Episodes
Þá er komið að síðasta þættinum í Tónlistarhéranum þessa páskana. Eins og áður kemur margt og mikið við sögu í lagalistum og spurningunum dagsins. Lög um bíla, Eurovision-slagarar, íslenskir 90's hittarar, Duran Duran og Queen svo fátt eitt sé nefnt. Það eru tvö ólseig lið sem mætast. Siggi Hlö og Una Stef mynda lið Voffa sem mæta liði Gassins en í því eru þeir Hallgrímur Ólafsson eða Halli Melló og Hreimur Örn Heimisson.
Published 04/10/23
Þá er komið að síðasta þættinum í Tónlistarhéranum þessa páskana. Eins og áður kemur margt og mikið við sögu í lagalistum og spurningunum dagsins. Lög um bíla, Eurovision-slagarar, íslenskir 90's hittarar, Duran Duran og Queen svo fátt eitt sé nefnt. Það eru tvö ólseig lið sem mætast. Siggi Hlö og Una Stef mynda lið Voffa sem mæta liði Gassins en í því eru þeir Hallgrímur Ólafsson eða Halli Melló og Hreimur Örn Heimisson.
Published 04/10/23
Published 04/10/23
Gleðilega páska! Og í tilefni dagsins bjóðum við upp á meiri Tónlistarhéra. Við sögu koma meðal annars danskar ábreiður af þekktum dægurlögum, 90's partýlög, lög sem náðu fyrsta sæti á Billboard í Bandaríkjunum og íslensk djammlög. Þeir Fílalagsbræður, Snorri Helga og Bergur Ebbi áttu að mæta liði laugardagsins á Rás 2, Helgu Margréti og Sölku Sól. Rétt fyrir fyrsta leik var liðunum skipt upp og við tók stórskemmtileg keppni.
Published 04/09/23
Gleðilega páska! Og í tilefni dagsins bjóðum við upp á meiri Tónlistarhéra. Við sögu koma meðal annars danskar ábreiður af þekktum dægurlögum, 90's partýlög, lög sem náðu fyrsta sæti á Billboard í Bandaríkjunum og íslensk djammlög. Þeir Fílalagsbræður, Snorri Helga og Bergur Ebbi áttu að mæta liði laugardagsins á Rás 2, Helgu Margréti og Sölku Sól. Rétt fyrir fyrsta leik var liðunum skipt upp og við tók stórskemmtileg keppni.
Published 04/09/23
Tónlistarhérinn heldur áfram í dag, föstudaginn langa og nú eru mætt tvö ný eldspræk lið. Við sögu í keppni dagsins koma meðal annars Karaeoke-neglur, Íslenskir ,,nineties" hittarar, Bob Dylan, Taylor Swift og þá reyna liðin að bregða fæti fyrir hvort annað með því að velja svínslegan lagalista fyrir andstæðinga sína. Það eru lið Tvöfalda vaffsins, þeirra Vigdísar Hafliðadóttur og Villa Netó sem mæta liði KVals þeim Einari Erni Jónssyni og Kjartani Guðmundssyni í fjörlegri og spennandi keppni.
Published 04/07/23
Tónlistarhérinn heldur áfram í dag, föstudaginn langa og nú eru mætt tvö ný eldspræk lið. Við sögu í keppni dagsins koma meðal annars Karaeoke-neglur, Íslenskir ,,nineties" hittarar, Bob Dylan, Taylor Swift og þá reyna liðin að bregða fæti fyrir hvort annað með því að velja svínslegan lagalista fyrir andstæðinga sína. Það eru lið Tvöfalda vaffsins, þeirra Vigdísar Hafliðadóttur og Villa Netó sem mæta liði KVals þeim Einari Erni Jónssyni og Kjartani Guðmundssyni í fjörlegri og spennandi keppni.
Published 04/07/23
Þessa páskana verður Tónlistarhérinn í loftinu á Rás 2. Átta lið etja kappi í fjórum skemmtilegum viðureignum og reyna að verða Tónlistarhérinn. Við leggjum ýmsar tónlistarþrautir fyrir liðin, þau geta meðal annars valið sér þemu eða flytjanda úr ýmsum áttum og á 90 sekúndum reyna þau við lagalista úr þemanu þar sem þau eiga að hafa upp á sem flestum titlum eða flytjendum áður en bjallan glymur. Jóhann Alfreð og Lovísa Rut spyrja spurninga og þeim til halds og trausts er Atli Már sem sérlegur...
