Episodes
Hið dularfulla svar Guðs við spurningu Móse um nafnið er til umræðu, Guð sem er, hinn verandi Guð; Birtan, fjallið, breytingin - já - og hvernig stóð á því að Guð var kallaður Jehóva. Hér er tæpt á ýmsu í þætti vikunnar um texta næsta sunnudags. Lexía: 2Mós 3.1-15 Móse gerðist fjárhirðir hjá tengdaföður sínum, Jetró, presti í Midían. Einu sinni rak hann féð langt inn í eyðimörkina og kom að Hóreb, fjalli Guðs. Þá birtist honum engill Guðs í eldsloga sem stóð upp af þyrnirunna. Hann sá að...
Published 01/21/21
Blindir menn fá sýn, hórkarlar eru ávíttir. Hér er rætt um texta 2. sunnudags eftir þrettánda, annars vegar um kraftaverk og hins vegar um ávítur Páls postula vegna þess að hinir kristnu karlar í Kórintuborg sóttu vændishús. Eins og áður er komið víða við, orðaleikur úr grískunni skírður og enn og aftur rætt um holdið og líkamann, sarx og soma.  Pistill: 1Kor 6.12-15a, 18-20 Allt er mér leyfilegt en ekki er allt gagnlegt. Allt er mér leyfilegt en ég má ekki láta neitt fá vald yfir mér....
Published 01/15/21
Hvað er líkt með Cicero og Biden? Hvar segir að vitringanir hafi verið þrír? Hvernig er best að komast yfir Jórdaná og af hverju var Jesús skírður þar? Þetta er meðal þess sem við tökum fyrir í þessum þætti þar sem farið er yfir texta þrettándans og texta fyrsta sunnudags eftir þrettánda.  Guðspjall: Matt 2.1-12 Þegar Jesús var fæddur í Betlehem í Júdeu á dögum Heródesar konungs komu vitringar frá Austurlöndum til Jerúsalem og sögðu: „Hvar er hinn nýfæddi konungur Gyðinga? Við sáum stjörnu...
Published 01/07/21
Af fjölmörgum textum jóla veljum við tvo. Samræður fara vítt um svið og við sögu koma Heródes, Kleópatra og samtímafólk þeirra en einnig Matthías Jochumsson og sálmurinn Lofsöngur sem varð að þjóðsöng - líka vers tvö, sem er aldrei sungið. Áramót eru tími til að rifja upp tímamótaviðburði. Guðspjall Barnadagsins,  Matt 2.13-18 Þegar vitringarnir voru farnir þá vitrast engill Drottins Jósef í draumi og segir: „Rís upp, tak barnið og móður þess og flý til Egyptalands. Þar skaltu vera uns ég...
Published 12/30/20
Hér er rætt um guðspjall jóladags þar sem farið er aftur í sköpun heims og rætt um hið skapandi orð og skilning Jóhannesar.  Guðspjall: Jóh 1.1-14 Í upphafi var Orðið og Orðið var hjá Guði og Orðið var Guð. Hann var í upphafi hjá Guði. Allt varð til fyrir hann, án hans varð ekki neitt sem til er. Í honum var líf og lífið var ljós mannanna. Ljósið skín í myrkrinu og myrkrið tók ekki á móti því. Maður kom fram, sendur af Guði. Hann hét Jóhannes. Hann kom til vitnisburðar, að vitna um ljósið...
Published 12/18/20
Í þessum þætti tökum við fyrir jólaguðspjallið sjálft og komumst að því að ranglega sé haft eftir englunum og gistihúsaeigandinn sé fjarri. Það þarf eiginlega að vara fólk við þessum þætti en við mælum samt með honum.  Guðspjall: Lúk 2.1-14 En það bar til um þessar mundir að boð kom frá Ágústusi keisara, að skrásetja skyldi alla heimsbyggðina. Þetta var fyrsta skrásetningin og var gerð þá er Kýreníus var landstjóri á Sýrlandi. Fóru þá allir til að láta skrásetja sig, hver til sinnar...
