Sanna Reykjavík - Vinnuskóli Reykjavíkur
Listen now
Description
23. Júní Nýjung í dag! Í upphafi þessa þáttar verður birt stutt innslag þar sem Trausti ræðir við íbúa í Grafarvogi. Við viljum heyra frá hverfisbúum hvernig aðstæður eru og hvað megi gera betur. Með tímanum er markmiðið að búið verði að ræða við fólk úr öllum hverfum. Eftir innslagið ræðum við svo um Vinnuskóla Reykjavíkur. Hvers vegna ákvað meirihlutinn í Reykjavík að frysta laun unglinga? Á sama tíma var ekki tekið undir tillögu Sósíalista um að gera slíkt hið sama fyrir borgarfulltrúa. Er þetta tvískinnungur hjá kjörnum fulltrúum? Til að ræða þessi mál kemur til okkar Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir sem situr í ungmennaráði Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða. Ráðið sendi frá sér yfirlýsingu þar sem ákvörðun borgarinnar var harðlega mótmælt. Úlfhildur hefur unnið í vinnuskóla Reykjavíkur og er því með reynslu af þessu starfsumhverfi. Við munum ræða launakjörin, starfsaðstæður og hvort ungmenni eigi sjálf að hafa meiri völd á vinnustaðnum. Fylgist með í dag til að læra af unga fólkinu.
More Episodes
Reykjavíkurfréttir, þriðjudagur 14. maí Andrými Við fáum innsýn inn í starfsemi Andrýmis sem er róttækt félagsrými sem hefur fyrst og fremst það hlutverk að útvega aðstöðu fyrir grasrótarhópa og einstaklinga til að hittast og skipuleggja baráttu sína fyrir auknu jafnrétti og frelsi. Með...
Published 05/14/24
Published 05/14/24
Reykjavíkurfréttir, 30. apríl Húsnæði, hótel, leikskólar og einhverfa. Sanna Magdalena Mörtudóttir og Halldóra Hafsteinsdóttir fjalla um það helsta sem hefur átt sér stað í borgarmálum upp á síðkastið. Við fjöllum um fyrirhugaða 16 hæða hóteluppbyggingu sem á að reisa á Skúlagötu, umræður um...
Published 04/30/24