Félagsbústaðir hækka leigu
Listen now
Description
Sanna Reykjavík - 29. september Félagsbústaðir hækka leigu Félagsbústaðir kynntu nýverið breytingar á leigu sem leiðir til þess að stór hópur sér nú fram á að greiða hærri leigu. Breytingin mun hafa áhrif á 2.649 leigjendur hjá Félagsbústöðum, þar sem leiga hækkar hjá 1.538 leigjendum en lækkar hjá 1.111 leigjendum. Breytingin er kynnt af Félagsbústöðum sem aðferð í því að jafna leiguverð á milli ólíkra íbúða þannig að leigan sé sem jöfnast óháð staðsetningum og fleiri þáttum. Leigjendur Félagsbústaða búa við erfiða fjárhagslega stöðu og geta ekki greitt hærri leigu. Í þættinum í dag kemur til okkar leigjandi Félagsbústaða, Svandís Ragnarsdóttir og veitir okkur innsýn í veruleika leigjenda og hvernig er að fá tilkynningu um leiguhækkun.
More Episodes
Reykjavíkurfréttir, þriðjudagur 14. maí Andrými Við fáum innsýn inn í starfsemi Andrýmis sem er róttækt félagsrými sem hefur fyrst og fremst það hlutverk að útvega aðstöðu fyrir grasrótarhópa og einstaklinga til að hittast og skipuleggja baráttu sína fyrir auknu jafnrétti og frelsi. Með...
Published 05/14/24
Published 05/14/24
Reykjavíkurfréttir, 30. apríl Húsnæði, hótel, leikskólar og einhverfa. Sanna Magdalena Mörtudóttir og Halldóra Hafsteinsdóttir fjalla um það helsta sem hefur átt sér stað í borgarmálum upp á síðkastið. Við fjöllum um fyrirhugaða 16 hæða hóteluppbyggingu sem á að reisa á Skúlagötu, umræður um...
Published 04/30/24