Episodes
Í þættinum spjallar Erla við Evu Ruzu skemmtikraft, útvarpskonu, velgjörðasendiherra SOS með meiru um heilsu, húmor, hreyfingu, heimsókn í SOS-barnaþorp, áhugann á fræga fólkinu í Hollywood, draumastarfið, sjálfsmynd og mikilvægi þess að sinna andlegu heilsunni. Það er ekki að undra að Eva Ruza sé einn vinsælasti skemmtikraftur landsins því hún á afar auðvelt með að létta lund landans. Hún tekur sjálfri sér ekki of hátíðlega og það er alltaf stutt í húmorinn. Þó að hún elski að hafa sig til þ...
Published 05/16/24
Published 05/16/24
Í þættinum ræðir Erla við Hjördísi Ýrr Skúladóttur, formann MS félags Íslands um MS-sjúkdóminn, fjölbreytt einkenni hans, greiningu, úrræði, tegundir lyfja og hvernig heilbrigður lífstíll getur haft áhrif á framgang sjúkdómsins og einkenni hans. MS-sjúkdómurinn er oft nefndur sjúkdómurinn með 1000 andlit þar sem að einkenni hans eru mjög fjölbreytt og óútreiknanleg. MS er langvinnur bólgusjúkdómur í miðtaugakerfinu, þ.e. heila og mænu, þar sem ónæmiskerfið ræðst á mýelín, efnið sem...
Published 05/09/24
Þátturinn er unninn í samstarfi við Nettó en Naglinn segir Nettó vera útópíu heilsumelsins því þar fæst gríðarlegt úrval af heilsuvörum og bætiefnum.Í þættinum ræðir Erla við Ragnhildi Þórðardóttur sálfræðing um heilsuhegðun og ráðleggingar varðandi æfingar, mataræði og bætiefni, sérstaklega varðandi konur á breytingaskeiði eða forbreytingarskeiði. Þær stöllur ræða einnig um algengar mýtur, streitu, meðvirkni, að setja mörk og afhverju lyftingar og styrktaræfingar eru mikilvægar fyrir heilsu ...
Published 05/02/24
Til þess að finna jafnvægi í lífinu þarf að huga að næringu, bæði frumnæringu og því sem við setjum á diskinn. Frumnæring er allt það sem nærir okkur annað en matur og felst í okkar daglegu athöfnum. Það er okkur lífsnauðsynlegt að staldra við og endurskoða samskipti, atvinnu, hreyfingu, andlegt jafnvægi og fleira. Við vanmetum oft þessa þætti, teljum ekki til næringar og veitum því sjaldnast athygli hvernig okkur líður. Ef við viljum bæta heilsuna þurfum við að skoða alla þætti s...
Published 04/27/24
Í þættinum ræðir Erla við Dr. Sigurbjörn Árna Arngrímsson um lífið og tilveruna, sveitalífið, hlutverk íþrótta, starfið sem kennari og skólameistari, baráttu hans við krabbamein og mikilvægi þess að vera með húmorinn að vopni. Sigurbjörn Árni eða Bjössi eins og hann er oftast nefndur er skólameistari við Framhaldsskólann á Laugum og er einnig einn ástsælasti íþróttalýsandi þjóðarinnar. Ég efast um að nokkur geti lýst frjálsum íþróttum með slíkri innlifun. Bjössi gæti gert það spenn...
Published 04/25/24
Í þessum heilsumola leiðir Erla þig inn í draumalandið með róandi hugleiðslu. Sendu HeilsuErlu skilaboðErt þú ekki örugglega að fylgja HeilsuErlu á Instagram?
Published 04/21/24
Í þættinum ræðir Erla við Bjarna Fritzson rithöfund, íþróttamann og eiganda sjálfstyrkingarfyrirtækisins Út fyrir kassann um jákvæða sjálfsmynd, núvitund, samskipti, sjálfsrækt, sjálfstraust, gildi og hvernig við hjálpum börnum okkar að byggja upp góða sjálfsmynd með því að aðstoða þau við að finna sína styrkleika.Sjálfur segist Bjarni fyrst og fremst vera fjölskyldufaðir úr Breiðholtinu og íþróttanörd sem elskar að efla fólk og hjálpa því að blómstra. Hann heldur meðal annars námskeiðin Öflu...
Published 04/19/24
Í þessum stutta heilsumola tel ég upp tíu atriði sem þú getur tileinkað þér til þess að hafa góð áhrif á eigin heilsu. Ég tel heildræna nálgun bestu leiðina til að njóta góðrar heilsu. Hér eru nokkur atriði sem þú getur gert strax í dag til þess að bæta heilsuna. Skipulegðu vikunaHreyfðu þig daglegaFarðu að sofa á ákveðnum tíma á hverju kvöldi (rútína) Borðaðu meira grænmetiMinnkaðu sykurneysluDrekktu meira vatnBurstaðu tennurnar fljótlega eftir kvöldmatGerðu vikumatseðilRæktaðu samband þitt...
