Episodes
Ástandið á Ítalíu hefur verið skelfilegt vegna Covid-19 og hafa tæplega tuttugu og átta þúsund manns látist af völdum sjúkdómsins þegar þetta er skrifað. Þóra Arnórsdóttir fjölmiðlakona hefur búið í Bra á Ítalíu, tæplega þrjátíu þúsund manna bæ um 50 km sunnan við Tórínó undanfarið ár ásamt manni sínum Svavari Halldórssyni og þremur börnum á aldrinum 8,12 og 14 ára. Fjölskyldan hefur verið lokuð inni vegna farsóttarinnar í tæpa tvo mánuði. Þau kæmust ekki heim í dag nema borga fyrir það...
Published 05/01/20
Published 05/01/20
Það versta sem við getum gert þegar okkur líður illa er að einangra okkur því grunnuppspretta öryggis mannskepnunnar er góð tengsl við annað fólk og við fjarlægjum okkur frá þessari grunnuppsprettu ef við einangrum okkur heima. Þetta segir Guðbrandur Árni Ísberg sálfræðingur sem segir tækni og samfélagsmiðla geta gert öllum kleift að vera í góðu sambandi við sína nánustu. Hann gefur okkur góð ráð um hvernig við getum hugsað okkur út úr kvíðaástandi vegna yfirstandandi heimsfaraldurs eða...
Published 04/26/20
Hvað gerir eldra fólk í sjálfskipaðri sóttkví til að halda sönsum og líkamlegri heilsu? Hvernig getur fólk varið tíma sínum sem hefur nóg af honum um þessar mundir og hvað er hægt að finna jákvætt við þetta ástand? Helga Arnardóttir ræðir við tvær leikkonur á sjötugaldri sem eru báðar í sjálfskipaðri sóttkví. Önnur þeirra er Margrét Ákadóttir móðir hennar sem heldur sig heima vegna undirliggjandi nýrnasjúkdóms og hin þeirra er Edda Björgvinsdóttir sem hefur einangrað sig vegna 97 ára gamals...
Published 04/23/20
Miklu hættulegra er fyrir ungabarn að smitast af RS vírus eða almennri inflúensu en kórónuvírusnum að mati Bryndísar Sigurðardóttur smitsjúkdómalæknis sem segir börn vera með öðruvísi viðtaka í slímhúðinni en fullorðnir eru með og því nái kórónuvírusinn í flestum tilfellum ekki bólfestu í líkama barna. Ungabörn og börn langt frameftir grunnskólaaldri virðast nær einkennalaus þótt þau greinist með Covid-19 smit. Helga Arnardóttir ræðir við Bryndísi um skýringar á því af hverju börn veikjast...
Published 04/18/20
Rifrildi við maka eða einhvern nákominn og fjögurra tíma svefn getur verið nóg til að fella niður varnir ónæmiskerfisins og valdið því að við erum móttækilegri fyrir hvers kyns vírusum þar á meðal kórónuvírusnum. Reykingar og áfengisneysla hafa mikil áhrif á varnir ónæmiskerfisins og meira að segja neysla nikótíns þótt það sé ekki í sígarettum. Helga Arnardóttir ræðir við Björn Rúnar Lúðvíksson yfirlækni á ónæmisfræðideild Landspítalans sem leggur til að landsmenn allir fari í ónæmisdekur...
Published 04/10/20
Tuttugu og fjögurra manna hópur fór í gönguskíðaferð til Mývatns þann 12.mars síðastliðinn, degi áður en tilkynnt var um að samkomubann yrði sett á. Engan í hópnum grunaði hvað væri í vændum en ferðin heppnaðist vel, allir sváfu í sitthvoru herberginu og borðuðu saman í matsalnum en að öðru leyti var ekki mikil nánd í hópnum að frátalinni hópmynd í jarðböðunum. Hópurinn kom heim á sunnudagskvöldi en á þriðjudegi og miðvikudegi fundu nokkrir úr hópnum til flensueinkenna. Áður en vikan var á...
Published 04/08/20
Langvarandi svefnleysi getur haft afdrifarík áhrif á bæði andlega og líkamlega heilsu. Svefninn er ótrúlega vanmetið fyrirbæri, við höldum öll að við getum bætt okkur upp svefnleysi en rannsóknir sýna núna með óyggjandi hætti að við bætum okkur það aldrei upp ef við missum hann á annað borð. Það myndast bólgur í líkamanum við svefnleysi og það getur átt stóran þátt í þunglyndi og ofþyngd svo dæmi séu tekin þar sem hormónastarfsemin raskast, ásamt fjölmörgum öðrum líkamlegum og geðrænum...
