Episodes
Í þættinum í dag ræða Söguskoðunarmenn rómarkeisarann Konstantínus I, sem er einn þeirra sem fengið hafa nafnbótina hinn mikli.  Konstantínus ruddist til valda í Rómaveldi árið 306 eftir talsvert valdabrölt innan fjórveldisins sem Díókletíanus kom á laggirnar eftir þriðju aldar kreppuna. Hann varð einvaldur árið 324 og ríkti sem slíkur í 19 ár. Var hann þaulsetnasti rómarkeisarinn á eftir Ágústusi.  Konstantínus hélt áfram umbótum Díokletíanusar og kom á stöðuleika í nokkur ár. Umgjörð...
Published 05/03/24
Published 05/03/24
Í þættinum í dag ræða Andri og Ólafur sögu Rómverska keisaradæmisins á 3. öld e. kr. en þá geisaði hin svonefnda þriðju aldar kreppa, sem varð ríkinu næstum að falli. Rómaveldi þanndist talsvert út á öldunum í kringum kristsburð. Fyrstu tvær aldir keisaradæmisins eru stundum talin gullöld ríkisins, en á 3. öldinni virtist allt ætla að fara á versta veg fyrir Rómverja. Á "tímabili herkeisaranna" var veldið þjakað af innbyrðis deilum, mjög svo óstöðugum valdaskiptum, klofningi ríkisins,...
Published 04/19/24
Í framhaldi af umræðum okkar um Al-Andalus ræðum við  í þættinum í dag um "endurheimtina", eða reconquista, þegar kristnu ríkin á Íberíuskaga endurheimtu land Vísigota úr höndum múslíma. Reconquista var ekki eitt stríð, heldur aldalöng hægfara barátta - af og á - á milli hinna ýmsu ríkja múslíma og kristnu konungsríkjanna, Astúrías, Navarra, Kastillíu, Aragon, León og Portúgals. Endurheimtin var oft vettvangur krossferða, einn fárra staða þar sem slíkur hernaður hafði varanlegan ávinning,...
Published 03/08/24
Í þættinum í dag ræða Andri og Ólafur veldi múslima á Spáni 711-1492.  Á 7. og 8. öld breiddist íslam leiftursnökkt út frá Arabíu í allar áttir. Árið 711 féll ríki Vísigota á Íberíuskaga fyrir Aröbum og Berbum frá Norður-Afríku, og á nokkrum árum lögðu múslimar nánast allan skagann undir sig.  Ríki múslima á Spáni var kallað Al-Andalús. Það var hluti av heimsveldi Umayyada, um tíma sjálfstætt emírdæmi og kalífadæmi. Höfuðborgin Cordoba var blómleg heimsborg, sem iðaði af verslun og...
Published 03/02/24
Þátturinn byrjar á 7. mínútu. Í framhaldi af umræðum okkar um Rauða krossinn ræða Söguskoðunarmenn í dag um málefni tengd Genfarsáttmálanum og öðrum alþjóðareglum sem gilda í stríði.  Menn hafa frá örófi alda reynt að hafa einhverjar hömlur á framgangi hernaðar. Í Evrópu á fornöld og á miðöldum þróaðist kenningin um réttlátt stríð, en á 19. og 20. öld urðu til umfangsmiklar alþjóðareglur um stríð og frið, um mannréttindi, og um viðurlög stríðsglæpa. 
Published 02/16/24
Í þættinum í dag ræða Andri og Ólafur sögu Rauða krossins, frá stofnun hans árið 1863 og fram á miðja 20. öld, en á þessu  ári eru einmitt 100 ár síðan landsdeild Rauða krossins á Íslandi var stofnuð í desember 1924.   Rauði krossinn er ein stærstu mannúðarsamtök heims með starfsemi öllum ríkjum heims. Höfuðstöðvar alþjóðahreyfingar Rauða krossins hafa alltaf verið í Genf í Sviss, en Alþjóðaráð Rauða krossins og Rauða hálfmánans nýtur sérstakrar stöðu í heiminum, vernduð af alþjóðalögum sem...
Published 02/09/24
Í tilefni af 80. þætti hlaðvarpsins bregðum við út af vananum og ræðum eitthvað allt, allt annað... Við kynnum einnig til leiks nýja vefsíðu þáttarins: Soguskodun.com. Söguskoðun er einnig á Facebook , og á Youtube. 
Published 01/26/24
Ólafur og Andri settust niður til að ræða þrjú íslömsk ríki á árnýjöld; Ottómanaríkið, Safavídaríkið í Persíu og Mógúlaríkið á Indlandi, sem stundum hafa verið flokkuð til hinna svokölluðu "púðurvelda", eða gunpowder empires.  Hugtakið er eignað bandarísku heimssögusagnfræðingunum Marshall Hodgson og William McNiell, en þá var vísað til ýmissa þátta sem þessi þrjú ríki áttu sameiginlega, og til þess að þau risu fram sem öflug miðstýrð ríki á persneskum, tyrkískum og íslömskum grunni á öld...