Published 04/15/24
Í þættinum ræðir Erla við Elvu Björk Sigurðardóttur tannlækni um tannheilsu, tannlæknanámið, rétta umhirðu tanna, tæknina við að bursta tennurnar, tannhvíttun og þætti sem hafa áhrif á tannheilsu okkar eins og sýrustig drykkja, munnþurrk, bakflæði, neföndun, að naga neglur og fleira auk þess að ræða aðeins um það hvernig tannheilsa getur haft áhrif á almenna heilsu okkar. Auk þess að vera tannlæknir er Elva Björk Kópavogsbúi, móðir og sjálfstæð kona sem finnst gaman að vera innan um fólk. Hún...
Published 04/11/24
Í þættinum ræðir Erla við Höllu Tómasdóttur forsetaframbjóðanda og eiginmann hennar Björn Skúlason um mikilvægi þess að huga vel að heilsu okkar, bæði andlegri og líkamlegri, hugrekki til að hafa áhrif, gildi og áttavita, mikilvægi þess að vera í tengslum við okkur sjálf, hvernig það er að hugsa um heilsuna í annasömu starfi, hvernig forsetaembættið getur beitt sér fyrir bættri lýðheilsu þjóðarinnar og margt fleira. Þessi dásamlegu hjón sem hafa verið saman í 25 ár og gift í 20 ár eru svo...
Published 04/04/24
Í þættinum spjallar Erla við Mörtu Dröfn Björnsdóttur um heilsumissi, áföll, jóga, öndun, sjóböð, KAP, þakklæti, drauma, tilgang lífisins og það hvernig henni tókst að endurrræsa taugakerfi sitt.  Marta er lærður kvikmyndaförðunarmeistari og starfaði við það í 13 ár áður en hún hóf sitt andlega ferðalag árið 2017. Hún er einnig barnabókahöfundur og gaf út bókina Amma með biluðu augun árið 2013 og nú er önnur bók á leiðinni, Lukkudýrið ég, en það er bók til að aðstoða börn við að byggja upp...
Published 03/29/24
Í þættinum ræðir Erla við Sigríði Ingibjörgu Jónsdóttur um erfiða æsku, skömm, meðvirkni, baráttu við fíkniefni, innri kraft, mikilvægi hreyfingar og hvernig hún snéri við blaðinu eftir að hún komst að því að hún væri ólétt af dóttur sinni. Þær stöllur ræða einnig um tilgang lífsins, þakklæti, mikilvægi þess að þekkja sig vel, hvað heilsa er dýrmæt og að ekki megi taka henni ekki sem gefnu. Inga eins og hún er alltaf kölluð er nú að ljúka námi í Íþrótta- og heilsufræði við HÍ, stundar jóga...
Published 03/22/24
Þátturinn er gerður í samstarfi við Nettó. Í þættinum ræðir Erla við Matthías Arnarson (Matta kíró) um kírópraktík, stoðkerfið, taugakerfið, réttan skóbúnað, börn, streitu, mikilvægi góðrar líkamsbeitingar, afhverju það er ekki æskilegt að sofa á maganum, hvernig kírópraktík getur bætt heilsu okkar og hvernig við getum gert betur án þess að setja of mikla pressu á okkur sjálf.  Matti er einn af eigendum Kírópraktorstofu Íslands sem staðsett er í Sporthúsinu í Kópavogi. Hann hefur...
Published 03/15/24
5 mínútna slökunaræfing sem er tilvalin til þess að ná smá hugrænni hvíld í amstri dagsins. Það er svo ótal margt í umhverfi okkar sem stelur athygli okkar og því er nauðsynlegt að taka sér hlé nokkrum sinnum yfir daginn til þess að líta inn á við og gefa heilanum smá hvíld frá nýjum upplýsingum. Þá getur verið gott að nýta sér slökunaræfingar, öndunaræfingar, hugleiðslur eða núvitundaræfingar.  Í þessari stuttu og einföldu slökunaræfingu spennum við og slökum á líkamshlutum til skiptis,...
Published 03/10/24
Þátturinn er gerður í samstarfi við Nettó. Nýtið ykkur 25% appslátt af öllum vörum frá Änglamark til 10.mars þegar þið verslið í appinu. Í þættinum ræðir Erla við Laufeyju Haraldsdóttur um markþjálfun, hvernig við kveikjum  í eldinum innra með okkur, hvernig við tengjumst okkur sjálfum betur, sjálfsvirðingu, innsæi og hvernig við hættum að heyra og byrjum að hlusta. Laufey er stofnandi og framkvæmdarstjóri Virkja og er með PCC gæða vottun frá ICF í markþjálfun. Hún elskar að kenna...
Published 03/08/24
Í þessum heilsumola fer Erla yfir hvað Heilsulæsi er og hvað það er mikilvægt í nútíma samfélagi.  Ert þú ekki örugglega að fylgja HeilsuErlu á Instagram
Published 03/03/24
Áhugaverður þáttur fyrir þá sem ferðast mikið eða þau sem starfa í háloftunum.  ATH. Ég biðst velvirðingar á smá hljóðtruflunum í upphafi þáttar.  Í þættinum ræðir Erla við Jónu Björgu Jónsdóttur hjúkrunarfæðing, flugfreyju og verkefnastjóra heilbrigðismála hjá Icelandair um hvað farþegar þurfa að hafa í huga varðandi ferðalög og hvernig áhafnarmeðlimir, þ.e. flugfreyjur, flugþjónar og flugmenn geta hugsað sem best um heilsu sína í þessu krefjandi starfi með óreglulegum vinnutíma.  Ert þú...