Published 04/06/23
Þessa páskana verður Tónlistarhérinn í loftinu á Rás 2. Átta lið etja kappi í fjórum skemmtilegum viðureignum og reyna að verða Tónlistarhérinn. Við leggjum ýmsar tónlistarþrautir fyrir liðin, þau geta meðal annars valið sér þemu eða flytjanda úr ýmsum áttum og á 90 sekúndum reyna þau við lagalista úr þemanu þar sem þau eiga að hafa upp á sem flestum titlum eða flytjendum áður en bjallan glymur. Jóhann Alfreð og Lovísa Rut spyrja spurninga og þeim til halds og trausts er Atli Már sem sérlegur...
Published 04/06/23
Þá er komið að síðasta þættinum í bili af Heilahristingi og síðasta þeminn er viðeigandi þessa dagana. Við ljúkum seríunni með þjóðaríþróttinni, handbolta. Já, í dag er handboltahristingur og við sögu kemur m.a. handboltarokk, HM á Íslandi 1995, afrek Íslendinga í þýsku úrvalsdeildinni, stemmningslög í handboltahöllum og auðvitað Ólafur Stefánsson. Helga Margrét Höskuldsdóttir situr með sem gestastjórnandi og það mætast tvö hörkulið. Lið Rússablokkarinnar mynda þeir Ásgeir Jónsson og Theodór...
Published 01/15/23
Skammdegið er í hámarki þessa fyrstu daga janúarmánaðar og eflaust margir farnir að telja niður í sumar, sælu og frí á framandi slóðir. Við hendum því í Ferðalagahristing í þætti dagsins. Allar spurningar tengjast ferðalögum, fríum og spennandi áfangastöðum um víða veröld. Gunna Dís situr sem gestaspyrill með Jóhanni Alfreð og liðin tvö sem keppa eru Klandur Vest sem í eru Andri Freyr Viðarsson og Elísabet Inga Sigurðardóttir en þau mæta liði Djúpsins sem mynda þau Kamilla Einarsdóttir og...
Published 01/08/23
Í dag gamlársdag er á dagskrá sérstakur viðhafnar áramótahristingur. Allar spurningar dagsins munu tengjast árinu sem er að líða og í dag munu sitja þrír keppendur í hvoru liði sem bæði mynda fjölmiðlafólk af ýmsum miðlum. Fólk sem var áberandi á árinu, það skemmtilega sem gerðist, það skrýtna, það fréttnæma, Swedengate, boðorðin níu, sveitarstjórnarkosningarnar 2022 og fleira kemur við sögu í keppni dagsins. Gestaspyrill með Jóhanni Alfreð er Kristjana Arnarsdóttir. Oddur Þórðarson,...
Published 12/31/22
Síðasti þáttur fyrir jól og að því tilefni er Jólahristingur. Já, jólin koma við sögu í öllum spurningum dagsins á liðin tvö. Innlend jólalög og erlend, jólamyndir, jólatextar, sögulegir atburðir um jól, jóladagatal sjónvarpsins og fleira og fleira jóla. Laufey Haraldsdóttir situr sem gestastjórnandi með Jóhanni Alfreð í þætti dagsins. Liðin tvö eru Húvellingar sem mynda uppistandararnir og handritshöfundarnir Karen Björg Þorsteinsdóttir og Stefán Ingvar Vigfússon en þau mæta liði Margló Hó...
Published 12/18/22
Benedikt Valsson úr Hraðfréttum situr með Jóhanni Alfreð sem gestastjórnandi í Stúdíó 12 í dag. Og framundan er grínhristingur. Allar spurningar dagsins munu tengjast gríni með einum öðrum hætti. Meðal þess sem kemur við sögu eru íslenskir grínkarakterar, íslenskir titlar á gömlum gamanþáttum, Fóstbræður, Spaugstofan, gamanmyndir og eftirhermur. Það eru tvö bráðfyndin sem lið eigast við ídag. Lið Gjamma mynda þeir Gunnar Sigurðarson og Hjálmar Örn Jóhannsson. Þeir mæta liði Snjójárns, þeim...
Published 12/11/22
Gísli Marteinn Baldursson, sjónvarpsmaður situr sem gestastjórnandi með Jóhanni Alfreð þessa helgina. Áherslur og þemun í spurningunum koma frá Gísla en meðal þess sem kemur við sögu í þætti dagsins eru borgarstjórar í Reykjavík, Tinni, gamlir íslenskir sjónvarpsþættir, sigurlögin í Eurovision og framherjar í Liverpool. Liðin tvö sem mynda þau Lóa Hjálmtýsdóttir og Hugleikur Dagsson sem mæta Andra Ólafssyni og Fanneyju Birnu Jónsdóttur í bráðskemmtilegri keppni.
