85 - Þriðju aldar kreppan í Rómaveldi
Listen now
Description
Í þættinum í dag ræða Andri og Ólafur sögu Rómverska keisaradæmisins á 3. öld e. kr. en þá geisaði hin svonefnda þriðju aldar kreppa, sem varð ríkinu næstum að falli. Rómaveldi þanndist talsvert út á öldunum í kringum kristsburð. Fyrstu tvær aldir keisaradæmisins eru stundum talin gullöld ríkisins, en á 3. öldinni virtist allt ætla að fara á versta veg fyrir Rómverja. Á "tímabili herkeisaranna" var veldið þjakað af innbyrðis deilum, mjög svo óstöðugum valdaskiptum, klofningi ríkisins, innrásum Persa og Germana og stanslausum hernaði.  Á þriðju öldinni má sjá þróun þeirra þátta sem áttu eftir að einkenna síðrómverska ríkið, m.a. varanlega skiptingu þess í vestur- og austurhluta. Vesturrómverska ríkið féll endanlega á 5. öld.  Hlaðvarpið Söguskoðun má nálgast hér: Soguskodun.com | [email protected] Einnig á Facebook og Youtube. Hægt er að styrkja hlaðvarpið með því að bjóða okkur upp á kaffibolla.
More Episodes
Í þættinum í dag ræða Söguskoðunarmenn rómarkeisarann Konstantínus I, sem er einn þeirra sem fengið hafa nafnbótina hinn mikli.  Konstantínus ruddist til valda í Rómaveldi árið 306 eftir talsvert valdabrölt innan fjórveldisins sem Díókletíanus kom á laggirnar eftir þriðju aldar kreppuna. Hann...
Published 05/03/24
Published 05/03/24
Í framhaldi af umræðum okkar um Al-Andalus ræðum við  í þættinum í dag um "endurheimtina", eða reconquista, þegar kristnu ríkin á Íberíuskaga endurheimtu land Vísigota úr höndum múslíma. Reconquista var ekki eitt stríð, heldur aldalöng hægfara barátta - af og á - á milli hinna ýmsu ríkja...
Published 03/08/24