Episodes
TW - í þættinum er rætt um FGM (female genital mutilation) og kynferðisofbeldi  Ekki er farið í mjög grafískar lýsingar og TW alltaf gefið þegar það á við. Konur þáttarins eru Wangari Maathai og Jaha Dukureh. Þær eiga það sameiginlegt að berjast fyrir réttindum kvenna í sínum heimalöndum í Afríku sem og í allri álfunni og jafnvel heiminum. Wangari er fyrsta afríska konan til að fá Friðarverðlaun Nóbels fyrir umhverfisvernd og mannúðarstarf og Jaha berst gegn FGM (female genital mutilation),...
Published 02/10/21
Published 02/10/21
Konur þáttarins eru jólakonur, auðvitað þær María Mey, móðir frelsarans, og Grýla, móðir jólasveinana. Hverjar eru konurnar á bakvið þessa frægu menn? Hvað tákna þær fyrir þau sem trúa á tilvist þeirra, og fyrir þau sem trúa ekki? Mæður, meyjur, fósturlandsins freyjur, þessar tvær konur eru umluknar þjóðsagnakenndri dulúð þrátt fyrir að vera vel þekktar. Í samstarfi við Flóru útgáfu, www.flora-utgafa.is Lífsbiblían eftir Öldu Karen Hjaltalín og Silju Björk Björnsdóttur er í forsölu á...
Published 12/30/20
Konur þáttarins eru fyrirsætan og aktívistinn Aaron Philip og leikkonan, Youtuber-inn og aktívistinn Lolo Spencer. Þær eru báðar fatlaðar konur sem hafa með styrk og elju látið drauma sína rætast í heimi sem er uppfullur af fötlunarfordómum og aðgengisleysi fyrir fatlað fólk. Aaron Philip er fædd með CP hreyfihömlun og er í hjólastól en hún hefur verið í þremur Vouge tímaritum, auk þess að hafa gefið út bók um líf sitt sem barn og unglingur með CP. Lolo Spencer greindist með ASL (MND) á...
Published 12/18/20
Konur þáttarins eru afrískar baráttukonur sem báðar höfðu mannréttindi og betrun samfélagsins að leiðarljósi. Í gegnum sjálfstæðisbaráttur gegn nýlendu- og aðskilnaðarstefnur höfðu þær áhrif á framtíð landa sinna og jafnrétti samlanda sinna. 
Published 12/07/20
TW: Í fyrri hluta þáttarins er fjallað um ofbeldissamband og sjálfvígstilraun. Neðst eru hlekkir samtaka sem geta aðstoðað vegna vanlíðunar eða ofbeldis. Konur sjöunda þáttar hjá Kona er nefnd eru þær Mel B og Shirley Bassey. Það leynist ýmislegt á bakvið glamúrlíf fræga og ríka fólksins. Hvernig hefur líf Mel B verið eftir að gullárum Kryddpíanna lauk? Hún er þriggja barna, tvískilin móðir, með átakanlega sögu á bakinu. Shirley Bassey er 83 ára stórstjarna með litríkan og leikrænan feril að...
Published 11/25/20
Konur dagsins eru íþróttakempur með meiru. Serenu Williams þekkja flest enda stjörnutenniskona til margra ára, en hvernig komst hún þar sem hún er í dag og hvað þarf hún sem svört kona að berjast við á hverjum degi (svarið er rasismi og feðraveldi). Caster Semenya skaust upp á stjörnuhimininn sem hlaupari síðustu ár en hefur þurft að standa í áralöngu stappi við óréttlátt kerfi sem með fordómum og fáfræði ýtir henni út á jaðarinn.
Published 11/16/20
Konur dagsins eru þær Cheryl Clarke og Audre Lorde, báðar ljóðskáld, báðar svartar og báðar lesbíur. Í ljóðum sínum fjölluðu þær báðar mikið um upplifanir sínar af bæði kynþætti og hinseginleika sínum, auk annarra upplifana sína í gegnum lífið af sjúkdómum, fjölskyldu, aktívisma og fleira. Þær gagnrýndu samtíma sinn og kröfðust réttlætis í gegnum verk sín og vinnu.
Published 11/09/20
Konur dagsins eru mikilvægir brautryðjendur og baráttukonur í hinsegin baráttu síðustu aldar. Ernestine Eckstein og Stormé DeLarverie tóku virkan þátt í að berjast fyrir réttindum sínum og annarra, á mótum hinseginleikans og þess að vera svartar konur í rasískum veruleika.
Published 08/16/20
Það er ýmislegt sem heimurinn hefði ekki án uppfinninga frá svörtu fólki. Í þessum þætti er fjallað um nokkrar konur sem voru frumkvöðlar á ýmsum sviðum. Madam C.J. Walker, Marie Van Brittan Brown og Sarah E. Goode leituðu lausna til að bæta líf sitt, og annarra.