Published 12/10/20
Í fyrsta sinn er Barúksbók hluti af textaröðinni. Í textanum er því spáð að Jerúsalem rísi á ný og verði borg réttlætis og friðar. Í Pistlinum úr Jakobsbréfi bíður fólk endurkomunnar og tekur að gæta óþolinmæði á háskalegum tímum þegar pólitík í borginni er á suðupunkti. Og í guðspjallinu er fengist við að lýsa og túlka það sem gerðist.  Þetta eru þrír mergjaðir textar. Lexía: Bar 5.1-9 Afklæð þig, Jerúsalem, hryggðar- og hörmungarskikkju þinni, íklæðstu skarti Guðs dýrðar að eilífu. Sveipa...
Published 12/04/20
Adda Steina og Sveinn spjalla um texta fyrsta sunnudags í aðventu með ýmsum útúrdúrum, bæði í þýðingarmálum og þjóðlegum fróðleik.  Textar dagsins eru:  Lexía: Jes 42.1-4 Sjá þjón minn sem ég styð, minn útvalda sem ég hef velþóknun á. Ég legg anda minn yfir hann, hann mun færa þjóðunum réttlæti. Hann kallar ekki og hrópar ekki og lætur ekki heyra rödd sína á strætunum. Brákaðan reyrinn brýtur hann ekki sundur og dapran hörkveik slekkur hann ekki. Í trúfesti kemur hann rétti á. Hann þreytist...
Published 11/28/20
Farið er vítt og breytt í hlaðvarpi vikunnar og ýmislegt dregið fram, þar með hugsanleg breyting á frægum versum úr predikaranum, umræða um fæðingarhríðir náttúrunnar og svo auðvitað dóminn - og þar með forlagahyggju og náð. Jólavísan Jólasveinar einn og átta kemur þarna fyrir og ýmislegt fleira.  Textar síðasta sunnudags kirkjuársins Lexía: Jes 65.17-19 Sjá, ég skapa nýjan himin og nýja jörð og hins fyrra verður ekki minnst framar og það skal engum í hug koma. Gleðjist og fagnið...
Published 11/19/20
Sveinn og Steinunn Arnþrúður ræða texta sunnudagsins 15. nóvember á misalvarlegum og léttum nótum.  Þetta er næst síðasti sunnudagur kirkjuársins og við erum komin að dómsdagstextunum.  Lexía: Sef 3.14-17 Hrópaðu af gleði, Síonardóttir! Fagnaðu hástöfum, Ísrael! Þú skalt kætast og gleðjast af öllu hjarta, dóttirin Jerúsalem. Drottinn hefur ógilt refsidóminn yfir þér, hann hefur hrakið fjendur þína á brott. Konungur Ísraels, Drottinn, er með þér, engar ófarir þarftu framar að óttast. Á þeim...
Published 11/13/20
Í þessum þætti er vitnað í Aristóteles, Ágústínus (vafasöm fullyrðing?) og Guiliani, talað um trú, rök og tilfinningar og töluna sjö og sjö sinnum sjö. Er mikið mál að fyrirgefa sjö sinnum? Gefa enn einn séns? Textarnir eru valdir úr textum næsta sunnudags sem er bæði Kristniboðsdagurinn og 22 su. e. þrenn. Þessir voru aðallega til umfjöllunar:  Pistill: Róm 10.8-17 Hvað segir það þá? „Nálægt þér er orðið, í munni þínum, í hjarta þínu.“ Það er: Orð trúarinnar sem við prédikum. Ef þú játar...
Published 11/05/20
Textar Allraheilagramessu eru til umfjöllunar í þessum þætti. Er hægt að vera sæll í erfiðum aðstæðum? Af hverju eru syrgjendur sælir? Steinunn og Sveinn ræða sæluboðin og aðra texta með grímu fyrir andliti og vel sprittuð.  Textar dagsins: Lexía: Jes 60.19-21 Sólin verður ekki framar ljós þitt um daga og tunglið ekki birta þín um nætur heldur verður Drottinn þér eilíft ljós og Guð þinn verður þér dýrðarljómi. Sól þín gengur aldrei til viðar og tungl þitt minnkar ekki framar því að Drottinn...
