Episodes
Spjallað um atburði kyrruviku frá ýmsum sjónarhornum. 
Published 04/15/22
Published 04/15/22
Þarf alltaf að vera vín? Brúðkaupið í Kana getur verið erfitt að skilja ef áfengismagnið truflar okkur. Hvað var Jesús að fara með þessu? Og tengist þessi saga Bakkusarátrúnaði? Var Jesús dónalegur við mömmu sína? Og hvaða Guð er það sem við sjáum bara hnakkann á? Þetta og fleira og fleira til umræðu í þætti um texta 2. sunnudags eftir þrettánda. Textarnir eru hér:  Lexía: 2Mós 33.17-23 Drottinn svaraði Móse: „Einnig þetta, sem þú sagðir, mun ég gera því að þú hefur fundið náð fyrir augum...
Published 01/14/22
Fyrsta Pétursbréf hefur stutta en dularfulla setningu um að Jesús hafi predikað fyrir öndunum í varðhaldi. Tengist það etv. frásögn í apókrýfu Pétursguðspjalli? Og hvað þýðir skírnin? Hver sá dúfuna og heyrði röddina? Það eru engin einföld svör en ótal spurningar í þessu hlaðvarpi um texta fyrsta sunnudags eftir Þrettándann 2022.  Hér eru textarnir sem eru til umræðu:  Pistill: 1Pét 3.18-22 Kristur dó fyrir syndir í eitt skipti fyrir öll, réttlátur fyrir rangláta, til þess að geta leitt...
Published 01/09/22
Hvað er í jólagruðspjallinu og hvað er ekki. Hvað höldum við að sé þar og hvað hugsum við aldrei um? Og hversu lengi er hægt að ræða um gríska orðið και (kæ eða ke)? Hvað sögðu englarnir? Þetta og ýmislegt annað í jólaþættinum sem vísar talsvert til þáttar nr. 21 um jólagruðspjallið. Mælt með hlustun á hann líka - já og 22 og 23! Gleðileg jól.
Published 12/17/21
Létt spjall um texta aðventunnar og ýmsa fleiri texta. 
Published 11/30/21
Dr. Jón Ásgeir Sigurvinsson er gestur þáttarins að þessu sinni og ræðir við okkur um þýðingaraðferðir. Sérstaklega er rætt um Jesaja og þakkarsálm Hiskia konungs, sem var viðfangsefni doktorsrannsóknar hans. Þar kemur margt forvitnilegt í ljós, t.d. leysir hann þýðingarvanda sem aðrir hafa verið ráðþrota yfir. En hér er textinn sem er til umræðu og það er 16 versið sem hefur valdið mestum heilabrotum.  9 Sálmur sem Hiskía, konungur Júda, orti þegar hann hafði náð sér af veikindum sínum: 10Ég...
Published 06/30/21
Voru lærisveinarnir hræddir við smá golu? Af hverju beitti Páll umvöndunarhætti þátíðar? Og hver er þessi maður að vindur og vatn hlíða honum? Textar sjómannadags skoðaðir í stuttu spjalli um textanna, sjómennsku og sjómannadaginn. Lexía: Slm 107.1-2, 20-31 Þakkið Drottni því að hann er góður, því að miskunn hans varir að eilífu. Svo skulu hinir endurleystu Drottins segja, þeir er hann hefur leyst úr nauðum sendi orð sitt og læknaði þá og bjargaði þeim frá gröfinni. Þeir skulu þakka...
Published 06/03/21
Ekki er allt sem sýnist þegar þrír menn heimsækja Abraham. Þekkt saga sem segir margt. Kunnug úr fleiri trúarhefðum, túlkuð á ýmsan hátt, meðal annars í tengslum við þrenninguna. Textar þrenningarhátíðar skoðaðir. Lexía: 1Mós 18.1-5 Abraham sat í tjalddyrum sínum í miðdegishitanum í Mamrelundi er Drottinn birtist honum. Honum varð litið upp og stóðu þá þrír menn frammi fyrir honum. Er hann sá þá hljóp hann til móts við þá úr tjalddyrunum, laut til jarðar og mælti: „Herra minn, hafi ég fundið...
Published 05/29/21
Hvítasunnuundrið, Kinnin og Nasaret, besta veðrið til að þurrka steinbít, hið eilífa vor og mál beggja kynja - hér er komið víða við í spjalli um texta hvítasunnu.  Lexía: Jl 3.1-5 Síðar mun ég úthella anda mínum yfir alla menn. Synir yðar og dætur munu spá, gamalmenni yðar mun dreyma drauma og ungmenni yðar munu fá vitranir, jafnvel yfir þræla og ambáttir mun ég úthella anda mínum á þeim dögum. Og tákn mun ég láta verða á himni og jörð: blóð, eld og reykjarstróka. Sólin verður myrk og...
