvart samsæriskenningum og setja tóninn fyrir næstu þætti! UM ÁLHATTINN Í þessu einstaka hlaðvarpi munu vinirnir og spekúlantarnir Ómar Þór Ómarsson, Haukur Ísbjörn Jóhannsson og Guðjón Heiðar Valgarðsson taka fyrir og fara yfir samsæriskenningar af ýmsum toga og ræða þær fram og til baka. Í hverjum þætti verður ein fullyrðing rædd og munu þeir gefa einkunn á bilinu 1-10 byggt á því hversu sammála þeir eru fullyrðingunni í upphafi ferlisins. Síðan þegar þættinum er lokið gefa þeir aðra einkunn og þá mun koma í ljós hversu mikið afstaða þeirra hefur breyst.
More Episodes
Getur í raun verið að jörðin sé ekki hnöttur og að geimvísindastofnanir Bandaríkjanna og Evrópu og vísindasamfélagið í heild sinni sé vísvitandi að blekkja okkur? Hvað ef að geimurinn er hreinlega ekki til og þetta er allt saman eitt stórt sjónarspil og svikamylla fégráðugra einstaklinga?Ef...
Published 05/31/24
Published 05/31/24
Seðlabanki Bandaríkja Norður-Ameríku (e. federal reserve) hefur löngum verið umdeild stofnun sem mikið hefur verið karpað um. Sú staðreynd að bankinn sé í einkaeigu fremur en ríkiseigu þykir afar sérstakt og hefur margur álhatturinn bent á að slíkt hljóti að teljast í hæsta máta...
Published 05/17/24