Episodes
Gunnlaugur og Ármann huga að Íslendingaþáttum og ræða hvor sé fremri, Freud eða Jung. Voru dróttkvæði flutt með fyndinni röddu? Fundu Þjóðverjar upp rómantíkina á 19. öld? Hvað er betra en að láta kónginn hjala við sig? Og að lokum: hvað er hægt að kaupa hjá Bókmenntafélaginu á Hagatorgi? 
Published 10/11/21
Ármann og Gunnlaugur snúa aftur vegna fjölda áskorana, gæta þess að minnast ekki á pestina en ræða þess í stað neista heiðninnar árið 1030. En hvernig var Grettir klipptur? Var hann hinn íslenski Van Helsing? Hver eru tengsl múmínálfa við kristnitökuna? Hvað er Gunnlaugur aldrei kallaður? Er Ármann snjallari en Sauron? Og hvern hringirðu í?
Published 10/04/21
Flimtan og fáryrði hafa lokið göngu sinni í bili og þá kemur að aukaefninu! Jólin eru hátíð ljóss og friðar – og berserkja, álfa og annarra óvætta. Gunnlaugur og Ármann eru í jólaskapi í sérstökum jólaþætti sem vegna fjölda áskorana var bætt við...
Published 12/23/20
Hverjir voru Væringjar og hvernig varð sagnaritun um þá til? Og er Grís gott nafn á sveinbörn? Ármann og Gunnlaugur ræða við Sverri Jakobsson sagnfræðing sem sendir brátt frá sér bók um Væringja og dvelja að mestu í Miklagarði en þó er einnig vikið að...
Published 11/16/20
Hrafnkels saga er fáum öðrum Íslendingasögum lík. Höfundur hefur takmarkaðan áhuga á ættfræði og nennir ekki að lýsa útliti manna en hefur áhuga á nýríkum stjörnulögfræðingum, hefndarþyrstum griðkonum og slyngum skósveinum. En tekst Ármanni að koma...
Published 11/09/20
Gunnlaugur og Ármann fá góðan gest, Guðrúnu Nordal, og aftur er haldið á Sturlungaöld og rætt um eitt helsta voðaverk aldarinnar þegar hópur af vopnuðum unglingum réðst á konur og börn á Sauðafelli. Þessi þáttur er alls ekki fyrir þá sem finnst of mikið...
Published 11/02/20
Börn virðast sakleysisleg en enginn er óhultur þegar þau taka að leika „alþingisleikinn“ og afhjúpa leyndarmál fullorðinna. Ekki er heldur snjallræði að fá erfiðan ungling til að hugsa um fiðurfé heimilisins. Og hver vill vera á Hufflepuff-vistinni? Enn...
Published 10/26/20
Í sumum Íslendingasögum birtist brothætt karlmennska þar sem jafnvel mestu hetjur verða fyrir skensi gárunga. Gunnlaugur og Ármann velta því upp hvort harða gagnrýni á kynjakerfið og kúgunartilburði þess megi finna í 13. aldar sögum og hvaða áhrif það...
Published 10/19/20
Hvað segir ástarsaga Hallfreðar og Kolfinnu okkur um stéttamun á miðöldum? Gunnlaugur og Ármann fá Torfa H. Tulinius í heimsókn og ræða skáldasögur miðalda og hinar miklu vinsældir þeirra. Einnig berst talið að skynsamlegum hjónaböndum.
Published 10/12/20
Gunnlaugur og Ármann ræða ævintýraleg atvik í Íslendingasögunum, meðal annars söguna af Melkorku sem kom með konunglegt blóð inn í Laxdælaætt. Jafnframt um óhugnanlega þrælamarkaði í Danmörku á 10. öld og hvort Gilli hinn gerski sé hliðstæða Watto úr...
Published 10/05/20
Ýmsir smalamenn og griðkonur birtast í Íslendingasögunum. Hvaða máli skipta nafnlausar persónur í sögu? Hvaða ljósi varpar Roland Barthes á málið? Gunnlaugur og Ármann velta fyrir sér hvort sögurnar séu yfirstéttarbókmenntir og hvað gerist þegar...
