Guð-spjall, 35. þáttur: Óskalögin: Basans uxar og steinninn stóri
Listen now
Description
Við fögnum árs afmæli Guð-spjalls þáttanna með köku og í sykurvímu ákveðum við að fjalla um einhverja texta sem við höldum upp á og tengjast dymbilviku og páskum, frekar en texta næsta sunnudags. Þetta eru eiginlega óskalögin. Við völdum Sálm 22 og upprisufrásögn Markúsar.  Sálmur 22 Guð minn, Guð minn! Hví hefur þú yfirgefið mig? Ég hrópa en hjálp mín er fjarlæg. „Guð minn!“ hrópa ég um daga en þú svarar ekki, og um nætur en ég finn enga fró. Samt ert þú Hinn heilagi sem ríkir yfir lofsöngvum Ísraels. Þér treystu feður vorir, þeir treystu þér og þú hjálpaðir þeim, hrópuðu til þín og þeim var bjargað, treystu þér og vonin brást þeim ekki. En ég er maðkur og ekki maður, smánaður af mönnum, fyrirlitinn af öllum. Allir, sem sjá mig, gera gys að mér, geifla sig og hrista höfuðið. Hann fól málefni sitt Drottni, hann hjálpi honum, og frelsi hann, hafi hann þóknun á honum. Þú leiddir mig fram af móðurlífi, lést mig liggja öruggan við brjóst móður minnar. Til þín var mér varpað úr móðurskauti, frá móðurlífi ert þú Guð minn. Ver eigi fjarri mér því að neyðin er nærri og enginn hjálpar. Sterk naut umkringja mig, Basans uxar slá hring um mig, glenna upp ginið í móti mér, sem bráðsólgið, öskrandi ljón. Ég er eins og vatn sem hellt er út, öll bein mín gliðnuð í sundur, hjarta mitt er sem vax, bráðnað í brjósti mér. Kverkar mínar eru þurrar sem brenndur leir, tungan loðir við góminn, þú leggur mig í duft dauðans. Hundar umkringja mig, hópur illvirkja slær hring um mig, þeir hafa gegnumstungið hendur mínar og fætur. Ég get talið öll mín bein, þeir horfa á og hafa mig að augnagamni. Þeir skipta með sér klæðum mínum, kasta hlut um kyrtil minn. En þú, Drottinn, ver ekki fjarri, styrkur minn, skunda mér til hjálpar. Frelsa mig undan sverðinu og líf mitt frá hundunum. Bjarga mér úr gini ljónsins og frá hornum villinautanna. Þú hefur bænheyrt mig. [...] Komandi kynslóðum mun sagt verða frá Drottni og óbornum mun boðað réttlæti hans því að hann hefur framkvæmt það. Mark. 16:1-8 Þá er hvíldardagurinn var liðinn keyptu þær María Magdalena, María móðir Jakobs og Salóme ilmsmyrsl til að fara og smyrja hann. Og mjög árla hinn fyrsta dag vikunnar, um sólarupprás, koma þær að gröfinni. Þær sögðu sín á milli: „Hver mun velta fyrir okkur steininum frá grafarmunnanum?“ En þegar þær líta upp sjá þær að steininum hafði verið velt frá en hann var mjög stór. Þær stíga inn í gröfina og sjá ungan mann sitja hægra megin, klæddan hvítri skikkju, og þær skelfdust. En hann sagði við þær: „Skelfist eigi. Þér leitið að Jesú frá Nasaret, hinum krossfesta. Hann er upp risinn, hann er ekki hér. Sjáið þarna staðinn þar sem þeir lögðu hann. En farið og segið lærisveinum hans og Pétri: Hann fer á undan yður til Galíleu. Þar munuð þér sjá hann eins og hann sagði yður.“ Þær fóru út og flýðu frá gröfinni því ótti og ofboð var yfir þær komið. Þær sögðu engum frá neinu því þær voru hræddar.
More Episodes
Spjallað um atburði kyrruviku frá ýmsum sjónarhornum. 
Published 04/15/22
Published 04/15/22
Þarf alltaf að vera vín? Brúðkaupið í Kana getur verið erfitt að skilja ef áfengismagnið truflar okkur. Hvað var Jesús að fara með þessu? Og tengist þessi saga Bakkusarátrúnaði? Var Jesús dónalegur við mömmu sína? Og hvaða Guð er það sem við sjáum bara hnakkann á? Þetta og fleira og fleira til...
Published 01/14/22