Published 10/29/20
Spjall um texta sunnudagsins 25. október. Þar er boð í brúðkaupsveislu, brenna og morð, "þetta eru  vondir tímar" segir postullinn, en samt er megináherslan á boð í veislu þar sem allt er ókeypis - og á veisluklæðin. Sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir og sr. Sveinn Valgeirsson spjalla um textana á léttum nótum. Textarnir sem eru til umræðu:  Lexía: Jes 55.1-5 Komið, öll sem þyrst eruð, komið til vatnsins og þér sem ekkert fé eigið, komið, komið, kaupið korn og etið, komið, þiggið korn án...
Published 10/22/20
Textar vikunnar fjalla allir um þjáningu en frá mismunandi hliðum: Lexían er úr Jobsbók þar sem þekktur texti fær nýja túlkun, pistillinn fjallar í raun um staðgengil - þ.e. að þjást fyrir aðra og í guðspjallinu mætum við ekkju sem hafði misst einkason sinn.  Textarnir eru:  Lexía: Job 19.25-27 Ég veit að lausnari minn lifir og hann mun síðastur ganga fram á foldu. Eftir að þessi húð mín er sundurtætt og allt hold er af mér mun ég líta Guð. Ég mun líta hann mér til góðs, augu mín munu sjá...
Published 09/24/20
Áhyggjur okkar og umhyggja Guðs er viðfangsefni texta næsta sunnudags, 15. su e. þrenningarhátíð. Lexía: Jes 49.13-16a Lofsyngið himnar, fagna þú jörð, þér fjöll, hefjið gleðisöng því að Drottinn hughreystir þjóð sína og sýnir miskunn sínum þjáðu. En Síon segir: „Drottinn hefur yfirgefið mig, Guð hefur gleymt mér.“ Hvort fær kona gleymt brjóstbarni sínu að hún miskunni eigi lífsafkvæmi sínu? Og þó að þær gætu gleymt þá gleymi ég þér samt ekki. Ég hef rist þig í lófa mér, Pistill: 1Pét...
Published 09/17/20
Við spjöllum um texta hvítasunnudags og annars í hvítasunnu.  Þarna er bakgrunnur textans skoðaður, áherslur og einstök orð. Þar á með hvers vegna orðið eingetinn kom inn í íslenskuna, og hvort anda Drottisn sé úthellt yfir mannkyn eða yfir alla sköpunina (Jóel 3:1). Að auki ræðum við eitt og annað um mælskulist fornaldar og hvað ritskýring eigi að fyrirstilla.  Textana má finna hér: Hvítasunna Annar í hvítasunnu
Published 05/28/20
Hér spjöllum við um texta uppstigningardags og texta 6. sunnudags eftir páska, sem stundum er kallaður andlausi sunnudagurinn (og nafnið er skýrt í þáttunum). Hæfilega létt spjall og jafnvel brandarar, dálítil gríska og ýmiskonar fróðleikur Textana eru á eftirfarandi linkum:  Uppstigningardagur og 6. sunnudagur eftir páska, Exaudi
Published 05/20/20
Steinunn Arnþrúður og Sveinn fara vítt og breitt í þessu spjalli og segja frá ævi spámanns, stofnanda Rómar, þýða áhugaverð orð og velta fyrir sér umræðunni um eðli Krists. Lexía: Jer 29.11-14a Því að ég þekki sjálfur þær fyrirætlanir sem ég hef í hyggju með yður, segir Drottinn, fyrirætlanir til heilla en ekki til óhamingju, að veita yður vonarríka framtíð. Þegar þér ákallið mig og komið og biðjið til mín mun ég bænheyra yður. Ef þér leitið mín munuð þér finna mig. Þegar þér leitið mín af...
Published 05/14/20
Við förum vítt og breytt í umfjöllun um texta dagsins. Það er ýjað að ýmsu um Ezekíel, pirrast og sögur sagðar, glímt við þýðingu á orðinu parakletos og fleira og fleira.  Textarnir eru hér:  Lexía: Esk 36.26-28 Ég mun gefa ykkur nýtt hjarta og leggja ykkur nýjan anda í brjóst. Ég mun taka steinhjartað úr líkama ykkar og gefa ykkur hjarta af holdi. Ég mun leggja ykkur anda minn í brjóst svo að þið farið að boðum mínum og haldið reglur mínar og framfylgið þeim. Þið skuluð búa í landinu sem...
