Sanna Reykjavík
Listen now
Description
Sanna Reykjavík 16. des 22 Reykvískur Sósíalismi á 20. öld Í þætti dagsins fáum við Sigurð Pétursson sagnfræðing í heimsókn. Hann hefur mikla þekkingu á verkalýðsmálum og ætlar að segja okkur frá sögu Sósíalista í Reykjavík á síðustu öld. Árið 1946 voru 4 borgarfulltrúar af 15 í Reykjavík Sósíalistar. Einnig voru þeir með fulltrúa í sveitarfélögum um landið allt, þar með talið hreinan meirihluta á Neskaupstað. Hvað á þessum tíma olli því að hljómgrunnur Sósíalista var svona sterkur? Spilaði verkalýðshreyfingin inn í? Eru einhver líkindi með þeim tímum sem Sósíalistar voru á hápunkti sínum og þeim tímum sem við lifum við í dag? Við leitum einnig svara við því hverju Sósíalistar voru að berjast fyrir í Reykjavík á þessum tíma og hverju var áorkað. Hvað getum við lært af þeim og erum við með svör þaðan um hvernig sé best að heyja baráttu alþýðunnar í borginni?
More Episodes
Reykjavíkurfréttir, þriðjudagur 14. maí Andrými Við fáum innsýn inn í starfsemi Andrýmis sem er róttækt félagsrými sem hefur fyrst og fremst það hlutverk að útvega aðstöðu fyrir grasrótarhópa og einstaklinga til að hittast og skipuleggja baráttu sína fyrir auknu jafnrétti og frelsi. Með...
Published 05/14/24
Published 05/14/24
Reykjavíkurfréttir, 30. apríl Húsnæði, hótel, leikskólar og einhverfa. Sanna Magdalena Mörtudóttir og Halldóra Hafsteinsdóttir fjalla um það helsta sem hefur átt sér stað í borgarmálum upp á síðkastið. Við fjöllum um fyrirhugaða 16 hæða hóteluppbyggingu sem á að reisa á Skúlagötu, umræður um...
Published 04/30/24