Episodes
Síðasta sætið í undanúrslitum er í boði í þætti dagsins. Lið Kanarífuglana, þau Steiney Skúladóttir og Guðmundur Felixson mæta kvikmyndagerðarfólkinu Hrafni Jónssyni og Dröfn Ösp Snorradóttir Rozas í bráðskemmtilegri viðureign.
Published 12/05/21
Áfram halda átta liða úrslitin í sjónvarps- og kvikmyndahristingi. Það mætast stálin stinn í þætti dagsins. Gunnar Hansson, leikari og útvarpsmaður og Gagga Jónsdóttir, handritshöfundur og leikstjóri mæta liði Donnu Cruz, leikkonu og Hafsteins Sæmundssonar úr hlaðvarpinu Bíóblaður.
Published 11/28/21
Áfram halda átta liða úrslitin í sjónvarps- og kvikmyndahristingi. Það mætast stálin stinn í þætti dagsins. Gunnar Hansson, leikari og útvarpsmaður og Gagga Jónsdóttir, handritshöfundur og leikstjóri mæta liði Donnu Cruz, leikkonu og Hafsteins Sæmundssonar úr hlaðvarpinu Bíóblaður.
Published 11/28/21
Átta liða úrslit í sjónvarps- og kvikmyndahristingi halda áfram í dag. Hjónin Tinna Hrafnsdóttir og Sveinn Geirsson mæta liði Hugleiks Dagssonar og Söndru Barilli í viðureign um sæti í undanúrslitum.
Published 11/21/21
Átta liða úrslit í sjónvarps- og kvikmyndahristingi halda áfram í dag. Hjónin Tinna Hrafnsdóttir og Sveinn Geirsson mæta liði Hugleiks Dagssonar og Söndru Barilli í viðureign um sæti í undanúrslitum.
Published 11/21/21
Heilahristingur snýr aftur í dag og nú með nýju þema. Fram að jólum verður sjónvarps- og kvikmyndahristingur en allar spurningar munu tengjast sjónvarpsþáttum eða kvikmyndum með beinum eða óbeinum hætti. Átta lið hefja æsilega útsláttarkeppni þar til eitt lið stendur uppi sem sigurvegari í úrslitaþætti á annan dag jóla. Júlía Margrét Einarsdóttir verður þeim Jóhanni Alfreð og Helga Hrafni til halds trausts við spurningagerð og sem spyrill í seríunni. Í þessari fyrstu viðureign mæta...
Published 11/14/21
Heilahristingur snýr aftur í dag og nú með nýju þema. Fram að jólum verður sjónvarps- og kvikmyndahristingur en allar spurningar munu tengjast sjónvarpsþáttum eða kvikmyndum með beinum eða óbeinum hætti. Átta lið hefja æsilega útsláttarkeppni þar til eitt lið stendur uppi sem sigurvegari í úrslitaþætti á annan dag jóla. Júlía Margrét Einarsdóttir verður þeim Jóhanni Alfreð og Helga Hrafni til halds trausts við spurningagerð og sem spyrill í seríunni. Í þessari fyrstu viðureign mæta...
Published 11/14/21
Það er að komið að úrslitastund í íþróttahristingnum. Í dag mætast tvö hlutskörpustu liðin hingað til. Stefán Pálsson og Hjörvar Hafliðason mæta íþróttafréttamönnunum Þorkeli Gunnari Sigurbjörnssyni og Tómasi Þór Þórðarsyni í rafmagnaðri spennukeppni um sigurinn.
Published 08/01/21
Það er að komið að úrslitastund í íþróttahristingnum. Í dag mætast tvö hlutskörpustu liðin hingað til. Stefán Pálsson og Hjörvar Hafliðason mæta íþróttafréttamönnunum Þorkeli Gunnari Sigurbjörnssyni og Tómasi Þór Þórðarsyni í rafmagnaðri spennukeppni um sigurinn.
Published 08/01/21
Spennan er farin að magnast í Íþróttahristingnum og í dag er á dagskrá stórskemmtileg viðureign. Í þessari seinni undanúrslitaviðureign bítast lið Sólmundar Hólm og Baldurs Kristjánssonar við lið Hjörvars Hafliðasonar og Stefáns Pálssonar um síðara sætið í úrslitunum sem fara fram nú um verslunarmannahelgina.
Published 07/25/21
Spennan er farin að magnast í Íþróttahristingnum og í dag er á dagskrá stórskemmtileg viðureign. Í þessari seinni undanúrslitaviðureign bítast lið Sólmundar Hólm og Baldurs Kristjánssonar við lið Hjörvars Hafliðasonar og Stefáns Pálssonar um síðara sætið í úrslitunum sem fara fram nú um verslunarmannahelgina.
Published 07/25/21
Leikar eru teknir að æsast í íþróttahristingnum sem hefur verið í loftinu í sumar. Og nú er komið að fyrri undanúrslitaviðureigninni. Í fyrri undanúrslitum mætast lið íþróttafréttafólks, þau Svava Kristín og Kolbeinn Tumi af Stöð 2 og Vísi sem mæta liði íþróttafréttamannanna Þorkels Gunnars og Tómasar Þórs í æsilegri viðureign.
