Episodes
Reykjavíkurfréttir, 30. apríl Húsnæði, hótel, leikskólar og einhverfa. Sanna Magdalena Mörtudóttir og Halldóra Hafsteinsdóttir fjalla um það helsta sem hefur átt sér stað í borgarmálum upp á síðkastið. Við fjöllum um fyrirhugaða 16 hæða hóteluppbyggingu sem á að reisa á Skúlagötu, umræður um byggingarfélag Reykjavíkurborgar, laun á leikskólum og fræðslumyndband velferðarsviðs um einhverfu.
Published 04/30/24
Published 04/30/24
Reykjavíkurfréttir, 23. apríl Metnaðarleysi í Mjódd Sanna Magdalena Mörtudóttur ræðir við Söru Stef Hildar um þjónustuleysið sem birtist á skiptistöðinni í Mjódd. Um er að ræða stærstu skiptistöðina í almenningssamgangnakerfi borgarinnar. Mikill þörf er á úrbótum til þess að gera svæðið aðlaðandi og laga að þörfum strætónotenda.
Published 04/23/24
Reykjavíkurfréttir, 27. febrúar, 2024 Eftirlit, sorp og mannréttindabrot Sanna, Andrea og Halldóra skoða nánar virkni eftirlitsmyndavéla en nýverið kom út skýrsla sem sýndi fram á að bæta þurfi verulega framkvæmd rafrænnar vöktunar og setja þarf fram leiðbeiningar um rafræna vöktun, t.a.m. varðandi aðgang að efni úr slíkri vöktun. Þá skoðum við hvernig söfnun á lífrænum úrgangi er háttað í öðrum sveitarfélögum á Norðurlöndunum og hvernig pokum undir lífrænan úrgang er komið til íbúa. Við...
Published 02/27/24
Reykjavíkurfréttir 20. febrúar Mótmæli í borgalandi Í þætti dagsins ræðum við um nýtingu almannarýmis til mótmæla og samstöðufunda og einblínum á nýlega viðburði í Reykjavík til stuðnings Palestínu. Hjálmtýr Heiðdal formaður félagsins Ísland-Palestína kemur í þáttinn og ræðir við Sönnu Magdalenu og Halldóru um samstöðuaðgerðir og hvernig borgarrýmið nýtist til þess.
Published 02/20/24
Í þætti dagsins ræðum við fjölbreytt mál sem hafa verið á dagskrá borgarstjórnar. Sanna Magdalena Mörtudóttir, Andrea Helgadóttir og Halldóra Hafsteinsdóttir kafa ofan í umræðu í kringum tillögu Sósíalistaflokksins um að hætta við fyrirhugaðar sumarlokanir borgarbókasafna, tillögu um umboðsmann borgarbúa. Þá fjöllum við einnig um umræður um mótmæli í borgarlandi og tekju- eignamörk til að komast í íbúðir Félagsbústaða.
Published 02/13/24
Við ræðum fréttir vikunnar og fáum svo innsýn inn í almenningsbókasöfnin og mikilvægi þeirra. Við kíkjum í hljóðvarpsstúdíó þar sem Dögg Sigmarsdóttir segir okkur frá lýðræðisverkefnum. Svo kemur Barbara Guðnadóttir safnstjóri og segir okkur frá mikilvægi safnsins og félagslegu rými þess.
Published 01/30/24
Í upphafi spjalla þær Andrea Helgadóttir og Sanna Magdalena Mörtudóttir sín á milli um það sem borið hefur á í umræðu og í borgarmálum þessa vikuna. Andrea talar að því loknu við systkinin Nönnu Hlín Halldórsdóttur heimspeking og Bjarka Gunnar Halldórsson arkitekt um hvort og hvernig þau sjái einkenni þess að vinnuaflið sé ósýnilegt þegar horft er á samfélagið og umhverfið. Hvort einhver hluti almennings, eða einhver iðja almennings og borgarbúa hafi strokast út í íslensku borgar- eða...
Published 12/12/23
Reykjavíkurfréttir, 5. des - Fánar, fjármál og fundir Í þætti dagsins fáum við kynningu á ýmsum málum borgarinnar, fjallað verður um stöðu aðgerðaráætlunar gegn rasisma í skóla- og frísundastarfi, fjárhagsáætlun, vetrarþjónustu og snjómokstur og loftslagsmálin innan borgarinnar í tengslum við óáreiðanlegar almennningssamgöngur. Þá fjöllum við um hvernig borgin geti sýnt samstöðu með stríðshrjáðum löndum með því að draga fána að húni og viðbrögð borgarinnar við Palestínska fánanum sem reistur...
