Sjöundi þáttur - Ferðahristingur
Listen now
Description
Skammdegið er í hámarki þessa fyrstu daga janúarmánaðar og eflaust margir farnir að telja niður í sumar, sælu og frí á framandi slóðir. Við hendum því í Ferðalagahristing í þætti dagsins. Allar spurningar tengjast ferðalögum, fríum og spennandi áfangastöðum um víða veröld. Gunna Dís situr sem gestaspyrill með Jóhanni Alfreð og liðin tvö sem keppa eru Klandur Vest sem í eru Andri Freyr Viðarsson og Elísabet Inga Sigurðardóttir en þau mæta liði Djúpsins sem mynda þau Kamilla Einarsdóttir og Jakob Birgisson. Meðal þess sem kemur við sögu er sælueyjan Tenerife, íslenskir heimshornaflakkar, íslensk flugfélög og mest sóttu ferðamannastaðir í heimi í keppni sem reyndist æsispennandi.
More Episodes
Þá er komið að síðasta þættinum í Tónlistarhéranum þessa páskana. Eins og áður kemur margt og mikið við sögu í lagalistum og spurningunum dagsins. Lög um bíla, Eurovision-slagarar, íslenskir 90's hittarar, Duran Duran og Queen svo fátt eitt sé nefnt. Það eru tvö ólseig lið sem mætast. Siggi Hlö...
Published 04/10/23
Þá er komið að síðasta þættinum í Tónlistarhéranum þessa páskana. Eins og áður kemur margt og mikið við sögu í lagalistum og spurningunum dagsins. Lög um bíla, Eurovision-slagarar, íslenskir 90's hittarar, Duran Duran og Queen svo fátt eitt sé nefnt. Það eru tvö ólseig lið sem mætast. Siggi Hlö...
Published 04/10/23
Published 04/10/23