Episodes
Fimmtudagur 19 janúar Sanna og Trausti, borgarfulltrúar Sósíalista ræða stöðu mála í borginni. Hvað hefur verið á dagskrá upp á síðkastið og hver er afstaða Sósíalista til þeirra mála? Hvað hafa þau lagt fram og hvernig hefur umræðan verið?
Published 01/31/23
Fimmtudagurinn 22. Desember 22 Unglingasmiðjur borgarinnar Á dögunum kynnti borgin áform um að loka ætti unglingasmiðjum sem eru ætluð félagslega einangruðum ungmennum. Sigurlaug H. Traustadóttir, félagsráðgjafi sem hefur starfað í unglingasmiðjum Reykjavíkurborgar segir okkur frá starfseminni sem þar fer fram. Sigurlaug skrifaði einnig mastersritgerð um upplifun notenda af smiðjunum í Reykjavík. Við ræðum hugmyndafræði unglingasmiðjanna, hversu vel hún hefur virkað og mikilvægi slíkrar...
Published 12/22/22
Sanna Reykjavík 16. des 22 Reykvískur Sósíalismi á 20. öld Í þætti dagsins fáum við Sigurð Pétursson sagnfræðing í heimsókn. Hann hefur mikla þekkingu á verkalýðsmálum og ætlar að segja okkur frá sögu Sósíalista í Reykjavík á síðustu öld. Árið 1946 voru 4 borgarfulltrúar af 15 í Reykjavík Sósíalistar. Einnig voru þeir með fulltrúa í sveitarfélögum um landið allt, þar með talið hreinan meirihluta á Neskaupstað. Hvað á þessum tíma olli því að hljómgrunnur Sósíalista var svona sterkur? Spilaði...
Published 12/22/22
Fimmtudagurinn 15. desember 2022 Staða leigjenda Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður Leigjendasamtakanna segir okkur frá því nýjasta í stöðu leigjenda hér á landi. Við munum ræða aðkomu stjórnvalda að uppbyggingu húsnæðis sem og réttindi leigjenda. Hvernig geta sveitarfélög byggt upp góða borg sem hefur hag leigjenda að leiðarljósi og að hve miklu leyti eru raddir leigjenda hafðar með í ráðum varðandi húsnæðisuppbyggingu? Þetta og margt fleira verður í þættinum.
Published 12/15/22
18.Nóvember 2022 Umhverfið hefur mikil áhrif á okkur mannfólkið og í þættinum skoðum við sálræn áhrif umhverfis, skipulagningar og hönnunar. Við skoðum hvaða sjónarmið eru ráðandi í uppbyggingu og hönnun borgarrýma og almenningssvæða. Þar að auki skoðum við hvort að fjármagn eða íbúar hafi meira vægi í mótun nærumhverfis. Þá spyrjum við einnig hvort að skipulag geti verið útilokandi fyrir ákveðna hópa samfélagsins og hvernig sé hægt að tryggja að svo verði ekki. Móheiður Helga Huldudóttir...
Published 11/18/22
Í þessum þætti verður rætt við Bergþóru Pálsdóttur. Hún á heima í laugardalnum, nánar tiltekið á hjólhýsa- og húsbílasvæðinu þar. Á síðustu árum hefur hún ásamt öðrum íbúum barist fyrir því að búsetan verði skilgreind til langtíma. Óvissan er mikil því borgin hefur ekki ennþá boðið þeim langtímadvöl. Við ætlum að ræða við Bergþóru um stöðuna og hvað hún vilji að borgin í málunum.
Published 11/04/22
Í fyrsta þætti nýs kjörtímabils ætla borgarfulltrúar Sósíalista að ræða málefni Strætó. Til okkar koma tveir góðir gestir. Annar þeirra er vagnstjóri hjá Strætó, Pétur Karlsson og hinn er farþegi sem nýtir sér reglulega þjónustuna, Sturla Freyr Magnússon. Við viljum heyra hvað þeir hafa að segja um Strætó. Hvernig leggjast nýjustu fréttir í þá um aukna einkavæðingu? Er leiðarkerfið að þjóna farþegum eins vel og ætti að ganga? Er nógu mikið hlustað á það sem farþegar og vagnstjórar hafa að...
Published 11/04/22
Sanna ræðir við Guðmund Hrafn Arngrímsson, formann leigjendasamtakanna, um fund borgarstjóra um stefnu og aðgerðir Reykjavíkurborgar í uppbyggingu húsnæðis.
Published 04/01/22
Laufey ræðir við Thelmu Rún Gylfadóttur um reynslu hennar af sérkennslu og öðrum stuðningi við börn í leik- og grunnskólum.
