#12. Fjárhagsleg heilsa. Björn Berg Gunnarsson
Listen now
Description
Ég minni hlustendur hlaðvarpsins Með lífið í lúkunum að  með því að nota kóðann "heilsuerla" og fáið þið 20% afslátt af Under Armour og Mizuno vörum í Altis Bæjarhrauni, Altis.is og Under Armour verslun í Kringlunni út október 2023. Í þættinum ræðir Erla við Björn Berg Gunnarsson, viðskiptafræðing með meiru um fjárhagslega heilsu og hvað fjárhagslegt heilbrigði er og hvað það er ekki og hvernig fjármál geta haft áhrif á almenna heilsu okkar. Björn bendir á mikilvægi þess að nálgast fjármál þannig að við eigum í heilbrigðu sambandi við peninga og tökum fjármál okkar alvarlega. Vera til dæmis búin að búa okkur undir eitthvað í stað þess að ,,bregðast bara við" óvæntum og /eða skipulögðum uppákomum um leið og þær gerast. Björn er afkastamikill greina- og pistlahöfundur í prent- og vefmiðlum og reglulegur gestur í útvarpi og sjónvarpi sem álitsgjafi og til að útskýra fjármál og efnahagsmál á einföldu og skýru máli. Hann hefur vakið athygli fyrir létta og aðgengilega framsögu og framsetningu og er eftirsóttur kennari og fyrirlesari hjá endurmenntunarstöðvum, skólum og stofnunum. Áhugasamir geta fylgt Birni á bjornberg.is og á Instagram Fylgið HeilsuErlu á Instagram
More Episodes
Í þættinum ræðir Erla við Snorra Magnússon, þroskaþjálfa, íþróttakennara og ungbarnasundkennara um gagnsemi ungbarnasunds, tengslamyndun, jafnvægi, samhæfingu, þroska, söng og gleði og heilsufarslegan ávinningar af ungbarnasundi. Undir lokin ræða þau einnig um almenna heilsu og mikilvægi þess að...
Published 06/20/24
Published 06/13/24
Þátturinn er í boði Nettó og UnbrokenÍ þættinum ræðir Erla við Jónu Á. Gísladóttur rithöfund, markþjálfa og móður um foreldrahlutverkið, einhverfu, mikilvægi þess að foreldrar barna með sérþarfir gleymi ekki að sinna sjálfum sér og sambandinu og muni eftir því að huga að líkamlegri og andlegri...
Published 06/13/24