Published 01/12/24
Andri og Ólafur ræða í þessum þætti gang og afleiðingar Krímstríðsins 1853-1856 milli Rússa annars vegar og Frakka, Breta, Tyrkja og Sardiníumanna hins vegar.  Krímstríðið var fyrsta styrjöldin sem háð var á milli evrópsku stórveldanna eftir Vínarfundinn 1815. Hún var einnig fyrsta stórveldastríðið í Evrópu eftir að iðnbyltingin hóf innreið sína með tilheyrandi tækninýjungum. Þetta var svo að segja fyrsta stríðið sem fékk daglega athygli fjölmiðla heimafyrir, og í fyrsta sinn sem beint var...
Published 01/05/24
Þátturinn byrjar á 18 mínútu. Í þættinum í dag ræða Andri og Ólafur aðdraganda Krímstríðsins 1853-1856 og hið pólitíska landslag Vínarfundarins í Evrópu sem komið var á laggirnar 1815 þegar Napóleon var yfirbugaður.  Styrjöldin var háð á milli Rússneska keisaradæmisins og bandalags Frakka, Breta, Sardiníumanna og Tyrkja, en hún batt enda á áratuga langt friðartímabil í Evrópu sem kennt hefur verið við evrópska konsertinn, eða "evrópsku hljómkviðuna". 
Published 12/29/23
Í tilefni jólanna komu Söguskoðunarmenn saman til að ræða Jesú Jósefsson frá Nasaret, en hann fæddist (samkvæmt vestrænni hefð) á þessum degi fyrir 2727 árum, nánar tiltekið árið u.þ.b. 4 fyrir okkar tímatal. Ólafur setti upp guðfræðingagleraugun og fór yfir helstu atriði um hinn sögulega Jesú í tilefni dagsins. Eins eins og flestir vita var Jesús krossfestur árið c.a. 30, og eftir hans dag varð til stór trúarhreyfing sem er í dag ein útbreiddustu trúarbrögð heims. En var hann til? Og hvaða...
Published 12/25/23
 Þátturinn byrjar á 24 mínútu.  Í þættinum í dag ræða Söguskoðunarmenn sögu Austurríkis á árunum milli stríða, 1918-1938. Austurríki-Ungverjaland var 50 milljón manna fjölmenningarríki sem hrundi eftir fyrri heimsstyrjöld, þjakað af þjóðernisdeilum. Árið 1918 var hið nýja Austurríki 6 milljón manna smáríki með ofvaxna höfuðborg, og glímdi við pólitiskan óróa og efnahagsörðugleika. Árið 1934 var komið á rammkaþólskri einræðistjórn í Austurríki undir Engilbert Dollfuss, sem var myrtur af...
Published 12/14/23
Í þættinum í dag ræða Ólafur og Andri um Kelta á Íslandi og keltnesk áhrif á íslenska menningu, tungumál og sögu.  Norrænir menn komust í mikil tengsl við Kelta á Bretlandseyjum um það leyti er Ísland var að byggjast á árunum 800 til 1000. Enginn vafi leikur á því að hluti landnámsmanna voru frá Bretlandseyjum og af keltneskum uppruna og hefur þetta verið óumdeilt. Ekki allir eru þó  sammála um það hve stór hluti landnámsþjóðarinnar voru Keltar, og að hversu stórum hluta keltnesk menning og...
Published 10/23/23
Í þættinum í dag ræða Söguskoðunarmenn galdrafárið í Evrópu og galdramálin á Íslandi á 17. öld. Í Evrópu voru tugir þúsunda meintra norna og galdramanna brennd á báli, eða tekin af lífi með öðrum hætti fyrir það að stunda svartagaldur og hvítagaldur. Langstærstur fjöldi þeirra voru konur.  Á Íslandi voru 22 brennd á báli fyrir ástundun galdurs, þar af ein kona. Galdrafárið á Íslandi, ef svo mætti kalla, var helst að finna á Vestfjörðum og stóð hin svokallaða brennuöld yfir á tímabilinu...
Published 09/26/23
Andri og Ólafur koma saman í þættinum í dag til að ræða silkiveginn í víðu og þröngu samhengi. Silkivegurinn er nafið sem loðað hefur við leiðina frá Miðjarðarhafinu (Evrópu og Rómarveldi), í gegnum Mið-Austurlönd og Mið-Asíu og til Kína á fornöld og á miðöldum fram til ca. 1500. Á þessu svæði fór fram verslun, m.a. með silki, en einnig fór þar um straumur hugmynda, trúarbragða, menninga, tungumála og sjúkdóma fram og til baka. Á Silkiveginum risu og féllu öll helstu heimsveldi og...
Published 08/31/23
Í þættinum í dag ræða Ólafur og Andri kenningu sagnfræðingsins Anthony Kaldellis um "býsanska lýðveldið" sem hann birti í bók sinni The Byzantine Republic sem kom út árið 2015. Kaldellis er góðvinur hlaðvarpins enda hefur hann oft borið á góma þegar rætt er um málefni Austrómverska ríkisins. Segja má að bækur hans The Byzantine Republic og Romanland  séu uppistöðurit í hans leiðangri að draga fram nýja og líflegri sýn á fyrirbærið sem við köllum Býsanska ríkið. Með kenningunni um "býsanska...