Published 09/28/20
Ekki eru allir íslenskir miðaldatextar fornsögur. Í þessum þætti verður skyggnst í heim öðruvísi heimilda, bréfa frá miðöldum sem varðveist hafa og Jón Sigurðsson sjálfur gaf út fyrstur. Gunnlaugur og Ármann ræða við Láru Magnúsardóttur sagnfræðing sem...
Published 09/21/20
Það var hlegið að Sæunni kerlingu þegar hún varaði við arfanum á Bergþórshvoli. Gunnlaugur og Ármann ræða hvernig farið er með eldra fólk á miðöldum. Var því sýnd virðing, hvernig brást það við þegar unga kynslóðin hunsaði það og hvaða máli skipti...
Published 09/14/20
Þó að líklega sé enginn miðaldakonungur meira áberandi í nútímamenningunni en Haraldur blátönn urðu örlög hans snautleg samkvæmt Jómsvíkingasögu. Gunnlaugur og Ármann fá í heimsókn Þórdísi Eddu Jóhannesdóttur og ræða meðal annars langdregna aftöku...
Published 09/07/20
Hverju verða menn fróðari með því að athuga allar setningar sem hafðar eru eftir Íslendingasagnapersónu í beinni ræðu? Gunnlaugur og Ármann ræða hvað danska heimspekingnum Kierkegaard hefði fundist um Skarphéðin Njálsson og hvort hann sé fyrirmyndin að...
Published 08/31/20
Varð helsta heimildin um norræna goðafræði til vegna hnífaárásar á föður skrásetjarans? Ármann og Gunnlaugur ræða einn helsta „spaða“ 12. aldar og tengsl hans við paurinn úr neðra. 
Published 08/23/20
Gunnlaugur og Ármann ræða hvort snjöll tilsvör Snorra goða séu ævinlega fyndin og þó enn frekar hvort og hvernig þau endurspegla vísindalega heimsmynd. 
Published 08/17/20
Í þáttinn kemur Kristín Ragna, rithöfundur og listamaður sem hefur mikið unnið með miðaldabókmenntir í list sinni og segir Gunnlaugi og Ármanni frá því en talið berst einnig að miðaldahetju sem er fríður sem stúlka og fellur reglulega í yfirlið.
Published 08/10/20
Ármann og Gunnlaugur ræða hinn mikla herkonung Harald harðráða sem raunar féll ekki á Chelseavellinum heldur Stamford Bridge í Yorkshire (eins og þeir vita báðir í endurupptöku þáttarins) en þó féll hann og það árið 1066. Vanstilling og sovéskur...
Published 08/03/20
Færeyskan dreng dreymir stóra drauma en þessir færeysku draumaráðendur hugsa ekki nógu hátt. Ármann og Gunnlaugur skyggnast um í sögu Sverris konungs. 
Published 07/27/20
Hrikaleg óheppni Ála flekks er til umfjöllunar í þessum þætti þar sem meðal annars er rætt hvernig mannssálin endurspeglast í ævintýrinu. Sérstakur gestur er Aðalheiður Guðmundsdóttir, prófessor í íslenskum bókmenntum fyrri alda við Háskóla Íslands og...
Published 07/20/20
Í sögu dagsins er ekkert kammerorkester eða kamarorghestar en hins vegar mikið kamarorg. Gunnlaugur og Ármann ræða púka og saur í þætti sem aldrei þessu vant er mjög við hæfi barna innan tólf ára. 
Published 07/13/20
Hún var jafnoki greindustu karlmanna Íslands en fjölmargir lesendur sjá það ekki og Gunnlaugur og Ármann ræða þessa útþurkkun gáfukonu
Published 07/05/20
Ýmsum verður ekki kápan úr því klæðinu í þessum þætti. Ármann og Gunnlaugur fá til sín góðan gest, hana Ásdísi Egilsdóttur, og haldið er til hirðar Artúrs konungs. 
Published 06/28/20
Ekki trúa öllu sem fólk segir um aðra er boðskapur þessa þáttar þegar Gunnlaugur og Ármann ræða meintan drykkjuskap þriggja ára drengs.
Published 06/28/20