Annar þáttur: Rannsóknarblaðamaðurinn
Listen now
Description
Á áttunda áratugnum var ágeng rannsóknarblaðamennska að fá byr undir báða vængi erlendis. Komin var fram ný kynslóð fréttamanna sem hikaði ekki við að svipta hulunni af spillingu og misgjörðum valdhafa og auðjöfra. Einn slíkur blaðamaður hér á landi var Vilmundur Gylfason, sem fjallaði um málefni Jósafats Arngrímssonar í óháðum fréttaþætti á RÚV og "dansaði línudans á meiðyrðalöggjöfinni" að eigin sögn. Umsjón: Snærós Sindradóttir og Sindri Freysson. Aðstoð við samsetningu og frágang: Guðni Tómasson Viðmælendur í þessum þætti: Jón Ólafsson, Valgerður Bjarnadóttir og Valtýr Sigurðsson. Lesarar í þessum þætti: Oddur Þórðarson, Freyr Rögnvaldsson, Björn Þór Sigurbjörnsson, Sindri Freysson, Karl Magnús Þórðarson, Guðni Tómasson, Andri Freyr Viðarsson og Rúnar Róbertsson
More Episodes
Published 04/11/23
Líf fjölskyldu Eggerts J Jónssonar kollsteyptist einn blíðan sumardag árið 1962 þegar heimilisfaðirinn varð bráðkvaddur. Afkomendur hans, börn og barnabörn, leita enn svara um andlátið sextíu árum síðar. Ný gögn í málinu hafa varpað ljósi á glæpsamlega vanrækslu þegar kom að rannsókn fráfallsins,...
Published 04/11/23
Valdatafl, vanefndir og pólitískar hrókeringar Keflavík var bæjarfélag í örum vexti þegar ungur og frambærilegur Sjálfstæðismaður, Eggert J Jónsson, var ráðinn sem bæjarstjóri og flutti með konu sinni og þremur börnum suður með sjó að hefja nýtt líf. Hann naut vinsælda í bænum en pólitísk...
Published 04/11/23