Published 08/22/23
Söguskoðunarmenn komu saman í eigin persónu, í annað sinn síðan hlaðvarpið hóf göngu sína, og ræddu heima og geima áður en haldið var í sumarfrí.  Þessi þáttur er aðgengilegur með hljóði og mynd á Youtube: https://youtu.be/NADuRUF6xn0
Published 06/17/23
Í þættinum í dag ræða Andri og Ólafur miðaldakonungsríkið Kongó í Mið-Afríku sem stofnað var undir lok 14. aldar og leið ekki formlega undir lok fyrr en á 20. öld. Fá miðstýrð ríki voru til staðar í Afríku sunnan Sahara fyrir nýlenduvæðinguna, en konungsríkið Kongó varð til við samruna ættbálka og samþjöppun valds í kringum höfuðstaðinn Mbanza-Kongo sem nú er í norðanverðri Angóla.  Kongó varð fljótt upp úr 15. öld að miðstöð portúgölsku þrælaverslunarinnar og rann hægt og rólega inn í...
Published 05/30/23
Austurblokkin var samansafn kommúnistaríkja í Mið- og Austur-Evrópu sem Sovétmenn settu á laggirnar í aðdraganda kalda stríðsins. Árið 1989 hrundu þau öll eins og spilaborgir, í flestum tilfellum friðsamlega.  Segja má að kraftaverkaárið 1989 marki upphaf okkar samtíma, en þá gjörbreyttist sú heimsmynd sem komið hafði verið á eftir seinni heimsstyrjöld. Kalda stríðinu var lokið, kommúnisminn hruninn og við tók tímabil samruna Evrópu og útþennslu NATO til austurs. Sovétríkin liðu undir lok...
Published 05/16/23
Austurblokkin var samansafn kommúnistaríkja í Mið- og Austur-Evrópu sem Sovétmenn settu á laggirnar í aðdraganda kalda stríðsins. Árið 1989 hrundu þau öll eins og spilaborgir, í flestum tilfellum friðsamlega.  Segja má að kraftaverkaárið 1989 marki upphaf okkar samtíma, en þá gjörbreyttist sú heimsmynd sem komið hafði verið á eftir seinni heimsstyrjöld. Kalda stríðinu var lokið, kommúnisminn hruninn og við tók tímabil samruna Evrópu og útþennslu NATO til austurs. Sovétríkin liðu undir lok...
Published 05/16/23
Heródótos frá Kalikarnassos er kallaður faðir sagnfræðinnar (og faðir lyganna). Í þættinum í dag hverfum við aftur til fornaldar og skoðum það sem kallað hefur verið fyrsta eiginlega sagnfræðiverkið í vestrænni sagnaritunarhefð, en það er saga Heródótosar af Persastríðinum milli Grikkja og Persa árin 499 til 449 f. kr. Persaveldi var mesta heimsveldi sem sést hafði á þessum tíma, en Grikkland var samansafn sjálfstæðra og ólíkra borgríkja. Persar gerðu tvær innrásir í Grikkland, en tókst ekki...
Published 04/27/23
Franska byltingin hófst árið 1789 og er hún jafnan talin á meðal merkustu atburða mannkynssögunnar. Byltingin varð til í umróti nýrra hugmynda í landi sem bar einkenni mikils félagslegs óréttlætis. Í þættinum í dag ræða Andri og Ólafur þetta samfélag sem stundum er kallað Ancien Régime - gamla stjórnin, með áherslu á  síðasta franska Búrbónakonunginn, Loðvík XVI, en hann var tekinn af lífi af byltingarmönnum árið 1793. Heitar umræður spunnust um endurskoðun sögunnar, um lögstéttarkerfið,...
Published 04/07/23
Fyrir jólin kom út ný bók eftir Helga Þorláksson, Á sögustöðum, þar sem fjallað er um sex fræga sögustaði á Íslandi, sögu þeirra og framsetningu sögunnar. Bókin vakti mikla athygli enda er beint sjónum að mikilvægu stefi í íslenskri sagnfræði sem er söguskoðun sjálfstæðisbaráttunnar og samspil akademískrar sagnfræði og almennrar söguvitundar.  Í þættinum í dag ræða Ólafur og Andri  bók Helga, og um söguskoðun og sögustaði almennt. 
Published 03/21/23
Heilaga rómverska ríki hinnar þýsku þjóðar hefur oft borið á góma hér í hlaðvarpinu, enda spannar saga þess 1000 ár í hjarta Evrópu. Saga þessa ríkis hófst með krýningu Karlamagnúsar sem nýs Rómarkeisara í vestrinu árið 800, og það leið undir lok þegar nýr keisari frönsku byltingarinnar réðist inn í Þýskaland 1806 og nýr keisari Austurríkis lagði frá sér krúnu Karlamagnúsar í hinsta sinn.  Ólafur og Andri ræða heilaga rómverska ríkið sem sögulegt fyrirbæri, hvernig litið hefur verið á það í...
Published 02/22/23