Published 03/01/24
Þátturinn er gerður í samstarfi við Bandvefslosun. Bandvefslosun býður upp á lokuð námskeið, kennaranámskeið, einkatíma og dásamlega nuddbolta í mörgum stærðum og gerðum. Fylgið Bandvefslosun á Instagram fyrir hvatningu og frekari upplýsingar. Í þættinum ræðir Erla við Ólínu G. Viðarsdóttur, sálfærðing, doktor í líf- og læknavísindum og fyrrverandi atvinnukonu í knattspyrnu um heilaheilsu, höfuðhögg og heilahristing, hugrænt þrot, hvernig hægt er að bæta hugræna og vitræna ferla með þjálfun...
Published 02/23/24
Í þættinum ræðir Erla við Bjargeyju Ingólfsdóttur um ofurkonuhlutverkið, sjúkdóminn offitu, efnaskiptaaðgerðir, valdeflingu kvenna, cranio, heilsumissi, lífsorku og fleira.  Bjargey heldur úti hlaðvarpinu Ofurkona í orlofi og hefur óbilandi áhuga á heilsu. Hún missti sjálf heilsuna fyrir mörgum árum og þurfti að finna leiðir til þess að fá hana til baka. Hún byrjaði að hugleiða og hefur það hjálpað henni að minnka verki og tengjast sjálfri sér betur. Útfrá hugleiðslunni leiddist hún svo inn...
Published 02/16/24
Langar þig að bæta heilsuna en veist ekki alveg hvar þú átt að byrja eða vantar þig bara smá spark í rassinn til þess að komast af stað í átt að betri heilsu? Þá er heilsumarkþjálfun eitthvað fyrir þig. HeilsuErla býður upp á einkatíma, fyrirlestra&ráðgjöf á vinnustöðum og skemmtilega vinnustofu. Heilsumarkþjálfun- einkatími Markmiðasetning- heilsan í fyrsta sæti.  60 mínútna tími þar sem við setjum í sameiningu heilsutengd markmið, bæði skammtíma og langtíma markmið. Ég býð upp á...
Published 02/14/24
Í þessum skemmtilega þætti ræðir Erla við hjónin Björgvin Franz og Berglindi um vinnubrjálæði, orkustjórnun, áföll, innri vinnu, hjónabandsráðgjöf, þriðju vaktina, hugvíkkandi efni og hvernig ,,tól" eins og núvitund, hugleiðsla, húmor, tónheilun og jóga ,,groundar” okkur og hjálpar okkur að finna jafnvægi. VARÚÐ! Mikil hlátrasköll inn á milli. ;) Viðtalið er blanda að gleði og alvarleika eins og lífið sjálft. Mikið hlegið og grínast en einnig kafað ofan í líðan, tilfinningar, samskipti...
Published 02/02/24
Í þættinum ræðir Erla við Kristínu Bertu Sigurðardóttur heilsunuddara um þakklæti, félagslega heilsu, streitu, þreytu, kvíða, krabbamein, áhrif áfalla á ónæmiskerfið og áhrif veikinda á andlegu hliðina.  Í miðjum covid faraldri greindist Kristín Berta með brjóstakrabbamein og þurfti að hægja verulega á eftir að hafa verið á hamstrahjólinu í áratugi, eins og hún orðar það. Hún tók þó fljótlega ákvörðun um að láta þetta ekki buga sig og gerði allt sem í hennar valdi stóð til þess að komast...
Published 01/26/24
Í þættinum ræðir Erla við Kristínu Lindu Kaldal, heilsumarkþjálfa og viðskiptafræðing um þarmaflóruna, hormónaraskandi efni, gervimat, sætuefni, heilbrigða lifnaðarhætti, sjálfsást og fleira.  Fyrir 16 árum stóð Kristín uppi atvinnulaus, allt of þung og heilsulítil. Hún segist hafa verið manneskjan sem reykti, drakk pepsí max, borðaði Gordon Bleu og var bara ekkert að spá í þetta en klessti svo á sinn vegg og þá allt í einu kom einhver vakning. Kristín fór til læknis sem ætlaði að skrifa upp...
Published 01/19/24
Í þættinum ræðir Erla við Gísla Gunnarsson, stjörnuspeking um það hvernig stjörnuspeki getur verið tækifæri og verkfæri til þess að kynnast sjálfum sér til vaxtar.  Gísli segir stjörnuspeki snúast um sjálfsþekkingu og vera frábært verkfæri til þess að gera okkur ljóst hvernig við erum frábrugðin öðrum og hvernig við erum sérstök. Stjörnuspeki getur aukið meðvitund á tilfinningalífinu, hvernig þú ert sem karakter og hvernig þú hugsar því að við getum nýtt okkur upplýsingarnar til þess að læra...
Published 01/12/24