Guð-spjall, 30. þáttur: Tekið fast á föstunni og flókið guðspjall
Listen now
Description
Þrjátíu þættir! Og samt eins og við höfum ekkert lært. Lexíu og pistil má tengja föstunni en guðspjallið - jahérnahérna! En við gerum okkar besta og tínum að auki til ýmislegt - deilur Páls postula við kjaftfora liðið í Korintu, þýðingar sr. Páls í Selárdal og fólkið sem telur öruggt að Guð varðveiti það þó að það sé sífellt að stíga ofan á höggorma og nöðrur.  Lexía: Slm 1 Sæll er sá sem eigi fer að ráðum óguðlegra, eigi gengur götur syndara og eigi situr meðal háðgjarnra heldur hefur yndi af leiðsögn Drottins og hugleiðir lögmál hans dag og nótt. Hann er sem tré gróðursett hjá lindum, það ber ávöxt sinn á réttum tíma og blöð þess visna ekki. Allt, sem hann gerir, lánast honum. Óguðlegum farnast á annan veg, þeir hrekjast sem hismi í stormi. Því hvorki standast óguðlegir fyrir dómi né syndarar í söfnuði réttlátra. Drottinn vakir yfir vegi réttlátra en vegur óguðlegra endar í vegleysu. Pistill: 2Kor 13-5-8 Rannsakið hvort trú ykkar kemur fram í breytni ykkar, prófið ykkur sjálf. Gerið þið ykkur ekki grein fyrir að Jesús Kristur lifir í ykkur? Það skyldi vera að þið stæðust ekki prófið. En ég vona að þið komist að raun um að ég hef staðist prófið. Ég bið til Guðs að þið gerið ekki neitt illt, ekki til þess að það sýni ágæti mitt heldur til þess að þið gerið hið góða. Ég gæti eins sýnst óhæfur. Því að ekki megna ég neitt gegn sannleikanum heldur með hjálp hans. Guðspjall: Lúk 10.17-20 Nú komu þeir sjötíu og tveir aftur með fögnuði og sögðu: „Drottinn, jafnvel illir andar hlýða okkur þegar við tölum í þínu nafni.“ En Jesús mælti við þá: „Ég sá Satan hrapa af himni sem eldingu. Ég hef gefið yður vald að stíga á höggorma og sporðdreka og yfir öllu óvinarins veldi. Alls ekkert mun gera yður mein. Gleðjist samt ekki af því að illu andarnir hlýða yður, gleðjist öllu heldur af hinu að nöfn yðar eru skráð í himnunum.“
More Episodes
Spjallað um atburði kyrruviku frá ýmsum sjónarhornum. 
Published 04/15/22
Published 04/15/22
Þarf alltaf að vera vín? Brúðkaupið í Kana getur verið erfitt að skilja ef áfengismagnið truflar okkur. Hvað var Jesús að fara með þessu? Og tengist þessi saga Bakkusarátrúnaði? Var Jesús dónalegur við mömmu sína? Og hvaða Guð er það sem við sjáum bara hnakkann á? Þetta og fleira og fleira til...
Published 01/14/22