Published 12/05/23
Sanna Magdalena Mörtudóttir og Andrea Helgadóttir borgar- og varaborgarfulltrúi Sósíalista fara yfir helstu fréttir úr borginni. Fjárhagsáætlunargerð stendur nú yfir og munum við fara yfir breytingartillögur Sósíalista. Þá koma Guðmundur Hrafn Arngrímsson formaður Samtaka leigjenda og Jón Ferdínand Estherarson sem situr í stjórn samtakanna til okkar og ræða um skaðsemi Airbnb og áhrif þess á leigumarkaðinn.
Published 11/28/23
Í dag fáum við kynningu á nýútgefinni skýrslu ÖBÍ réttindasamtaka um húsnæðismál fatlaðs fólks. Maríu Pétursdóttir formaður húsnæðishóps ÖBÍ og Kjartan Þór Ingason starfsmaður ÖBÍ koma til okkar og ræða þessi mál og hvað sveitarfélögin geti gert í þeim efnum. Í lokin heyrum við sögu Gunnhildar Hlöðversdóttur um háan húsnæðiskostnað en viðtal við hana birtist á Rauða borðinu fyrir um ári síðan þegar niðurstöður könnunar um slæma stöðu fatlaðs fólks á húsnæðismarkaði var kynnt.
Published 11/21/23
Borgarfulltrúarnir Sanna Magdalena Mörtudóttur og Trausti Breiðfjörð Magnússon fara yfir helstu fréttir úr borginni. Teitur Atlason kemur og ræðir sorphirðu í borginni. Umræður verða síðan um stjórnmálaástandið í Reykjavík með góðum gestum. Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur rýnir í nýjustu skoðanakönnun og fer yfir stöðuna ásamt Halldóri Auðar Svanssyni fyrrverandi borgarfulltrúa, Helgu Þórðardóttur varaborgarfulltrúa og Guðmundi Auðunssyni kosningastjóra sósíalista í borginni.
Published 11/07/23
Borgarfulltrúarnir Sanna Magdalena Mörtudóttir og Trausti Breiðfjörð Magnússon fara yfir málin í borginni, í Reykjavíkurfréttum. Karl Héðinn Kristjánsson, formaður Ungra sósíalista kemur í stúdíóið og ræðir við okkur fréttir vikunnar. Eftir það skoðum við Sunnutorg og veltum því fyrir okkur hvað eigi að gera við þessa byggingu, sem hefur átt betri daga. Kristín I. Pálsdóttir, framkvæmdastýra og talskona Rótarinnar - Félags um velferð og lífsgæði kvenna og Kristján Ernir frá Viðmóti -...
Published 11/01/23
Borgarfulltrúarnir Sanna Magdalena Mörtudóttir og Trausti Breiðfjörð Magnússon ræða fréttir vikunnar í Reykjavík, heimsækja hjólhýsabyggðina við Sævarhöfða og fá gesti í stúdíóið til að ræða húsnæðiskreppuna í höfuðborginni. Gestir þáttarins eru Guðmundur Hrafn Arngrímsson formaður Samtaka leigjenda, Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi Flokks fólksins og Bjarni Þór Sigurðsson sérfræðingur í húsnæðismálum hjá ASÍ.
Published 11/01/23
Borgarfulltrúar sósíalista ræða það sem bar hæst í nýliðinnu viku. Þar á meðal er ný skýrsla um athugun á vöggustofum en þær tóku til starfa 1949. Einnig ræða þau nýtt hverfi sem á að rísa í Keldum og setja það í samhengi við stöðuna á húsnæðismarkaði. Tillaga sósíalista í borgarstjórn verður einnig rædd ásamt öðrum málum sem þar fóru fram.
Published 10/06/23
Sanna Reykjavík - 29. september Félagsbústaðir hækka leigu Félagsbústaðir kynntu nýverið breytingar á leigu sem leiðir til þess að stór hópur sér nú fram á að greiða hærri leigu. Breytingin mun hafa áhrif á 2.649 leigjendur hjá Félagsbústöðum, þar sem leiga hækkar hjá 1.538 leigjendum en lækkar hjá 1.111 leigjendum. Breytingin er kynnt af Félagsbústöðum sem aðferð í því að jafna leiguverð á milli ólíkra íbúða þannig að leigan sé sem jöfnast óháð staðsetningum og fleiri þáttum. Leigjendur...