Published 05/24/21
Hér er farið vítt og breytt um Sálmana, bænabókarinnar sem Jesús þekkti. Við skoðum orð og þýðingar, merkingar, hugsanarím og harma og lítum að eins á tengsl þeirra við þekkta þætti í menningu og málfari. Útgangspunkturinn er Sálmur 102 sem hér er birtur:  Bæn hrjáðs manns þá er hann örmagnast og úthellir harmi sínum fyrir augliti Drottins. Drottinn, heyr þú bæn mína, hróp mitt berist til þín. Byrg eigi auglit þitt fyrir mér þegar ég er í nauðum staddur, hneig eyra þitt að mér, svara mér...
Published 05/09/21
Staðgöngumæðrun, þrælahald, afbrýðissemi, talhlýðni og grimmd eru til umræðu í þættinum, ásamt myndarlegu magni af ritskýringu. Lexían á sviðið en tæpt er á pistli og guðspjalli. Lexía: 1Mós 21.8b-21 Þann dag, er Ísak var vaninn af brjósti, gerði Abraham veislu mikla. Sá þá Sara son Hagar hinnar egypsku, sem hún hafði fætt Abraham, að leik og sagði við Abraham: „Rektu burt ambátt þessa og son hennar því að ekki skal ambáttarsonurinn taka arf með Ísak, syni mínum.“ Abraham féllu þessi orð...
Published 04/30/21
Textarnir bjóða upp á spjall allt frá málfræði yfir í trúfræði, þjóðfélagsmál og fleira.  Lexía: Sak 8.16-18 Þetta er það sem ykkur ber að gera: Segið sannleikann hver við annan og fellið dóma af sanngirni og velvilja í hliðum yðar. Enginn yðar ætli öðrum illt í hjarta sínu og fellið yður ekki við meinsæri. Allt slíkt hata ég, segir Drottinn. Pistill: Róm 8.9-11 En þið eruð ekki á hennar valdi heldur andans sem í ykkur býr. En sá sem hefur ekki anda Krists er ekki hans. Ef Kristur er í...
Published 04/24/21
Hér er rætt um góða og slæma hirða, aðeins um sauðfjárverndina og dálítið um dyr. Guðspjallið er snúið og sumir hafa burtskýrt hluta þess en það er ekki alveg keypt í þessu spjalli.  Textar vikunnar:  Lexía: Jer 23.1-6 Vei hirðunum sem leiða sauðina afvega og tvístra hjörðinni sem ég gæti, segir Drottinn. Þess vegna segir Drottinn, Guð Ísraels, um hirðana sem gæta þjóðar minnar: Þér hafið tvístrað sauðum mínum og sundrað þeim og ekki sinnt þeim. Nú mun ég draga yður til ábyrgðar fyrir...
Published 04/16/21
Hinir fyrstu kristnu seldu eigur sínar og gáfu öllum jafnt. Hvað þýðir það fyrir okkur? Og hver vann postullega spretthlaupið að gröfinni og af hverju er sagt frá því? Stutt spjall um texta næsta sunnudags og guðspjall páskadags með viðkomu í fornöld og nútíma.  Textar 1. sun eftir páska:  Lexía: Slm 145.1-7 Lofsöngur Davíðs. Ég tigna þig, Guð minn og konungur, og lofa nafn þitt um aldur og ævi. Ég vegsama þig hvern dag og lofa nafn þitt um aldur og ævi. Mikill er Drottinn og mjög...
Published 04/09/21
Sérþáttur um nýútkomið Kirkjurit með fjölbreyttu efni. Blaðið sjálft má nálgast hér.  Við ræðum við sr. Arnald Mána Finnsson sem situr í ritnefnd ritsins um skráningu sögunnar - um það sem gerðist en hvergi er skráð, til dæmis varðandi samskipti fólks í Samtökunum 78 og Þjóðkirkjunni, um trúarhóp samtakanna, alnæmi og fleira sem litaði meðal annars 10. áratuginn. Kirkjan og kófið er annað umræðuefni, hin eilífa bið eftir nýrra handbók og svo þær viðamiklu skipulagsbreytingar sem fylgja...
Published 04/02/21
Við fögnum árs afmæli Guð-spjalls þáttanna með köku og í sykurvímu ákveðum við að fjalla um einhverja texta sem við höldum upp á og tengjast dymbilviku og páskum, frekar en texta næsta sunnudags. Þetta eru eiginlega óskalögin. Við völdum Sálm 22 og upprisufrásögn Markúsar.  Sálmur 22 Guð minn, Guð minn! Hví hefur þú yfirgefið mig? Ég hrópa en hjálp mín er fjarlæg. „Guð minn!“ hrópa ég um daga en þú svarar ekki, og um nætur en ég finn enga fró. Samt ert þú Hinn heilagi sem ríkir yfir...
Published 03/25/21
Þegar stórt er spurt reyna spekingar gjarnan að svara. Við  tökumst á við þessa spurningu og fleiri í þætti dagsins þar sem fyrir koma skúffaðir embættismenn, harðstjórar í heimspekisamræðum, hugtökin synd og fyrirgefning og svo hún María sem gladdist við að hitta Elísabetu, sem skildi hvað hún var að ganga í gegnum.  Textar dagsins eru bæði textar 5. su. í föstu, sem og guðspjall Boðunardags Maríu. 