Published 05/09/20
Steinunn og Sveinn ræða texta næsta sunnudags og missa sig aðeins í ýmsum léttum sögum og vangaveltum um Unorthodox, af hverju Orígenes taldi Jesú ófríðan og af hverju við megum ekki hafa kanadíska þræla. Textarnir eru þessir:  Lexía: Jes 43.16-19 Svo segir Drottinn sem lagði veg yfir hafið og braut yfir hin ströngu vötn, hann sem leiddi út vagna og hesta ásamt öflugum her en þeir liggja kyrrir og rísa ekki aftur, þeir kulnuðu út eins og hörkveikur. Minnist hvorki hins liðna né hugleiðið...
Published 05/01/20
Góði hirðirinn, hirðishlutverkið, leiðtoginn - allt þetta er til umræðu í þessu hlaðvarpi sem er styttra en venjulega og alveg passlegt fyrir einn kaffitíma. Njótið vel. Lexía: Esk 34.11-16, 31 Því að svo segir Drottinn Guð: Nú ætla ég sjálfur að leita sauða minna og líta eftir þeim. Eins og hirðir lítur eftir hjörð sinni þegar hún er á dreif í kringum hann mun ég fylgjast með mínu fé. Ég mun bjarga sauðum mínum frá öllum þeim stöðum sem þeir dreifðust til á hinum dimma og drungalega degi....
Published 04/25/20
Í þessum þætti ræðum við um frásögninga af Emmausförunum sem er í Lúkasarguðspjalli, 24.13-35 og síðan um það þegar Jesús birtist lærisveinunum bakvið luktar dyr og Tómas var vantrúaður, Jóhannesarguðspjalli 20.19-31.  Við ræðum samfylgdina, T. S. Eliott, hugtakið Shalom og hvernig spyrja má um Shalom stríðsins en líka hvernig upprisufrásagnirnar birta okkur trú og vantrú og aftur trú.  Textana má finna hér:  Emmausfararnir Jesús birtist lærisveinunum
Published 04/17/20
Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir og Sveinn Valgeirsson takast á við texta dymbilviku og páska og velta upp ýmsum flötum, svo sem stórum steini, fótaþvotti og því hvort Páll postuli myndi hallast að rétttrúnaðarkirkjunni í skilningi sínum á eðli Krists. Einnig hebreska orðinu Peshar, gríska orðinu Pascha og sögninni paschein - fyrir þau sem vilja rifja upp inngangsfræðina. Dagarnir þrír eru aðgreindir þannig að þátturinn er í þremur hlutum.  Textar þessara daga eru á vef...
Published 04/09/20
Steinunn Arnþrúður og Sveinn takast á við texta Pálmasunnudags og fara vítt og breytt. Textarnir eru eftirfarandi:  Lexía: Sak 9.9-10 Fagna mjög, dóttirin Síon, lát gleðilátum, dóttirin Jerúsalem. Sjá, konungur þinn kemur til þín. Réttlátur er hann og sigursæll, lítillátur og ríður asna, ungum ösnufola. Hann útrýmir hervögnum úr Efraím og víghestum úr Jerúsalem. Öllum herbogum verður eytt. Hann mun boða þjóðunum frið og ríki hans mun ná frá hafi til hafs og frá Fljótinu til endimarka...
Published 04/04/20
Prestarnir Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir og Sveinn Valgeirsson skoða spjalla um texta næsta sunnudags, sögurnar að baki þeim og hugsanlega túlkun. Að þessu sinni verða textar 5. sunnudags í föstu skoðaðir en einnig textar boðunardags Mariu, sem er 25. mars.  Textar 5. su. í föstu: Lexía: 4Mós 21.4b-9 Pistill: Heb 9.11-15 Guðspjall: Jóh 8.46-59 Þá má einnig finna á vef Þjóðkirkjunnar Textar boðunardags Maríu:  Lexía: Mík 5.2-3 Pistill: Opb 21.3-7 Guðspjall: Lúk 1.26-38 Þá má...
Published 03/26/20