Published 09/29/23
Borgarstjórn felldi í vikunni tillögu sósíalista um 0,05% hækkun gjalda á fyrirtæki, í þá upphæð sem hún var í fyrir covid heimsfaraldurinn. Þannig hefði borgin getað fengið rúman hálfan milljarða á ári, næstu ár. Sárleg þörf er á fjármunum í grunnþjónustu borgarinnar sem hefur verið skorin niður á síðustu misserum. Meirihlutinn vildi ekki horfast í augu við þessa stöðu og felldu tillöguna. Anita Da Silva Bjarnadóttir sem á heima í Reykjavík fylgdist með fundinum í vikunni. Við ætlum að ræða...
Published 09/22/23
Í dag fáum við tvo gesti til að ræða borgarskipulag, arkitektur nútímans og áhrif þess á andlega líðan. Stórir verktakar hafa aukið völd sín í skipulagsmálum og stýra allri þróun. Krafan um hámarkshagnað trompar önnur sjónarmið. Þar með talið hugmyndir um fegurðargildi bygginga, áhrif hönnunar á líðan íbúa, svo ekki sé talað um húsnæðisverð. Er einsleitnin of mikil? Hvers vegna er svona margar byggingar eins og gráir kassar? Hvað geta skipulagsyfirvöld gert til að bæta úr? Þetta og margt...
Published 09/15/23
23. Júní Nýjung í dag! Í upphafi þessa þáttar verður birt stutt innslag þar sem Trausti ræðir við íbúa í Grafarvogi. Við viljum heyra frá hverfisbúum hvernig aðstæður eru og hvað megi gera betur. Með tímanum er markmiðið að búið verði að ræða við fólk úr öllum hverfum. Eftir innslagið ræðum við svo um Vinnuskóla Reykjavíkur. Hvers vegna ákvað meirihlutinn í Reykjavík að frysta laun unglinga? Á sama tíma var ekki tekið undir tillögu Sósíalista um að gera slíkt hið sama fyrir borgarfulltrúa....
Published 06/23/23
5. maí 2023 Samtök leigjenda á Íslandi gerðust nýlega meðlimir að IUT, alþjóðasamtökum leigjenda á ráðstefnu í Lissabon. Þar var fjöldi fólks úr ýmsum áttum samankominn og fulltrúi íslensku leigjendasamtakanna vakti athygli á stöðu leigjenda á Íslandi. Fulltrúum annarra landa í Evrópu sem þangað voru samankomin fannst margt undarlegt við íslenska leigumarkaðinn og þá sérstaklega hvernig leigubótakerfinu er háttað hér á landi. Yngvi Ómar Sighvatsson frá samtökum leigjenda á Íslandi kemur til...
Published 05/05/23
Föstudagur 28. apríl 2023. Þór Saari kemur til okkar að ræða einkavæðingu Ljósleiðarans í Reykjavík. Meirihlutinn í Reykjavík virðist aðhyllast hægri pólitík sem felur í sér niðurlagningu stofnana, einkavæðinga og lækkun fyrirtækjaskatta. Við ræðum á hvaða vegferð meirihlutinn í borginni er, hvernig EES tilskipanir kveða á um markaðsvæðingu innviða og hvað er hægt að gera til að komast upp úr hugmyndafræði nýfrjálshyggjunnar.
Published 04/28/23
Andrea Helgadóttir varaborgarfulltrúi Sósíalista kemur til okkar og við kynnumst henni og bakgrunni hennar. Áður en hún hóf störf í borgarstjórn starfaði hún í leikskóla og með börnum. Í þættinum ræðum við stöðu leikskólamála, hvað þarf að laga og hvernig megi vinna að því.
Published 04/21/23
Í þætti dagsins fáum við Guðnýju Benediktsdóttur í heimsókn. Hún hefur verið leigjandi í 27 ár og situr nú í stjórn Samtaka leigjenda. Guðný hefur búið víðsvegar og segir okkur frá áratugareynslu sinni af því að vera leigjandi. Við ræðum einnig stöðuna á leigumarkaðnum og hverju samtök leigjenda eru að berjast fyrir þessi misserin.
Published 03/11/23
Föstudagur 20. janúar Við ræðum við Söru Stef Hiladardóttur um málefni strætó. Hún notar farmátann daglega og hefur gagnrýnt strætókerfið að undanförnu á síðu Félags strætófarþega. Tölum um útvistun, farþegaaðstöðu og þjónustuna.
Published 01/31/23
Fimmtudagur 19 janúar Sanna og Trausti, borgarfulltrúar Sósíalista ræða stöðu mála í borginni. Hvað hefur verið á dagskrá upp á síðkastið og hver er afstaða Sósíalista til þeirra mála? Hvað hafa þau lagt fram og hvernig hefur umræðan verið?
Published 01/31/23