Published 07/18/21
Leikar eru teknir að æsast í íþróttahristingnum sem hefur verið í loftinu í sumar. Og nú er komið að fyrri undanúrslitaviðureigninni. Í fyrri undanúrslitum mætast lið íþróttafréttafólks, þau Svava Kristín og Kolbeinn Tumi af Stöð 2 og Vísi sem mæta liði íþróttafréttamannanna Þorkels Gunnars og Tómasar Þórs í æsilegri viðureign.
Published 07/18/21
Það er komið að síðustu viðureigninni í átta liða úrslitum. Að þessu sinni mæta Gunnar Helgason, rithöfundur og leikari og Hafrún Kristjánsdóttir, fyrrum handboltakona og sálfræðingur liði íþróttafréttamanna, þeim Tómasi Þór Þórðarsyni og Þorkeli Gunnari Sigurbjörnssyni í hörkuviðureign.
Published 07/11/21
Það er komið að síðustu viðureigninni í átta liða úrslitum. Að þessu sinni mæta Gunnar Helgason, rithöfundur og leikari og Hafrún Kristjánsdóttir, fyrrum handboltakona og sálfræðingur liði íþróttafréttamanna, þeim Tómasi Þór Þórðarsyni og Þorkeli Gunnari Sigurbjörnssyni í hörkuviðureign.
Published 07/11/21
Átta liða úrslitin í Íþróttahristingnum halda áfram í dag. Margrét Lára Viðarsdóttir og Gunnar Sigurðarson mæta þeim Sólmundi Hólm og Baldri Kristjánssyni í hörkukeppni.
Published 07/04/21
Átta liða úrslitin í Íþróttahristingnum halda áfram í dag. Margrét Lára Viðarsdóttir og Gunnar Sigurðarson mæta þeim Sólmundi Hólm og Baldri Kristjánssyni í hörkukeppni.
Published 07/04/21
Átta liða úrslitin í Íþróttahristingnum halda áfram í dag. Í dag mætir lið Stöðvar 2 og Vísis, þau Kolbeinn Tumi Daðason og Svava Kristín Grétarsdóttir liði knattspyrnukvennanna Mist Edvardsdóttur og Ásgerðar Stefaníu Baldursdóttur.
Published 06/27/21
Átta liða úrslitin í Íþróttahristingnum halda áfram í dag. Í dag mætir lið Stöðvar 2 og Vísis, þau Kolbeinn Tumi Daðason og Svava Kristín Grétarsdóttir liði knattspyrnukvennanna Mist Edvardsdóttur og Ásgerðar Stefaníu Baldursdóttur.
Published 06/27/21
Heilahristingur heldur áfram í sumar og að þessu sinni er það Íþróttahristingur. Átta lið hefja leik í skemmtilegri útsláttarkeppni þar sem allar spurningarnar munu tengjast íþróttum með beinum eða óbeinum hætti. Sigurvegari verður svo krýndur í úrslitaþætti um verslunarmannahelgina. Og í þessari fyrstu keppni mætir lið Andra Ólafssonar og Fanneyjar Birnu Jónsdóttur liði Stefáns Pálssonar og Hjörvars Hafliðasonar í æsilegri keppni.
Published 06/20/21
Heilahristingur heldur áfram í sumar og að þessu sinni er það Íþróttahristingur. Átta lið hefja leik í skemmtilegri útsláttarkeppni þar sem allar spurningarnar munu tengjast íþróttum með beinum eða óbeinum hætti. Sigurvegari verður svo krýndur í úrslitaþætti um verslunarmannahelgina. Og í þessari fyrstu keppni mætir lið Andra Ólafssonar og Fanneyjar Birnu Jónsdóttur liði Stefáns Pálssonar og Hjörvars Hafliðasonar í æsilegri keppni.
Published 06/20/21
Páskadagur og þá er komið að úrslitastund í Tónlistarhristingnum. Leitinni að að tónfróðasta liðinu lýkur í dag. Og það er hörkuviðureign í úrslitum. Lið heimafólks á Rás 2, þau Hulda Geirsdóttir og Andri Freyr Viðarsson mæta Ara Eldjárn og Páli Óskari Hjálmtýssyni í stórskemmtilegri keppni.
Published 04/04/21
Páskadagur og þá er komið að úrslitastund í Tónlistarhristingnum. Leitinni að að tónfróðasta liðinu lýkur í dag. Og það er hörkuviðureign í úrslitum. Lið heimafólks á Rás 2, þau Hulda Geirsdóttir og Andri Freyr Viðarsson mæta Ara Eldjárn og Páli Óskari Hjálmtýssyni í stórskemmtilegri keppni.
Published 04/04/21
Úrslit framundan um næstu helgi og leikar eru farnir að æsast í Tónlistarhristingnum. Í seinni undanúrslitaviðureigninni í dag mætir lið Ara Eldjárn og Páls Óskars þeim Margréti Erlu Maack og Tómasi Steindórssyni í stórskemmtilegri og spennandi viðureign,.
Published 03/28/21
Úrslit framundan um næstu helgi og leikar eru farnir að æsast í Tónlistarhristingnum. Í seinni undanúrslitaviðureigninni í dag mætir lið Ara Eldjárn og Páls Óskars þeim Margréti Erlu Maack og Tómasi Steindórssyni í stórskemmtilegri og spennandi viðureign,.
Published 03/28/21