Svona var sumarið 1998
Listen now
Description
LENGJAN - DOMINO'S - THULE - BLUSH Allir og ömmur þeirra fóru í atvinnumennsku eftir tímabilið 1997 en íslenska þjóðin samdi við félagsfælin háhyrning til að fylla í það skarð. Knattspyrnufólk landsins flykktist af Astró þegar handboltamenn fóru að gera sig gildandi þar og færðu sig yfir á Skuggabarinn. Íslandsvinurinn Louis Saha og Nicolas Anelka léku listir sínar á Akranesi, við gerðum ekkert í Evrópu og tveir ástsælustu feðgar þjóðarinnar kíktu á íslenska grasvelli. Við hringdum svo í seinni bjargvættinn á þessum áratug og gáfum honum gólfið og svo gaf Magnús Orri Schram af hinni margrómuðu B. Schram ætt okkur innsýn inn í pep talk frá Gauja Þórðar.