Episodes
Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingingur rekur Veðurvaktina, sem býður upp á veðurþjónustu fyrir einstaklinga, fyrirtæki og opinbera aðila í ráðgjöf og úrvinnslu flestu því sem viðkemur veðri og veðurfari.  Einar er stofnandi Bliku og hefur um árabil frætt landsmenn og gesti okkar um veður og veðurfar.  Eftir 16 ára starf hjá Veðurstofunni fór hann í eigin rekstur og er með afar skemmtilega innsýn í svokallað Giggumhverfi og samfélagslega ábyrgð.  Hvernig stjórnar þú þínu innra veðri og virkjar...
Published 06/28/23
Cheryl Smith
Published 03/28/23
Ingibjörg Ösp hefur látið sig varða og haft veruleg áhrif á grunnstoðir íslensks samfélags í ábyrgðarstörfum sínum á sviði samkeppnishæfni, mennta- og mannauðsmála hjá Samtökum atvinnulífisins og Samtökum iðnaðarins.  Framlag hennar sem ráðgjafi mótast meðal annars af víðtækri stjórnunarreynslu sem framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar, Menningarhússins Hofs og Leikfélags Akureyrar.  Ingibjörg brennur fyrir mati á raunfærni og lífstíðarlærdómi og mikilvægu hlutverki atvinnulífsins í þróun hæfni...
Published 03/14/23
Héðinn Unnsteinsson er hreyfiafl til bættrar andlegrar- og lýðheilsu og hefur haft afgerandi áhrif á viðhorf þjóðar til mikilvægra málaflokka m.a. á sviði geðheilbrigðisþjónustu.   Héðinn hefur starfað um árabil sem stefnumótunarsérfræðingur m.a. hjá forsætisráðuneytinu, heilbrigðisráðuneytinu og alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) og deilir hér afar verðmætu sjónarhorn á framfarir og mikilvægar umbætur í opinberri þjónustu.  Héðinn hefur einstaka innsýn í áhrif þjónandi forystu,...
Published 02/28/23
Skjöldur Sigurjónsson, stórkaupmaður frá Asparfelli, er einn af athafnamönnum Íslands og rekur sem kunnugt er Ölstofuna og Herrafataverzlun Kormáks og Skjaldar. Farsæl uppbygging vörumerkis um áratugaskeið er ekki sjálfgefinn veruleiki í íslenskri smásölu - en næmni þeirra vinanna fyrir fólki, vörum, þjónustu, markaðssetningu og rekstri er lærdómur fyrir okkur öll.  Er vöxtur verslunarinnar og væntanlegur útflutningu á íslensku tweedi byggð á heppni?  Eða liggur að baki ítarleg...
Published 02/06/23
Ragna Árnadóttir er skrifstofustjóri Alþingis, fyrrverandi fagráðherra og fyrrverandi aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar - fyrst íslenskra kvenna. Ragna hefur sem embættismaður, ráðherra og í ábyrgðarmiklum stjórnunarstörfum í atvinnulífinu, opinberri þjónustu og nú síðast í stjórn Alþjóða rauða krossins áunnið sér traust og reynst vera hreyfiafl breytinga. Hvaða nálgun forgöngukonunnar Rögnu ætlar þú að virkja til að vinna að farsælum umbótum í þínu lífi og starfi?
Published 01/31/23
Magnús Geir er Þjóðleikhússtjóri og hefur verið farsæll leiðtogi helstu menningarstofnana landsins m.a. leikhússtjóri Borgarleikhússins, Leikfélags Akureyrar og Gamanleikhússins sem hann stofnaði 14 ára.  Magnús Geir var Útvarpsstjóri RÚV um árabil og hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir bæði framúskarandi listrænt auga sem og sjálfbæran fjárhagslegan rekstur þeirra félaga sem hann hefur leitt.  Í Góðu fólki deilir Magnús m.a. með okkur sinni framtíðarsýn, lykilformúlum, flækjustigum og...
Published 01/08/23
Guðfinna Sesselja Bjarnadóttir lagði grunninn að stofnun Háskólans í Reykjavík og var fyrsti rektor skólans.  Hún sat á Alþingi um árabil og er forstjóri Lead Consulting auk þess að taka þátt í spennandi uppbyggingu MagnaVita verkefnisins í HR.  Guðfinna hefur unnið með frumkvöðlum og forgöngumönnum beggja megin Atlantshafsins - og lagt grunninn að menningu árangurs fjölda vinnustaða.  Einstök innsýn Guðfinnu í viðskipti, vísindi og mannfólk er verðmætt veganesti fyrir okkur öll.
Published 12/26/22