Episodes
Grínband með einn smell eða margslungin rokksveit sem verður bara betri með árunum? Haukur setur The Darkness í seinni flokkinn og í þætti vikunnar reynir hann af öllum mætti að sannfæra félaga sína um yfirburði sprellikarlanna frá Suffolk.
Published 05/03/24
STÓR þáttur. Doktorinn teflir fram tónlistinni við kvikmyndina Með allt á hreinu (1982) sem hápunkti hljómsveitar allra landsmanna™. En hvað með Sumar á Sýrlandi (1975)? Tivoli (1976)? Saman munum við njóta dásemda Bjarmalands kæru fylgjendur, það er morgunljóst!
Published 04/26/24
Published 04/26/24
Tónlistarfólk er duglegt við að komast í kast við lögin. Í þætti vikunnar tökum við fyrir nokkra vel valda músíkbófa og spjöllum um glæpi þeirra.
Published 04/19/24
Besta plata ensku sveitarinnar Talk Talk, sem leidd var af snillingnum Mark Hollis, er fjórða breiðskifa hennar, Spirit of Eden (1988). Arnar ræðir þessa sveit og samband sitt við hennar í þætti sem er ekki hjartaþáttur heldur taugakerfisþáttur❤🦚
Published 04/12/24
Stórskáldið Leonard Cohen hafði ort sig ofan í brækur menningarvita víða, löngu áður en tónlistarferill hans hófst. Það var síðan á hans 54. aldursári sem hann gaf út sína vinsælustu plötu, I'm Your Man frá 1988.
Published 04/05/24
Hvað er progg? Arnar leiðir okkur í mikla sannleika um 22 mínútna löng trommusóló, óskiljanlega texta um hinstu rök tilverunnar og þau 457 hljómborð sem Rick Wakeman notaði með Yes.
Published 03/29/24
Olivia Rodrigo er ein allra stærsta poppstjarna samtímans. Hún skaust fram á sjónarsviðið ung að árum sem leikkona, en 18 ára gömul sendi hún frá sér sína fyrstu hljóðversplötu, Sour frá árinu 2021, sem er hennar besta — hingað til.
Published 03/22/24
Þýska þrasssveitin Kreator hefur aldrei komist nálægt hinni óviðjafnanlegu Pleasure to Kill (1986) sem telst vera meistaraverk hennar. En sjálfsagt að ræða aðra möguleika. Þó það sé ekki til neins.
Published 03/15/24
Ameríska pönkrokksveitin Descendents er umfjöllunarefni þáttarins og það eru tímamót í sögu hans þar sem enginn annar en Baldur gamli Ragnarsson velur sveit og plötu!
Published 03/08/24
Frumburður Manchestersveitarinnar The Stone Roses frá 1989 þykir með helstu tímamótaverkum breskrar dægurtónlistar. BP-teymið fór í saumana á málinu með glóprik í einni og gítarfetil í hinni. 
Published 03/01/24
Ísland fyrir löngu. Verðbólga. Volgur ilmur af nýsoðinni ýsu. Sandkaka af þurrara taginu. Uppáhellingur úr köflóttum Thermos. Það er verið að lýsa eftir einhverjum í útvarpinu. Fleira er ekki í fréttum. Næsta lag: Ríó tríó.
Published 02/23/24
Hvernig er lífið í tónleikarútunni? Borgar það sig að túra? Hvernig er maturinn? Og eru hljómsveitir alveg hættar að múna út um gluggann?
Published 02/16/24
Bandaríska hljómsveitin The Byrds er með allra mikilvægustu hljómsveitum sjöunda áratugarins og liggja áhrif hennar víða í dag. Doktorinn stillir frumburði hennar, Mr. Tambourine Man, fram sem bestu hljóðversskífu hennar á meðan aðrir BP-liðar voru á annars konar „svifi“.
Published 02/09/24
Danir eru þekktir fyrir ýmislegt, en þungarokk er ekki endilega eitt af því. Þeir hafa þó átt örfáa afbragðsgóða spretti — og Melissa með Mercyful Fate er einn sá allra besti.
Published 02/02/24
BP-teymið svarar innsendum spurningum frá hlustendum í annað sinn og hefur gaman af!  
Published 01/26/24
Átjánda hljóðversplata Stevie Wonder er í lengra lagi – alls 104 mínútur og 29 sekúndur að lengd. En hún er alls engin hundasamkoma. Þvert á móti, þá er hún besta plata Stevies.
Published 01/19/24
Hvar skal byrja þegar söng- og listakonan og allra handa táknmyndin Grace Jones á í hlut? Tja, kannski bara með því að renna henni í gegnum þrílaga síuna sem samanstendur af BP-teyminu okkar allra!
Published 01/12/24
El Paso sveitin At The Drive-In var með áhugaverðustu síð-harðkjarnaböndum aldamótanna. Svanasöngur hennar, Relationship Of Command, þykir hennar besta og BP-liðar skröfuðu um hana og skeggræddu af þeirri list sem þeim er töm.
Published 12/29/23
Önnur plata Dua Lipa kemst ansi nálægt því að vera hin fullkomna poppplata. Þegar þetta er skrifað er hún sjötta mest streymda hljómplata í sögu Spotify.
Published 12/22/23
Það eru tímamót í sögu Bestu plötunnar. Þáttur 200! Úttekt á bandaríska nýaldar- og nýklassíkurfyrirbærinu Mannheim Steamroller lá því beint við. 
Published 12/15/23
„One hit wonders“ hljómar eins og algjört „fokk, hvað eigum við að tala um?“-umræðuefni, en við nálguðumst málið af okkar landsfrægu fagmennsku og natni. Enda er Besta platan „hlaðvarp fagurkerans“.
Published 12/08/23
Besta plata ensku þungarokkssveitarinnar Paradise Lost er platan One Second frá árinu 1997. Sitt sýndist sannarlega hverjum hvað þetta val varðaði og ég legg til að fólk spenni beltin áður en ýtt er á „play“.
Published 12/01/23
Grautlina kexið hans Fred Durst er til umfjöllunar í þætti vikunnar. Hlustið ... og brjótið dót.
Published 11/24/23
Vinsældir og áhrif Taylor Swift eru af slíkum toga að erfitt er að ná utan um það í knöppum texta líkt og þessum hér. Við ætlum ekki einu sinni að reyna það. 
Published 11/17/23