Published 08/02/20
Konur þáttarins eru fyrirsæturnar og baráttukonurnar Winnie Harlow og Munroe Bergdorf. Þær starfa báðar sem fyrirsætur og vilja breyta hvíta normi tískuheimsins innan frá.
Published 07/05/20
Konur þáttarins eru tvær af helstu baráttukonum í the Black Panthers hreyfingunni sem börðust ötullega fyrir réttindum svartra í Bandaríkjunum. Fyrsti þáttur í annarri seríu af Kona er nefnd.
Published 06/21/20
Konur dagsins koma beint frá tækniheiminum í Silicon Valley. Sheryl Sandberg er COO Facebook og stofnandi Lean in samtakanna og Melinda Gates er tæknifrumkvöðull, fyrrum starfsmaður Microsoft og stórtæk í góðgerðamálum um allan heim.
Published 11/11/19
Kona er nefnd skellti sér á Kynjaþing 2019 í Norræna Húsinu og konur þáttarins voru ekki af verri endanum en þær voru fyrstu konur í bæjarstjórn, árið 1908. Þær Bríet Bjarnhéðinsdóttir, Þórunn Jónassen, Katrín Magnússon og Guðrún Björnsdóttir voru miklar baráttukonur sem ruddu brautina fyrir íslenskar konur í pólitík.
Published 11/05/19
Konur þáttarins eru báðar frábærar íþróttakonur og frumkvöðlar sem láta ekkert stoppa sig.
Published 10/20/19
Uppfinningakonur er þema þáttarins en þær Mary og Ada voru frumkvöðlar á hvorn sinn hátt og við eigum þeim báðum margt að þakka!
Published 10/13/19
Þema dagsins eru stjörnur úr kvikmyndaheiminum. Ava Duvernay er leikstjóri, handritshöfundur og framleiðandi sem er að breyta leiknum í bandarískri kvikmyndagerð og Marlene Dietrich var stórstjarna gömlu Hollywood sem beygði kynjareglurnar. Minnum á Facebook og Instagram leik Kona er nefnd sem verður í gangi til 10. október 2019 - vilt þú vinna ævisögu Roxane Gay frá Bergmál útgáfu? Finndu okkur á helstu samfélagsmiðlum undir nafninu Kona er nefnd!
Published 10/06/19
Konur þáttarins eru ólíkar en báðar frumkvöðlar á sínu sviði. Peggy Guggenheim bjargaði stórmerkilegum málverkum sem listsafnari og Patrisse Cullors er upphafskona Me Too áður en Me Too byltingin varð til.
Published 09/29/19
Í tilefni af Me Too ráðstefnunni sem var haldin í Reykjavík 17.-19. september 2019 fjallar þessi þáttur um tvær sterkar konur sem hafa barist gegn kynferðisofbeldi síðustu ár og áratugi. TW: umfjöllun um kynferðisofbeldi
Published 09/22/19
Þær stórmerkilegu forsetafrúr, Elanor Roosevelt og Michelle Obama, eru konur þáttarins. Hvernig er líf forsetafrúa Bandaríkjanna?
Published 09/15/19
Í tíunda þætti halda Tinna og Silja Björk upp á 10 ára vinkonuaafmæli og 10 ár af því að vera miklir aðdáendur Lady Gaga. Í þessum extra langa þætti er farið ítarlega yfir sögu þessarar stórmerkilegu konu, frá æsku hennar og yfir glæsilegan feril sem spannar meira en tíu ár!
Published 09/08/19
Í þessum þætti er farið yfir víðan völl í lífi stórmerkilegrar konu sem er best þekkt fyrir litla upptöku á litlum bar en er svo miklu meira en það. Bára Halldórsdóttir kíkti í viðtal og sagði okkur frá konunni á bakvið nafnið.
Published 09/01/19
Hinsegin þema hlaðvarpsins fer yfir í tvíkynhneigðar OG fjölkærar konur í þessum þætti - Gaby Dunn og Brenda Howard eru konur þáttarins 
Published 08/25/19
Konur þáttarins eru íþróttakonur og hafa haft mikil áhrif innan sinna íþrótta en líka utan þeirra. Gleðilegt Pride!
Published 08/17/19
Í tilefni 50 ára afmælis Stonewall uppþotanna er kjörið að líta yfir sögu Marsha P. Johnson og Sylvia Rivera sem áttu stóran þátt í hinsegin baráttu á árunum í kringum og eftir uppþotin. Auk þess færum við okkur til nútímans og fjöllum um leikkonuna og aktívistann Laverne Cox.
Published 08/11/19