#58 – Tekjur Play og Iceair hækka – eftirspurnin mikil - Co2 skatturinn kemur – Hans Jörgen Elnæs
Listen now
Description
Rætt er við norska fluggreinandann Hans Jörgen Elnæs um stöðu og horfur á evrópskum flugmarkaði og einkum stöðu íslensku flugfélaganna Icelandair og Play. Tekjur þeirra og sætanýting hefur verið afar góð síðustu mánuði og íslensku félögin hafa líkt og fleiri verið að auka verulega framboð á ferðum og kynna nýja áfangastaði. Hans Jörgen segir allt útlit fyrir að eftirspurnin eftir flugi á Atlantshafinu verði umfram framboð flugfélaganna yfir háannatímann í sumar. Farið er yfir þann öra vöxt sem félögin standa bæði í þessa mánuðina og fjallað um mögulegar hættur framundan í rekstri flugfélaganna og í ferðaþjónustunni hérlendis. Viðtalið var tekið upp um miðjan apríl.
More Episodes
Rætt er við Einar Sveinbjörnsson veðurfræðing um ókyrrð í flugi eins og heiðkviku (clear air turbulence), sem nýleg dæmi sýna að geta valdið stórslysum um borð í flugvélum. Hvar og hvernig myndast heiðkvikan og hvað veldur því hversu mikil hún verður? Eru varasamar aðstæður og öfgar í veðrinu að...
Published 05/29/24
Published 05/29/24
Rætt er við Guðrúnu Gunnarsdóttur flugfreyju til 40 ára um ferilinn og starfið. Guðrún ætlaði eins og margir aðrir rétt að prófa flugfreyjustarfið en ílentist í rúm 40 ár. Hún rifjar hér upp ýmis áhugaverð atvik á löngum ferli, allt frá stórkostlegum ferðum til Suðurskautslandsins og til...
Published 05/22/24