Gud-spjall, 4. þáttur: Dymbilvika og páskar, þáttur í þremur hlutum.
Listen now
Description
Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir og Sveinn Valgeirsson takast á við texta dymbilviku og páska og velta upp ýmsum flötum, svo sem stórum steini, fótaþvotti og því hvort Páll postuli myndi hallast að rétttrúnaðarkirkjunni í skilningi sínum á eðli Krists. Einnig hebreska orðinu Peshar, gríska orðinu Pascha og sögninni paschein - fyrir þau sem vilja rifja upp inngangsfræðina. Dagarnir þrír eru aðgreindir þannig að þátturinn er í þremur hlutum.  Textar þessara daga eru á vef þjóðkirkjunnar skírdagur  föstudagurinn langi páskadagur
More Episodes
Spjallað um atburði kyrruviku frá ýmsum sjónarhornum. 
Published 04/15/22
Published 04/15/22
Þarf alltaf að vera vín? Brúðkaupið í Kana getur verið erfitt að skilja ef áfengismagnið truflar okkur. Hvað var Jesús að fara með þessu? Og tengist þessi saga Bakkusarátrúnaði? Var Jesús dónalegur við mömmu sína? Og hvaða Guð er það sem við sjáum bara hnakkann á? Þetta og fleira og fleira til...
Published 01/14/22