Published 03/29/22
Fjóla Heiðdal segir okkur frá reynslu sinni af skólakerfinu og stuðningsúrræðum í tengslum við skólagöngu barnsins síns. Við heyrum hvernig er brugðist við þegar þörf er á stuðningi og hvað megi betur fara. Í þættinum ræðum við hvernig kerfið tekur á móti foreldrum og börnum með ákveðnar greiningar.
Published 03/18/22
Guðmundur Auðunsson og Sanna Magdalena Mörtudóttir ræða stefnuyfirlýsingu sósíalista fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar sem ber heitir Valdið til fólksins!
Published 03/15/22
Sveitarfélögum er skylt að veita þeim sem ekki geta séð sér og sínum farborða án aðstoðar, fjárhagsaðstoð til framfærslu. Grunnfjárhæðin er mjög lág og er hún 217.799 hjá Reykjavíkurborg og lækkar ef viðkomandi býr ekki í eigin húsnæði eða leigir.
Published 03/11/22
Við ræðum skipulag borga og hvernig rými eru hönnuð og hvernig skipulag og aðrir þættir geta komið í veg fyrir að þau henti ákveðnum hópum.
Published 03/08/22
Today's show will be in English as we are joined with R.E.C Arts Reykjavík, a new theatrical and artistic creative team based in Reykjavík. Their aim is to bring diversity, visibility and representation of marginalized groups to the mainstream theater, dance and music scenes in Iceland. Chaiwe Sól, Eva Björk and Rebecca Hidalgo tell us how R.E.C Arts Reykjavík started out and how it’s going. We also discuss what needs to change in the Icelandic community to make sure that it truly is a place...
Published 03/01/22
Árni H. Kristjánsson og Viðar Eggertsson segja okkur frá málefnum vöggustofanna og afleiðingum þess á börn og fjölskyldur.
Published 02/25/22
Við ræðum mikilvægi samstöðu, mótmæli og kraftinn sem á sér stað í því þegar margir einstaklingar koma saman til að senda skýr skilaboð.
Published 02/22/22
Guðmundur Hrafn Arngrímsson leigjandi og stjórnarmeðlimur í Samtökum leigjenda á Íslandi segir okkur frá stöðu og kröfum leigjenda. Við förum yfir stöðuna á Íslandi og erlendis og skoðum árangursríkar baráttuaðferðir sem hafa virkað til að bæta stöðu leigjenda.
Published 02/18/22
Hvernig útrýmum við fátækt? Ásta Dís Skjalddal samhæfingastjóri hjá PEPP Ísland grasrót fólks í fátækt og Laufey Líndal Ólafsdóttir, peppari ræða þessi mál í Hinni Reykjavík.
Published 02/15/22
Hvernig virkar strætó fyrir borgarbúa, hvað þarf að laga og hvernig má ná því fram? Við ræðum þjónustu strætó, hvernig tekið er á móti ábendingum strætófarþega, aðgengi að strætó og strætóskýlum, öryggi í vögnum og margt fleira.
Published 02/11/22
Sæþór Benjamín Randalsson og Guðbjörg María Jósepsdóttir, félagar í Eflingu segja okkur frá mikilvægi þess að vera í stéttarfélagi.
Published 02/08/22
Laufey Ólafsdóttir segir okkur frá starfi EAPN (European Anti Poverty Network) og nýlegum umræðufundi um aðgengi að rafmagnsorku og húshitun. Vegna fátæktar hafa ekki allir það aðgengi.
Published 02/04/22
Peppararnir Birna Kristín Sigurjónsdóttir og Hildur Oddsdóttir segja okkur frá starfi PEPP Ísland, grasrót fólks í fátækt. Þær segja okkur frá starfsemi samtakanna, valdeflingunni sem felst í því að koma fram með því að viðurkenna stöðu stöðu sína og tala um hana.
Published 02/01/22
Símon Vestarr, íslenskukennari ræðir við okkur um stöðu grunnskólana. Í þættinum skoðum við aðstöðuna sem kennarar og starfsfólk grunnskóla hefur til að taka á móti börnum, rýmið og móttökuáætlanir fyrir börn af erlendum uppruna.
Published 01/28/22
Katrín Tinna Eyþórsdóttir kemur í Hina Reykjavík og segir okkur frá vegferð sinni úr foreldrahúsum í eigið húsnæði. Aðstæður fólks eru misjafnar og í þætti dagsins skoðum við hvað ungt fólk þurfi að gera til að útvega sér húsnæði og hvað sé hægt að gera til að létta álagi af ungu vinnandi fólki í húsnæðisleit.
Published 01/25/22
Anita Da Silva Bjarnadóttir segir okkur frá reynslu sinni af húsnæðiskerfi borgarinnar þar sem hún beið í næstum tólf ár eftir félagslegri íbúð án þess að biðin skilaði árangri.
Published 01/21/22