Jólaþáttur IV: Jólatré í janúar
Listen now
Description
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Íslands kemur í heimsókn í jólaþáttinn sem er jafnframt 50. þáttur hlaðvarpsins og hefur Gunnlaugur mandarínur á borðum af því tilefni. Þar sem þau Ármann eru systkini er rætt um dálæti formæðra þeirra á Bolla og Ítalíuferð Katrínar með Njálu í farangrinum. Meðal annars sem ber á góma er hvort tekist sé á um Íslendingasögurnar á ríkisstjórnarfundum, dálæti Katrínar á bókaflokknum Landið þitt Ísland, rútuferðir íslenskunema á öldinni sem leið, Hallgerðargata í Reykjavík, Italo Calvino, tvíburar í fornsögum, hið horfna flugfélag Arnarflug og glæpasögur Ólafs við Faxafen. En hver er uppáhaldspersóna Katrínar í Íslendingasögunum? Er Laxdæla saga einföld? Eru þeir yngri lítilfjörlegri? Voru allir vitnandi í Þórólf Kveld-Úlfsson á alþingi árið 1939? Er Gísla saga Súrssonar glæpasaga? Hver heldur með West Bromwich Albion? Hvern drap Eyjólfur í bankanum og hvernig var kvikmyndin The Room fjármögnuð?
More Episodes
Published 12/23/23
Gunnlaugur og Ármann ræða hina gömlu lummu um sannleiksgildi Íslendingasagna og fornrita yfirleitt sem almenningur (einkum eldra fólk) hefur mikinn áhuga á. Talið berst einnig að Landnámu og landamerkjadeilum, Kristínu Geirsdóttur og trú aldamótakynslóðarinnar á að Íslendingasögur séu sannar,...
Published 11/20/23
Gunnlaugur og Ármann ræða Fóstbræðrasögu og þá glannalegu hugmynd Ármanns að Þorgeir Hávarsson og Þormóður Kolbrúnarskáld séu dæmi um tvífaraminnið sem síðar komst í tísku og tákngervingar tvöfeldninnar í mannssálinni. Þetta tengist umræðunni um raunsæi, tilfinningalega dýpt, sögusamúð, táknsæi...
Published 11/06/23