Published 06/04/19
Hvernig getum við haft áhrif á okkar andlegu vanlíðan með beinum hætti? Margir eru eflaust ráðalausir við eigin vanlíðan en með því að breyta þankagangi okkar getum við haft bein áhrif á líðan okkar. Helga Arnardóttir ráðgjafi um andlega heilsu hefur starfað fyrir fjölmörg félagasamtök á borð við Geðrækt, Grettistak og Bataskólann svo eitthvað sé nefnt og haldið fjölda fyrirlestra um þetta málefni. Hún er með MSc í félags- og heilsusálfræði og próf í jákvæðri sálfræði. Hún fullyrðir að við...
Published 05/26/19
Öll þekkjum við skömmina en gerum við okkur grein fyrir því að hún er mögulega að valda okkur heilsubresti eða andlegri vanlíðan án þess að við tökum eftir því? Guðbrandur Árni Ísberg sálfræðingur er höfundur nýrrar bókar sem ber heitið Skömmin úr vanmætti í sjálfsöryggi. Hann segir skömmina oft taka á sig margvíslegar myndir og smeygja sér inn á ótrúlegustu tímum við óvenjulegustu aðstæður án þess að við gerum okkur grein fyrir því. Hann segir mikilvægast að þekkja hana, tala um hana og...
Published 05/17/19
Vissir þú að ef fólk borðar af minni diski þá borðar það 25% minna samkvæmt rannsóknum? Getur verið að við borðum of stóra matarskammta í hugsunarleysi? Ragnhildur Þórðardóttir sálfræðingur eða Ragga nagli eins og flestir þekkja hana hefur mikið talað fyrir næringu í núvitund (mindful eating)og unnið með fjölda einstaklinga sem eru með óheilbrigðar matarvenjur. Hún hefur sérhæft sig í þessum fræðum og segir mikilvægt að við lærum að borða mat á meðvitaðan hátt og að við gefum okkur góðan...
Published 05/10/19
Af hverju fá mjög fáir súmóglímukappar sykursýki 2 þrátt fyrir ofát og ofneyslu á óhollum mat til að halda þyngdinni uppi? Svarið er einfaldlega: Hreyfing! Þeir hreyfa sig svo mikið á meðan þeir eru í keppnisformi að líkaminn nær að halda öllu kerfinu gangandi án þess að fá sykursýki 2. Hins vegar um leið og þeir hætta að æfa og keppa og draga verulega úr hreyfingu þá byrjar óeðlilegt ástand að myndast í líkama þeirra og sykursýki 2 er handan við hornið. Þetta segir Lilja Kjalarsdóttir doktor...
Published 05/03/19
Hvernig er hægt að snúa við einkennum efnaskiptaheilkennis og sykursýki 2 með breyttu mataræði og lífstíl? Hentar ketó og lágkolvetnamataræði öllum og hvað segja læknar og rannsóknir um áhrif þessara matarkúra? Guðmundur Freyr Jóhannsson lyf-og bráðalæknir hefur talað fyrir breyttu mataræði á Íslandi í nokkur ár og hvatt til þess að fólk endurskoði slæmar matar- og lífstílsvenjur sínar í því augnamiði að ná betri heilsu. Sykursýki 2 sé að verða heimsfaraldur og fæstir þekki einkenni...
Published 04/26/19
Konan sem át fíl og grenntist (samt) er nafn á bók sem Margrét Guðmundsdóttir málfræðingur gaf út árið 2018. Hún fjallar um hvernig Margrét náði að létta sig um þriðjunginn af sjálfri sér eftir að hafa átt í samfelldri baráttu við offitu í fimmtán ár. Eftir að hafa stöðugt reynt að borða lítið, fitusnautt og hollt, með litlum árangri, lagðist hún yfir umfjöllun vísindamanna á netinu um áhrif sykurs og einfaldra kolvetna á líkamann. Hún ákvað að gera róttækar breytingar á mataræðinu. Hún...
Published 04/15/19
Hvað þurfum við að gera til að viðhalda góðri andlegri heilsu og almennri vellíðan? Héðinn Unnsteinsson stefnumótunarsérfræðingur hefur fjallað um geðheilbrigðismál í tuttugu og fimm ár og deilt sinni reynslu af geðheilbrigði og geðhvörfum. Hann skrifaði bókina Vertu úlfur árið 2008 þar sem hann ræddi opinskátt um geðsveiflur sem hann fór í gegnum þá og hvernig hann vann sig út úr þeirri líðan með því að setja sér nokkur viðmið til að ná heilsu á ný. Hann kallar þau lífsorðin 14. Héðinn...
Published 04/05/19