Published 12/04/22
Gestastjórnandi vikunnar er að þessu sinni dagskrárgerðarkonan Guðrún Sóley Gestsdóttir. Guðrún stýrir áherslum og þemum í spurningum dagsins. Liðin tvö sem keppa er lið Stórveldisins sem mynda þeir Tómas Steindórsson og Snorri Másson en þeir mæta liði Veru Illugadóttur, dagskrárgerðarkonu og Veigu Grétarsdóttur kajakræðara. Meðal þess sem kemur við sögu í þætti dagsins eru söngleikir, sundlaugar á Íslandi, íslensk hlaðvörp og textar í íslenskum rapplögum.
Published 11/27/22
Heilahristingur snýr aftur í dag. Nýr gestaspyrill mun sitja með Jóhanni Alfreð í hverjum þætti fram yfir áramót. Gestaspyrill dagsins er Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson, íþróttafréttamaður. Heimsmeistaramótið í knattspyrnu hefst í dag og að því tilefni er HM-hristingur. Allar spurningarnar tengjast HM í fótbolta beint eða óbeint. Lög frá löndunum sem taka þátt, spútnikliðin, dómaraskandalar og stjörnur HM í áranna rás er meðal þess sem kemur við sögu í þætti dagsins. Lið Venediktssonar sem...
Published 11/20/22
Það er komið að leiðarlokum og úrslitastund í sjónvarps- og kvikmyndahristingnum. Það er rafmögnuð úrslitaviðureign framundan þar sem lið Donnu Cruz og Hafsteins Sæmundssonar mæta liði Hugleiks Dagssonar og Söndru Barilli.
Published 12/31/21
Það er komið að leiðarlokum og úrslitastund í sjónvarps- og kvikmyndahristingnum. Það er rafmögnuð úrslitaviðureign framundan þar sem lið Donnu Cruz og Hafsteins Sæmundssonar mæta liði Hugleiks Dagssonar og Söndru Barilli.
Published 12/31/21
Það er komið að seinni undanúrslitaviðureigninni í sjónvarps- og kvikmyndahristingi. Hvert verður síðara liðið sem tryggir sér sæti í úrslitum á annan dag jóla? Í keppni dagsins mæta Dröfn Ösp Snorradóttir Rozas og Hrafn Jónsson liði Hafsteins Sæmundssonar og Donnu Cruz í æsispennandi viðureign.
Published 12/19/21
Það er komið að seinni undanúrslitaviðureigninni í sjónvarps- og kvikmyndahristingi. Hvert verður síðara liðið sem tryggir sér sæti í úrslitum á annan dag jóla? Í keppni dagsins mæta Dröfn Ösp Snorradóttir Rozas og Hrafn Jónsson liði Hafsteins Sæmundssonar og Donnu Cruz í æsispennandi viðureign.
Published 12/19/21
Það er komið að seinni undanúrslitaviðureigninni í sjónvarps- og kvikmyndahristingi. Hvert verður síðara liðið sem tryggir sér sæti í úrslitum á annan dag jóla? Í keppni dagsins mæta Dröfn Ösp Snorradóttir Rozas og Hrafn Jónsson liði Hafsteins Sæmundssonar og Donnu Cruz í æsispennandi viðureign.
Published 12/19/21
Leikar eru teknir að æsast í sjónvarps- og kvikmyndahristingi. Í dag kemur í ljós hvert annað liðið verður sem keppir til úrslita á annan dag jóla. Það er hörkuviðureign á dagskrá þegar Hugleikur Dagsson og Sandra Barilli mæta liði Vilhelm Neto og Snjólaugar Lúðvíksdóttur.
Published 12/12/21
Leikar eru teknir að æsast í sjónvarps- og kvikmyndahristingi. Í dag kemur í ljós hvert annað liðið verður sem keppir til úrslita á annan dag jóla. Það er hörkuviðureign á dagskrá þegar Hugleikur Dagsson og Sandra Barilli mæta liði Vilhelm Neto og Snjólaugar Lúðvíksdóttur.
Published 12/12/21
Síðasta sætið í undanúrslitum er í boði í þætti dagsins. Lið Kanarífuglana, þau Steiney Skúladóttir og Guðmundur Felixson mæta kvikmyndagerðarfólkinu Hrafni Jónssyni og Dröfn Ösp Snorradóttir Rozas í bráðskemmtilegri viðureign.
Published 12/05/21