Tene og ný golfdeild
Listen now
Description
Paradísareyjan Tenerife er gríðarlega vinsæll áfangastaður Íslendinga sem keppast við að komast í sólina við fjölbreytt tækifæri. Stærsta ástæðan er eflaust veðurfarið en sólin skín á Tenerife hvort sem það er vetur, sumar, vor eða haust sem hefur gert ferðir til eyjunnar sérlega vinsælar um jól og páska. En hvenær fóru Íslendingar að hópast til Tenerife og af hverju? Hvað er svona sérstakt við þessa eyju og getur verið að hún eigi eitthvað sameiginlegt með Íslandi, þó loftslagið sé afar ólíkt? Við skoðum málið ásamt Atla Fannari Bjarkasyni í örskýringu vikunnar. Ný golfdeild, sem nýtur stuðnings Sádí-Arabíu, ætlar sér stóra hluti í alþjóðagolfheiminum og ógnar stærstu golfmótaröðum heims. Fram undan er því mikil valdabarátta í golfheiminum. Ástralinn Greg Normann fer fyrir þessari nýju mótaröð, sem þó er runnin undan rifjum sádí-arabískra stjórnvalda. Bandarísku PGA-samtökin, sem reka PGA-mótaröðina, eru mjög ósátt við þessa tilburði og hafa sagst ekki ætla að sleppa leikmönnum á sinni mótaröð í mót á vegum LIV. Við ræðum um golf og hugtakið ?sportswashing" í síðari hluta þáttarins við Kristjönu Arnarsdóttur, íþróttafréttamann. Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.
More Episodes
Paradísareyjan Tenerife er gríðarlega vinsæll áfangastaður Íslendinga sem keppast við að komast í sólina við fjölbreytt tækifæri. Stærsta ástæðan er eflaust veðurfarið en sólin skín á Tenerife hvort sem það er vetur, sumar, vor eða haust sem hefur gert ferðir til eyjunnar sérlega vinsælar um jól...
Published 05/13/22
Fyrir rétt rúmri viku hækkaði Peningastefnunefnd Seðlabankans stýrivexti um heilt prósentustig - og þeir eru nú 3,75 prósent. Verðbólga mælist nú langt yfir 2,5 prósenta verðbólgumarkmiði Seðlabankans - er nú 7,2 prósent og hefur ekki verið meiri í um tólf ár. Á meðan sumir gagnrýna hækkunina -...
Published 05/12/22
Fyrir rétt rúmri viku hækkaði Peningastefnunefnd Seðlabankans stýrivexti um heilt prósentustig - og þeir eru nú 3,75 prósent. Verðbólga mælist nú langt yfir 2,5 prósenta verðbólgumarkmiði Seðlabankans - er nú 7,2 prósent og hefur ekki verið meiri í um tólf ár. Á meðan sumir gagnrýna hækkunina -...
Published 05/12/22