Episodes
Konurnar Ingileif og María hafa verið áberandi í hinsegin baráttunni á Íslandi meðal annars með stofnun Hinseginleikans sem er núna Instagram, sjónvarpsþáttur og hlaðvarp! 
Published 08/04/19
Hillary Clinton og Monica Lewinsky eru tvær konur sem eiga einn mann sameiginlegan, en oft gleymist að þær eru báðar öflugar baráttukonur og snillingar
Published 07/28/19
Konur þáttarins eru sjálfsöruggar, sterkar, kynþokkafullar, opinskáar og frakkar - og það hefur oft verið nýtt gegn þeim. Chidera Eggerue, aka The Slumflower og Amber Rose eru konur þriðja þáttar Kona er nefnd.
Published 07/21/19
Roxane Gay og Feminista Jones eru konur þáttarins.  TRIGGER WARNING kynferðis ofbeldi og tal um nauðgunamenningu 9:05 til 12:48 Femínismi svartra kvenna er ekki sá sami og hvítra kvenna og bæði Roxane og Feminista ráðast ekki á garðinn þar sem hann er lægstur, skrifa um og halda fyrirlestra um allt sem viðkemur öllu frá svörtum femínisma til líkamsvirðingar til kynlífs og fleira.
Published 07/14/19
Fyrsti þáttur hlaðvarpsins Kona er nefnd þar sem farið er yfir sögur tveggja stórmerkilegra kvenna. Annarsvegar er það Simone de Beauvoir sem var kveikjan að hugmyndinni að hlaðvarpinu og hinsvegar er það Marilyn Monroe, sem var misskilin stórstjarna með stóra sögu. Góðar stundir!
Published 07/07/19
Hverjar eru konurnar á bakvið Kona er nefnd? Hvaðan kemur hugmyndin og, af hverju? Stutt kynning á nýja íslenska hlaðvarpinu Kona er nefnd!
Published 07/06/19