Published 03/19/21
Matur er miðlægt þema í textum dagsins, mettun og styrking og gnægð. Og líf. Og út frá því fer spjall okkar í ýmsar áttir, frá sögum úr sveitum yfir í frumkirkjuna og bókina Sapiens og hvort landbúnaðarbyltingin hafi veirð mannkyni böl.  Lexía: 2Kon 4.42-44 Einu sinni kom maður frá Baal Salísa og færði guðsmanninum tuttugu byggbrauð, frumgróðabrauð. Dálítið af nýju korni hafði hann einnig í poka sínum. Elísa sagði: „Gefðu fólkinu þetta.“ „Hvernig get ég gefið þetta hundrað mönnum?“ svaraði...
Published 03/11/21
Hér er rætt um Samúelsbækur, versin sem ekki eru inni í textum dagsins og margar sviðsmyndir dregnar upp í anda umræðu vikunnar. Páll postuli kemur einnig við sögu og glannalegar tengingar milli hans, Neró og ofsókna á hendur kristnum. Þá er þeirri spurningu velt upp hvers vegna í ósköpunum Jesús var að amast við því að hægt væri að gera það sem nauðsynlegt var í musterinu.  Lexía: 2Sam 22.2-7,29-33,36 Drottinn, bjarg mitt og vígi, frelsari minn. Guð minn, hellubjarg mitt þar sem ég leita...
Published 03/05/21
Við förum vítt og breitt í þessum þætti. Opinberunarbókin og tala dýrsins, spekirit og drottningin af Saba sem hitti Salómon (og hve náin voru þau kynni), trú, vantrú og demónar.  Lexía: Okv 4.23-27 Varðveit hjarta þitt framar öllu öðru því að þar eru uppsprettur lífsins. Haltu munni þínum fjarri fláum orðum og vörum þínum fjarri lygamálum. Beindu augum þínum fram á við og sjónum þínum að því sem fram undan er. Veldu fótum þínum beina braut, þá verður ætíð traust undir fótum. Víktu hvorki...
Published 02/25/21
Þrjátíu þættir! Og samt eins og við höfum ekkert lært. Lexíu og pistil má tengja föstunni en guðspjallið - jahérnahérna! En við gerum okkar besta og tínum að auki til ýmislegt - deilur Páls postula við kjaftfora liðið í Korintu, þýðingar sr. Páls í Selárdal og fólkið sem telur öruggt að Guð varðveiti það þó að það sé sífellt að stíga ofan á höggorma og nöðrur.  Lexía: Slm 1 Sæll er sá sem eigi fer að ráðum óguðlegra, eigi gengur götur syndara og eigi situr meðal háðgjarnra heldur hefur yndi...
Published 02/18/21
Textarnir í föstuinngang eru margþættir og mann gæti grunað að einhverjir vildu helst skera þá við trog. En þó má ýmislegt um þá segja. Til dæmis hvað er sameiginlegt með skurðgoðasafni og Kibbútz samyrkjubúunum. Lexía: Jes 57.13-15 Lát skurðgoðaflokk þinn bjarga þér þegar þú hrópar á hjálp. Stormurinn ber hann burt, vindurinn tekur hann en sá sem leitar hælis hjá mér mun erfa landið og taka mitt heilaga fjall til eignar. Einhver segir: Leggið braut, leggið braut, gerið veginn...
Published 02/11/21
Vissir þú að fyrsti Evrópubúi sem tók kristni var kona? Veistu hvað hún hét? Biblían, konurnar og köllunin er þema þessa þáttar sem skoðar texta 2. su. í níuviknaföstu sem jafnframt er Biblíudagurinn. Textar dagsins:  Lexía: Jes 48.16-19 Komið til mín og heyrið þetta: Frá upphafi hef ég aldrei talað í leyndum og frá því þetta varð hef ég verið hér. Nú hefur Drottinn Guð sent mig og anda sinn. Svo segir Drottinn, lausnari þinn, Hinn heilagi Ísraels: Ég er Drottinn, Guð þinn, sem kenni þér...
Published 02/05/21
Predikarinn mætir með sínar þekktustu setningar. Allt er hégómi, aumasti hégómi - eða hvað? Við köfum í það og kíkjum svo á aðra texta næsta sunnudags. "Hver er ávinningurinn?" er etv. hin sameiginlegi þráður en svörin misjöfn. Já, og svo er hann Páll postuli eitthvað að tala um skít. Svona kemur margt á óvart þegar kafað er í texta.  Textar dagsins: Lexía: Préd 1.1-10 Orð prédikarans, sonar Davíðs, konungs í Jerúsalem. Aumasti hégómi, segir prédikarinn, aumasti hégómi, allt er...
Published 01/28/21